15.11.2012 | 14:50
Askotans öfund er þetta !
Endalaust og alltaf í frændum okkar Dönum...demmit !
Svo vil ég hvetja Lýsi til að merkja VEL á Leifsstöð að það er ekki hægt að taka Lýsi með sér til USA, amk ekki í tengiflug. Lenti í því sjálf, konan sem afgreiddi mig og setti Lýsið sem ég keypti í glæran poka, vissi mjög vel hvert ferð minni var heitið og að framhald yrði á flugi innan USA. Ég var ekki hress að hafa verið seld rándýr vara ( mun dýrari en í Bónus og þetta er Fríhöfn..) í góðri trú og svo var það hirt af mér á JFK. Ástæða þess að ég ákvað að kaupa þetta á Leifsstöð var sú að ég vildi ekki taka séns á að pakka þessu í farangur, því ef flöskurnar hefðu brotnað, stórefa ég um að lyktin hefði farið úr fötunum mínum í þvotti og líklegast þurft að henda öllu og töskunni líka. Svo ég ákvað að kaupa þetta á leið úr landi og skottast með í handfarangri í staðinn, eins leiðinlegt og mér þykir það nú að vera með mikinn farangur inní vélina.
Auðvitað veit ég að Lýsi stjórnar þessu ekki á flugvöllum úti í heimi, en þeir vita af þessu og ég hef hvatt þau til að setja merkingar í búðina sem selur þetta, t.d. á standinn sinn, en hef ekki séð neitt slíkt. Þetta kostar þau ekki neitt eða sáralítið , að benda fólki á að kaupa ekki Lýsi á leið sinni til USA, ef tengiflug bíður þar, og að upplýsa starfsmenn þar um þetta, sem selja vöruna þeirra. Og hugsanlega fleiri áfangastaða ? Mér þykir ég hafa verið rænd í rauninni...þannig leið mér. En sem betur fer bættu þau mér þetta, því ég fór fram á það við þau en voru ekki tilbúin að senda Lýsið til USA, þangað sem það átti jú að fara...eitthvað með reglur , en þau selja vöruna þar líka að mér skylst, svo ég skyldi þetta ekki hjá þeim að senda þetta ekki innan USA..?
Segir fréttaflutning óábyrgan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Snýst þetta ekki um það í framhaldsfluginu innan USA að ekki megi taka með vökva í handfarangri og óviðkomandi lýsinu sem slíku?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.11.2012 kl. 16:16
Já og nei .Axel..hefur með magnið að gera var mér sagt á JFK, og þar sem þau eru að selja sína vöru í brottfararsal, þá er það góð þjónusta og réttmætt að þau viti hvað er í lagi að fara með úr landi og hvað ekki...það var vel vitað að ég færi í tengiflug og þessu pakkað í glæra poka í búðinni og kvittun þar með í pokann. Lýsi munar ekki neitt um að setja skilti á standana hjá sér og upplýsa starfsfólk um hvaða reglur gildi eftir áfangastöðum ferðlanga og um leið, viðskiptavina sem versla af þeim þarna. T.d. man ég eftir frétt um það að vegna þess að Hrefnu kjöt er ólöglegt víðast hvar að ég held, þá hafi það verið tekið úr sölu á Leifsstöð, í stað þess að selja þar og koma svo fólki í hugsanelg vandræði á áfangastað og tapa þá andvirði vörunnar á Leifsstöð um leið.
Önnur leið sem Lýsi gæti líka farið, væri að vera með flöskustærð sem uppfyllir reglur um leyfilegt magn vökva ? Veit, bara það, að ég hefði aldrei keypt þetta og dröslast með í handfarangri, ef ég hefði verið upplýst um það að þetta yrði svo tekið af mér á leið í áframhaldandi flug innan USA, eða / og ef skilti hefði verið um það við vörur Lýsis.
Annað ef ég hefði bara farið til NY og ekki áfram í flug, þá ok og þá hefði þetta ekki verið sett í glæran poka heldur, því það er að ég held bara ef um tengiflug er að ræða.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.11.2012 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.