Nei, nei, nei og aftur nei !!!

WHO hefur fyrir löngu síðan , farið þess á leit við aðildarríkin, að allt sé gert til að takmarka aðgengi að áfengi, sem og stjórna neyslu með verðlagi. Bretar hafa t.d. ,ekki alls fyrir löngu, hækkað verð á áfengi til að reyna að minnka neysluna.

Sá tekjumissir sem ríkið, VIÐ ÖLL, verðum af með því að missa smásöluálagninguna, hvað ætli það sé mikil upphæð ??? Og hvaðan á að ná í það tekjutap ?

Þetta er engin nauðsyn. Vínbúðirnar eru fínar og Íslendingar hafa aldrei verið í vandræðum með að verða fullir, tókst meira að segja afar vel á meðan aðeins voru 2 ÁTVR búðir í Reykjavík; við Snorrabraut og svo við Lindargötu.

Tel að þetta sé aðeins gert til þess að auka tekjur örfárra verslunareigenda. Og þær tekjur sem verslanirnar munu skila til ríkissins; OKKAR, verða klink í samanburðinum við það sem ríkið, VIÐ, fáum með því  fyrirkomulagi sem er og hefur verið og verður vonandi áfram.

 

Það hefur nú ekki gengið allt of vel að hafa opinbert og dýrt eftirlit án afleiðinga, með tóbakssölu í verslunum landssins. Ég treysti einfaldlega ríkisstarfsmönnum best til að passa að enginn versli sem ekki hefur náð tilsettum aldri til þess.

Að auki er verið að flytja opinber störf útá land og leggja á Fiskistofu niður til að flytja hana til Akureyrar. Og verði þetta að lögum, glatast enn fleiri opinber störf, þetta er jú fólk á launum hjá ríkinu, OKKUR, sem vinnur í Vínbúðunum. Og hvað með það þó við töpum smotterí í fórnarkostnað með litlum Vínbúðum vítt og dreift um landið ? Má ekki skrifa það sem landsbyggðarstyrki ?

Ég vona að þetta nái ekki í gegn.

Loforð um eftirlit og enn meira eftirlit blæs ég á. Það eftirlit sem er til staðar með öllu nú þegar, á milli himins og jarðar, á kostnað OKKAR, er nú ekki svo merkilegt að ég sé til í að bæta í það. Oh nei og nei, nei, nei !!!  Etilitið með bönkunum, FME, hvernig hefur það gengið ? Rosa vel eða hitt þó heldur, hér hrundi jú allt með stæl 2008 !!!

Svíar eru í ESB en hafa samt haldið fast í sínar ríkisreknu Vínbúðir; Systembolaget. 

Og ef það eiga að vera rök með því að samþykkja að þá geti opnað sérverslanir með osta og áfengi...vá, geta þá ekki Vínbúðirnar bara byrjað að selja osta hjá sér ! ?? Og hvað með Leifsstöð og tollfrjálst áfengi þar ??? Mun það bíða einhvers vinar til að taka við sölunni þar ? Kannski á að flokka það sem greiða og veita Fálkaorðuna fyrir að létta af okkur ,,byrðarnar" við að selja áfengi ???  Svo á að selja hlut ríkissins í bönkunum, eða gefa býst ég við, gefa orkufyrirtækin, slátra hverri einustu mjólkurkú sem við eigum !! Hvað er að mönnum sem viðhöfum kosið til að gæta velferðar okkar og hags !! ???? Á að bæta allt tekjutap með hverju...enn hærri sköttum og greiðsluþátttöku innan heilbrigðiskerfis okkar ??? Vúps, það verður búið að gefa LSH áður en við vitum af...hvernig læt ég..æji já, þá hækkar það enn meira auðvitað og verðlagning per nótt á sjúkrahúsi verður á pari við dýrsutu hótel landssins eða enn meira...

Við erum á hausnum sem þjóð og blæðum enn og munum blæða lengi í viðbót, vegna eftirlits sem brást alveg með bönkunum og engin vissa um að það sé nokkuð betra núna en fyrir hrun. Að tapa þessum tekjum og bæta á byrgðar þjóðarinnar með tekjutapinu og bæta á drykkjuvandann, er glapræði að spá í , hvað þá að samþykkja með lögum. Man ekki betur en ég hafi lesið um það að margar þjóðir öfundi okkur af okkar kerfi !! SÁÁ og Vogur búa við krónískan fjárskort og með minnkandi tekjum ríksins mun það ekki lagast !! 

