Camp SamEimskip ???

Verða auglýsingar frá þeim á þessum gámum ? Vilja ráðamenn og þeir sem að þessu standa, búa þarna sjálfir með sín börn ?

Það er nú ekkért svakalega langt síðan síðustu hercamparnir voru rifnir. Og á nú að endureisa þá með breyttu sniði, langa og ferhyrna, í stað þeirra bogadregnu ? Þar var saggi,rottugangur, kalt og skelfilegt. Margir bera þess en sár að hafa alist þarna upp og eru ekki stoltir af, svo ég viti til. Held að ráðamenn ættu að skella sér á Vídeóleigu og sjá Djöflaeyjuna ! Nema þeir vilji fá framhald af þeirri mynd og séu að búa til efni í það með þessum pælingum ?Djöflaeyjan part II , sponsored by Eimskip og Samskip ? Nei og aftur nei !!!

Það vantar húsnæði já. En gáma fyrir fjölskyldur og einstaklinga, nei takk. Nógu er það dapurt að útigangsfólki sé ekki skaffað betur en gámar, þó fáir séu, en það gætu þó verið önnur sjónarmið þar að baki, vegna t.d. eldhættu og umgangs, sem getur verið afar erfitt að bjóða nágrönnum uppá í fjölbýlum, en sveitarfélögin ættu frekar að reisa sér fjölbýli fyrir þá sem minnst mega sín og hætta getur stafað af, með starfsfólki sem annast um íbúana. 

Ég vil ekki trúa að úr þessu verði. Hugsun þeirra sem að þessu standa er án efa falleg og góð, en lesið um fortíðina og gleymið þessum pælingu. Plís.  Vilja ráðamenn og þeir sem standa að þessu, sjálfir búa þarna ? Ef svo, þá gerið það endilega, en ekki bjóða fólki uppá þetta sem er í neyð með húsnæði !! Það væri þá hægt að skipta á því húsnæði sem þið búið í, við fólk í neyð sem gámarnig eru hugsaðir fyrir. 


mbl.is 27 m² íbúðir á 80 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Grátlegt þegar maður hugsar til þess að það standa fleiri tugir ef ekki hundruðir íbúða lausar, eign banka og peningamanna, sem ekki vilja leigja þær út á verði sem fólk getur greitt fyrir þær. Ætti ekki frekar að taka þessar íbúðir eignarnámi, þeim var jú stolið af fólki í upphafi að mínu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2014 kl. 12:46

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sammála þér mín kæra, og mikið rétt, við eigum jú þessar íbúðir, því við höfum borgað fyrir þær með niðurskurði og skattahækkunum og skertum lífskjörum.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 4.3.2014 kl. 17:41

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega þess vegna þarf hvorki nýbyggingar né gáma, bara að leyfa fólki að leigja eða kaupa það húsnæði sem til er.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2014 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband