24.11.2012 | 15:06
Þetta er gert á Spot
Í Kópavogi. Ég hef nú ekki farið þangað oft, en það hefur komið fyrir. Fínn staður og gaman þar, og yndislegt starfsfólk sem allt gerir sitt besta ;o Meira en óhætt að mæla með þessu stað rosa fínt tónlistarfólk þar og stundum margar hljómsveitir sama kvöldið. Hljómar núna eins og ég sé fastagestur þar...en svo er nú samt ekki...alveg satt.
Það gerðist hinsvegar í vor sem leið, að leitað var í töskunni minni og allra annarra kvenna sem voru að fara inn á sama tíma og ég. Óheppin ég að vera með 1 hvítvínsflösku í töskunni, sem ég hafði fengið að gjöf þaðan sem ég var að koma og ætlunun var að fara heim, en svo ákveðið að kíja þangað..auðvitað átti ég að biðja þá að geyma hana..en var ekki alveg að spá í þetta þegar ég gékk inn...Annars er minn drykkur bjór, þegar ég kíki út, að öllu jöfnu, svo það stóð ekki til að drekka vínið hjá þeim. Það var tekið af mér og ég spurði þá hvort þeir hefði leyfi til að leita og þeir sögðu já. Og ég spurði þá, hvað ef ég samþykki það ekki...svarið var þá að þá myndu þeir vísa mér út !!! Mitt væri valið, samþykkja leit eða fara þaðan !! Þó ég hefði ekki verið með vínið, þá hefði ég engu síður spurt um þetta, vegna þess að ég einmitt dró í efa lögmæti þess, sem ég spurði um hvort væri heimilt og mér sagt já, eins og ég hef þegar nefnt. Nú er ljóst, m.v. skilning minn á þessari frétt, að þetta má ekki.
En hvað eiga staðirnir þá að gera til að fá sem mesta sölu á barnum...? Veit það ekki, en kannski bara að lækka verðin hjá sér ?
Allvega, svo gleymdi ég að koma við í miðasölunni á heimleið og það tók óratíma að fá vínið mitt aftur. Hringdi strax daginn eftir og svo nokkur mail....loks fékk ég vínflösku, tók nokkra mánuði...ekki samt mína því ég vissi einfaldlega ekki hvaða tegund það var. Svo ég var ánægð með það en ekki tímann sem það tók...
Dyravörður óð í veski konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dyraverðir og annað starfsfólk á veitingastöðum hefur enga heimild til að leita á fólki eða í munum þess eins og t.d. veski kvenna. Og það er hreint og klárt brot á fólki að hóta að vísa því út ef starfsmenn fá ekki að leita í fórum þeirra. Margir veitingamenn og dyraverðir halda í alvörunni að þeir hafi ótakmarkað vald en hið rétta er að opinberir veitingastaðir verða að fara að lögum eins og öll önnur starfsemi. Það er ekki geðþóttaákvörðun eigenda eða dyravarða hverjir mega vera þar inni og hverjir ekki. Um það gilda lög sem þessir aðilar geta ekki hunsað. T.d. eiga veitingamenn ekkert með það að hækka aldurstakmark á veitingastöðum. Áfengislögin og lög um veitinga- og gististaði kveða á um að 18 ára og eldri sé heimill aðgangur að veitingastöðum sem starfa skv. opinberum lögum og eru opinberir staðir. Þar með eiga allir 18 ára og eldri rétt á að sækja þessa staði en veitingamenn geta ekki sett strangari skilyrði en lög heimila. Svo einfalt er það. Dyraverðir þurfa ekki að sækja námskeið eða ljúka neinni þjálfun til að fá að starfa sem dyraverðir. Einungis þarf að sækja um til lögreglustjóra og leggja fram sakavottorð. Þess er ekki einu sinni krafist að hafa hreint sakavottorð, heldur aðeins að leggja inn slíkt vottorð með umsókninni. Það er kominn tími til að boðið verði upp á vandað námskeið fyrir dyraverði með fræðslu um áfengislögin, lög um veitingahús og gististaði, kennslu í lágmarks kurteisi, samskipti við gesti, hvernig forðast skal að lenda í vandræðum í umgengni við gesti, vinnuvernd, ofl. til að hægt sé að setja slíkt nám sem skilyrði fyrir heimild til að starfa við dyravörslu. Slíkt námskeið er ekki í boði núna.
corvus corax, 24.11.2012 kl. 22:45
Corvus hefur pínu rangt fyrir sér.
Staðir geta sjálfir ákveðið aldurstakmark þangað inn. Lög um veitingastaði banna ekki að yngri en 18 ára farin þangað inn, þeir verða bara að vera í fylgd með forráðamanni, maka eða álíka.
Einnig bendir Corvus á að sakarvottorðið þurfi ekki að vera hreint. Þetta er í sjálfu sér rétt en brot gegn fíkniefnalöggjöfinni, fjármunabrot og ofbeldisbrot geta valdið höfnun og valda því oft.
Slík námskeið eru víst í boðu, Mýmir hefur haldið slíkt, ásamt tveim öðrum aðilum, man ekki hvað þeir heita, knight academy var annað þeirra, var að fá vottun. Þeir eru með 24 stunda námskeið sem er nokkuð gott.
Ástæðan fyrir því að dyraverðir hleypa fólki ekki inn með áfengi er sú að samkvæmt áfengislögum er BANNAÐ að fara inn eða út af stað með áfengi(nema náttúrulega þegar staðurinn er sjálfur að kaupa inn eftir settum reglum.
Það þýðir að ef þú ferð inn eða út af stað með áfengi þá má sekta þig og staðinn og getur það skaðað leyfi staðarins.
Hins vegar má dyravörður ekkert leita á þér án þíns leyfis en ef dyravörður telur sig hafa grun um að þú sért að smygla inn áfengi þá bara hleypir hann þér ekki inn. Punktur. Svo einfalt er það.
hallur (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 01:05
Tek undir allt sem hallur skrifar hér. Hef sjálfur unnið við öryggisvörslu meðfram laganámi síðustu 5 árin. Maður leitar aldrei á fólki án þeirra heimildar. Aðeins aðilar með lagaheimild geta leitað á fólki án samþykkis þeirra. Ef það gefur ekki heimild þá vísar maður því fólki einfaldlega burtu. Veitingastaðir eru svo einkahúsnæði. Maður vísar burtu því fólki sem maður vill ekki fá inn. (t.d. ef einstaklingur er ofurölvi eða hefur áður bakað vandræði í húsnæðinu) Hins vegar eru takmörk fyrir hvaða ástæður mega liggja að baki. Það er, eðlilega, ekki í lagi að vísa fólki burtu á grundvelli t.d. kynþáttar. Það varðar við hegningarlög að gera slíkt.
Ég efast hins vegar stórlega um að dyravörður hafi heimild til að svipta fólk eigum sínum einsog með hvítvínsflöskuna. Í því tilviki hefði ég vísað viðkomandi frá með flöskuna, skilað henni þegar viðkomandi fór eða kallað til lögreglu vegna tilraunar til brots á áfengislögum. En svona í hreinskilni sagt, hefði ég í raun geymt flöskuna og beðið viðkomandi að sækja hana við brottför.
Ég (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.