1.7.2014 | 23:15
Beint í vasa kaupmanna á innan við ári !
Reynslan segir manni að þetta mun ekki skila sér til neytenda. Því miður. Ég man engin dæmi þess að svo hafi verið, þegar ráðamenn okkar reyna að lækka vöruverð. Það hefur yfirleitt gerst á innan við ári eða þar um bil, að kaupmenn hafa náð þessu til sín, með rökum eins og ,,uppsöfnuð þörf á hækkun" og fleira bull í þeim dúr. Gerðist þegar vsk lækkaði á veitingahúsum, með nammið í búðunum...og án nokkurra afleiðinga fyrir okrara landsins, neytendum í óhag, þrátt fyrir Neytendastofu, ASÍ, Neytendasamtökin...allt hirt og það í hvelli. Eftir sitja neytendur með sama ofurverðið, og ríkissjóður okkar enn tómari en áður, og ráðamenn okkar þá að kokka upp ný gjöld og skatta í stað tapaðra tolla, vsk og annarra gjalda sem lækkuð hafa verið.
Hvað lækkar með fríverslunarsamningi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reynslan segir manni að bloggarar muni einblína á krónutöluna og bíða eftir lækkunum en sleppa að hugsa um gengisbreytingar, launahækkanir og allt annað sem áhrif hefur á vöruverð. 40% taxtahækkun launa kassadömu á 6 árum hefur áhrif á vöruverð. 40% hækkun á raforkukostnaði og 50% hækkun á leigu hefur einnig áhrif á rekstrarkostnað verslana. En bloggarar hugsa ekki um svoleiðis smámuni, þeir vilja sína krónutölulækkun og hún skal haldast til eilífðar.
Jós.T. (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 00:44
Pantaðu beint og sjá
Hvað skeður
Halldór Egill Guðnason, 2.7.2014 kl. 03:13
Góður punktur Jós.T. En verðhækkunin mun koma ÁÐUR en til þessara niðurfellinga kemur. Þá er hægt að flagga sýndarlækkun sjáðu.
Dax (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 03:38
Panta bara bein, þ.e. af AliExpress, AliBaba eða eitthvað álíka. Þá þarftu ekki að eiga við kaupmanninn á horninu ;)
Garðar Valur Hallfreðsson, 2.7.2014 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.