11.11.2012 | 14:07
Afgerandi ?
Svona eins og þá tillögur að nýrri stjórnarskrá voru samþykktar afgerandi ? Kommón ! ;o
Getur verið kalt á toppnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður punktur Hjördís, afgerandi svona eins og stjórnarskrárkosningin, hvað segja sjálfstæðismenn nú?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2012 kl. 14:17
Akkúrat, ég er reyndar sammála honum og hann sigraði, en bara skondið Ásthildur mín að nota sömu rök með sjálfum sér en gegn því sem hann vildi ekki, og það er breyting á stjórnarskrá eða öllu heldur sú staðreynd að ,,rétt " fólk, vann ekki þá vinnu..
Og að auki, þá var þátttakan í prófkjörinu arfa slök, rétt rúm 30%...það var nú hamrað á þvi að ekki hafi nógu margir mætt og kosið um stjórnarskrána...samt hvað margir, mannstu það mín kæra...? Hærra % tala amk en í þessu prófkjöri minnir mig allavega
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.11.2012 kl. 14:22
Var það ekki milli 30 og 40 % minnir það. Já þetta er dæmigert hvernig við túlkum umræðurnar okkur í hag, þegar málin snúa að okkur sjálfum. En það er bara svo pínlegt að kosningarnar eru nýafstaðnar og ekki gleymdar enn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2012 kl. 14:26
Gæti verið rétt jú..og þú hittir naglann á höfðuði ; þetta er svo stutt síðan og pínlegra þessvegna..og rétt er það að við túlkum okkur í hag hverju sinni og það er bara eðlilegt, en þetta lítur asnalega út fyrir BB núna og þar til það fellur í gleymskuna..
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.11.2012 kl. 14:29
Bjarni er sannur stjórnmálamaður og sem slíkur kann hann að umgangast sannleikann og staðreyndir af mátulegu frjálslyndi.
Vafningur er ekkert að vefjast fyrir Bjarna. Hvað þá BNT, Umtak og N1. Fyrr honum er þetta bara eðlileg spilling sem hann á rétt á þar sem hann er fæddur inn í Engeyjarættina.
Hann og FLokkurinn vanmeta það hinsvegar að þjóðin hefur engan áhuga á að hafa svona spillingar silfurskeið við stjórnvölin :-) Vafningsmálið mun koma upp aftur og aftur og aftur í fjölmiðlum þegar nær dregur kosningum.
Guðmundur Pétursson, 11.11.2012 kl. 14:32
Akkúrat Guðmundur, þjóðin vill ekki meiri spillingu, búin að oferdósa af henni og komin með bráðaofnæmi ;o
Og það þarf nefnilega líka að hafa í huga, að m.v. skoðanakannanir, þá verður BB líklegast næsti Forsætisráðherra Íslands, og því ekki bara innanflokksmál þeirra sem hann kusu nú í 1.sæti, heldur kemur það okkur öllum við, svona þegar maður hugsar aðeins fram í tímann...
En hann hefur því miður fátt annað en sjarma , klæða sig smekklega og að vera alnafni afa síns , þó hann sé án efa hinn vænsti maður sem persóna, en það er annað mál. Það væri jú voða krúttað í framtíðinni fyrir þau að geta státað sig og sagt;,, vá, alnafnar og báðir Forsætisráðherrar ..." en það er ekki nóg, það er bara alls ekki nóg.
Við þurfum sterkan leiðtoga sem er ekki svona umdeildur eins og BB en hvar er sá leiðtogi..? Er það Hanna Birna ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.11.2012 kl. 14:40
Hann væri rýr hlutur Bjarna væri sömu reikniskúnstum beitt á hans útkomu og Bjarni notaði sjálfur þegar hann reiknaði sig til niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um daginn.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.11.2012 kl. 17:41
Já einmitt. Stundum kemur kjaftagangurinn og bítur í rassinn á manni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2012 kl. 17:51
Ekki viltu fasismann aftur né fjórflokka eða hvað ? Það má lengi deila um það hvað sé rétt enn það er aldrei hægt að kjósa rétt vegna þess að spillingin er allsstaðar og bara að kjósa þar sém að spillingin er minnst ekki satt ?
Falskurjon (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 19:37
Og hvar er hún minnst Falskurjon ... ? Nýr hér eða nýtt nikk ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.11.2012 kl. 20:56
Vonum að fjölmiðlafólk okkar spyrji hann ýtarlega útí það með samanburð við hvað hann sagði eftir kosningarnar um daginn um stjórnarskrána, Axel minn og Ásthildur.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.11.2012 kl. 20:58
Hjördís mín það er eiginlega borin von, fjölmiðlar bara þora ekki að styggja stjórnmála menn/flokka, það er bara staðreynd, þá minnkar aurinn í sjóðina þeirra. Lýðræði hvað?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2012 kl. 21:24
Að flokkarnir, amk þessir 4 stóru...styrki fjölmiðla.. ? Er ég að skilja þig rétt mín kæra ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.11.2012 kl. 22:09
Þeir eru í þeirri aðstöðu að ögra starfsöryggi fjölmiðlafólks meira og minna. þó þeir séu ekki endilega í stjórn, þá hefur þetta fólk ítök, sem minnir á mafíu Ítalíu, og getur potað í mann og annan og látið reka og flæma fólk burt, þess eru mörg dæmi bendi til dæmis á Kristinn Hrafnsson sá fyrsti sem mér dettur í hug. Hann spilaði og makkaði ekki rétt og var látinn taka pokann sinn, og svo er um fleiri. því þurfa fjölmiðlamenn að skauta létt um pólitískar grundir og gera ekkert til að styggja þá sem hafa taumana í sínum höndum. Stjórn eða stjórnarandstaða skiptir ekki máli ef þetta er fjórflokkurinn, þeir hafa komið sér upp samtryggingarkerfi til að passa upp á sig og sína. Þannig er það bara því miður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2012 kl. 22:16
Gamall her og nýtt nikk enn verð að hætta að nota feittletrar stafi enn veit þó ekki hvar hún er minnst. Eg er hvorki hægri né vinnstri sinnaður. Er það ekki bara hægri grænir eða björt framtíð ? Enga persónu dyrkun enda er enginn ómissandi .
Falskurjon (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 02:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.