24.5.2014 | 12:33
Engar hendur, engin kaka !!
Mikið er þetta góð grein og hana bera að þakka fyrir.
En að lesa sumt af því sem fram kemur, gerir mig bara reiða. T.d. botnlaus grimmd og tregða kerfisins !!!
Mér varð hugsað til nastý brandara sem ég heyrði fyrir mörgum árum síðan. Hann er á þá leið að Gunna litla 5 ára, var í heimsókn hjá frænku sinni. Frænkan var að baka smákökur sem hún svo setti í box og uppá skáp í eldhúsinu, ofan á innréttinguna. Gunnu litlu langaði að smakka, eðlilega, enda ilmurinn ómótsæðilegur. Svo hún spurði frænku hvort hún mætti smakka á góðgætinu. Já, sagði frænka, en þá þarftu að bjarga þér alveg sjálf með það og ná þér í. ,,En frænka, þú veist ég er ekki með neinar hendur og get alls ekki náð mér í sjálf. Þá sagði frænkan: ,, Engar hendur, engin kaka".
Ég legg þetta að jöfnu við þá staðreynd að kerfið gerir kröfur á fíkla að vilji þeir hjálp, skuli þeir hætta að dópa !! Jafn útilokað fyrir marga þeirra, eins og fyrir Gunnu litlu. Og jafn nastý hefði frænkan verið, ef hún hefði sagt : ,, Bíddu bara þar til þú ert komin með gervihandleggi..." Og kannski líka hætta að vera geðveikir , þeir sem það eru líka ??? Vitandi að það eru kröfur sem ekki er hægt að setja á langt leidda fíkla, vitandi ( eða mega vita og ættu að vita) að líkurnar á að fólk nái að hætta eru ekki alltof miklar og án efa afar litlar hjá langt leiddum fíklum sem eru konir á götuna og með ekkért stuðningsnet í kringum sig. Og að setja þessar kröfur að fólk hætti hjálparlaust og sé laust við eiturlyf í heila 6 mánuði, búandi á götunni !!! Kommón, hvað er að fólki að láta sér detta slíkt bull í hug !!! Hvaða skóli kennir slíkt bull ?? Hvar les fólkið í kerfinu um að slíkar kröfur séu raunhæfar ???
Ég held, að þetta sé afsökun sem fólkið í kerfinu notar, til þess að þurfa ekki að gera nokkuð fyrir þennan hóp, ekki neitt. Og það er ljótt, það er grimmt, það er óásættanlegt og á ekki að líða. Það þarf þá að breyta lögum sem skikka starfsfólk kerfisins að koma fólki í hús sem er í neyslu og mun ekki hætta , hvort sem það er vegna þess að það tekst ekki eða vegna þess að sumir fíklar vilja það ekki. Það á samt að hjálpa fólki í hús !!! Skammarlegt fyrir Ísland að þykja það í lagi að fólk búi á götunni. Svona hefur þetta verið í áratugi og ekki einu sinni í sk, góðæri , tókst að koma fólki í hús !! Vegna þess að það skortir augljóslega allan vilja til þess !!
Og að kerfið okkar sé svo bilað og lamað, svo fast í kassa að manneskja í kynleiðréttingarferli hafi frosið í hel, vegna þess að þau athvörf sem til eru, sortera eftir kyni og enginn gat hjálpað !!! Og stía pörum í sundur !! Er ást og nánd bara fyrir heilbrigða og edrú !! ??? Hvað er eiginlega mikið að hjá okkur og af hverju er þetta ástand liðið ????
Ég vona að fólkið sem er á launum, opinberum að auki, að það skammist sín nógu mikið við að lesa þessa góðu grein á mbl.is og hrökklist til að vinna vinnu sína og koma ÖLLUM heimilislausum í hús, líka þeim sem er í neyslu, líka þeim sem eru geðveikir. Þetta er fólk. Þetta er fólk. Þetta er fólk. Vonandi að fólkið í kerfinu fatti það, að fíklar og geðveikir eru líka fólk, eins og það sjálft er.
Hvort lausnin gæti t.d. verið eh lítið þorp / samfélag, þar sem þjónusta og hjálp væri til staðar, sem og svona dópherbergi eins og víða er í heiminum, veit ég ekki, en það gæti meira en vel verið góð lausn. Þetta er svo veikt fólk og illa statt margt hvert, og því aðeins á færi sérmenntaðs fagfólks með fallegt innræti og áhuga á að hjálpa þessum þjóðfélagshóp, að sinna því og því ekki hægt að leggja það á nágranna. Þó svo ég vilji ekki að fólk búi á götunni, þá þýðir það ekki að ég treysti mér til að búa með langt leiddum fíkli, alls ekki. Og ég er nokkuð viss um að fólkið sem á að vinna í þessum málum, treystir sér ekki heldur í að búa við hlið langt leiddra fíkla í neyslu. Ímynda mér að afar fáir treysti sér til þess, og þeir fáu gætu þá boðið sig fram. Nýlegt sorgardæmi úr Hraunbænum, ætti að vera áminning um að það er til fólk sem er það veikt, að það getur ekki búið eitt og þarf að vera á eh stofnun , eða litlu þorpi/samfélagi þar sem viðeigandi og nauðsynleg þjónusta og hjálp er til staðar.
Að gera áfram það sama, að gera ekki neitt, mun hvorki fækka fíklum né leysa vandann. Það skortir ekki neitt nema viljann, og hafi það fólk sem vinnur að þessum málum, ekki þann vilja sem þarf, þá þarf að segja því fólki upp og ráða annað fólk sem hefur viljann til þess !! Svo einfalt er það !! Það er ekkért svo erfitt að ekki sé hægt að leysa það, sé vilji til þess. Ekkért. Amk ekki hvað varðar þessi mál sem greinin fjallar um. EKki neitt. Það er til næg þekking og reynsla til að leysa þessi mál, sem og rannsóknir, staðreyndir frá landinu okkar og nágrannalöndum og koma öllum fíklum í hús. Ísland er ekki beint heppilegt land til a´sofa útá götu !!! Skitakuldi hér stærstan hluta árssins !! Engin afsökun að þetta sé svo flókið og erfitt...það er búið að skoða þessi mál í áratugi, svo kommón !!! Hvað ætli það sé búið að kosta mikið !! Get ekki hætt, heitt í hamsi um þessi mál, en reyni að setja hér punkt..i bili amk, úff !
Ungmenni eru misnotuð og seld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjálpið þeim sem geta ekki hjálpað sér sjálfir sem hafa þann bakgrunn eftir andlegt- líkamlegt - nauðganir og alls ofbeldis áður en fíknin kemur til sögunnar er mikið búið að eiga sér stað í lífi einstaklings!!!!! spornum við sjálfsvígum hér á landi og veitum fólki hjálpina en neitum þeim ekki
Elsabet Sigurðardóttir, 24.5.2014 kl. 13:28
Kerfið leggur meiri áherslu á að refsa, en að hjálpa.
Er ekki kominn tími á breytingar? Eru fórnarlömbin ekki orðin nógu mörg í þessu gagnslausa stríði gegn þeim sem velja að nota önnur efni en þau sem ríkið selur? (áfengi/tóbak).
Portúgal og fleiri lönd fóru aðra leið en við. Hér er hægt að lesa um stöðuna í Portúgal.
http://www.forbes.com/sites/erikkain/2011/07/05/ten-years-after-decriminalization-drug-abuse-down-by-half-in-portugal/
http://www.spiegel.de/international/europe/evaluating-drug-decriminalization-in-portugal-12-years-later-a-891060.html
Þór (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.