 Nei, nei, nei og aftur nei !!! Það þarf ekki og á ekki að breyta því sem virkar fínt !!! Nóg er búið að eyða í fullt af flottum Vínbúðum um allar trissur og nóg er búið að gefa útvöldum vinum á landinu !!! 

 

 

 

 

 


mbl.is „Sjálfsagður hlutur að leyfa þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þú þekkir greinilega nánast ekkert itl um álagningarreglur á áfengi. Stærsti póstur ríkisins er með áfengisgjaldinu á hvert ðprósent hreins vínanda í lítra og svo virðisaukaskatturinn. Smásöluálagningin er síðan brandari ársins í hlutfalli.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.7.2014 kl. 22:14

2 identicon

Þetta er rangt hjá þér.

Viltu þá ekki taka til baka sölu á sterkum bjór og horfa upp á smyglið og ruglið í kring um það?

Þegar maður komst yfir kassa, þá var hann að sjálfsögðu kláraður strax.

Hvenig er næturlífið í Reykjavík?

Þjóðinni til háborinnar skammar.

Hef sjálfur búið í Svíþjóð og þeir eru jafn ósiðaðir á veitingastöðum og íslendingar, að ekki tala um finnana.

En það er rétt hjá þér, að íslendingar hafa aldrei verið í vandræðum að verða fullir og er ástæðan einmitt sú sem ég er að nefna hér.

Tekjutapið í ríkissjóð er örugglega lítilfjörlegt, því það verðu að sjálfsögðu greiddur skattur af áfengissölunni, eins og vera ber.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 22:17

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ríkið mun hagnast á því frá því sem nú er að þurfa ekki að sjá um smásölukostnaðinn og dreifinguna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.7.2014 kl. 22:24

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ljóta fíflið þessi predikaraandskoti.

Jóhannes Ragnarsson, 10.7.2014 kl. 23:22

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Hagnaður ATVR á síðasta ári var um 1.3 milljarður.. Þannig að ekki eru það mikil rök hjá þessum ágæta þingmanni. Losun verslunarrímis eru frekar aum rök einnig.  Þetta þýðir minni og verri þjónusta fyrir hinar dreifðari byggðir og færri störf.. Ekki gott mál...

Eiður Ragnarsson, 10.7.2014 kl. 23:38

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þið höfuðsnillingarnir með sleggjudómana án þess að hafa minnstu hugmynd um reglur og upphæðir og skattlagningu á vínföngum ættuð að kynna ykkur það áður en þið gasprið. Sömuleiðis hver verslunarálagning Vínbúða ÁTVR er og hins vegar kostnaðinn sem þeir hafa af dreifingu. lagerhadli og verslunarrekstrinum.

Hagnaðurinn liggur í vínandaskattinum að stofni til. Hann er einfalt eins og með aðra tolla hægt að taka í tollafgreiðslu og sleppa síðan öllum öðrum kostnaði á vegum ríkisins. Heildsalar og smásalar leggja síðan á restina af leiðinni og sjá einnig um kostnaðimnn af flutningi og öðru. Ríkið fær af sinn hlut til viðbótar í starfsmönnum heilsalanna og smnásalanna, sem fjölgar við yfirfærsluna þannig að Eiður, þar geta ríkisvínsölumennirnir fengið vinnu sem almennir launamenn í þjóðfélaginu. Eintómur hagnaður í svona breytingu fyrir ríkið. Bara hirða álagninguna sem er nú þegar hjá þeim en sleppa öllum kostnaði.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.7.2014 kl. 00:06

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Einu sinni í fyrndinni var allt áfengi bannað í USA. Til þess að þóknast bindindisfélögum.

Það fór illa, og þeir eru enn að súpa seyðið af því.

Flettu því upp.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.7.2014 kl. 06:45

8 identicon

ERT þú nokkuð í glasi Hjördís ??

Kristinn J (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 07:01

9 Smámynd: Sólbjörg

Í matvöruverslunum hér á landi er þekkt að börn vinna við afgreiðslustörf, svo rammt kveður að því að gestir hér á landi tala um að þeir hafi aldrei fyrr komið í verslun þar sem bara börn vinni í afgreiðslu og við áfyllingu. Það er ólöglegt að yngri en 20 ára afgreiði áfengi, þá þarf að ráða eldra fólk sem er á hærri launum en unglingar sá kostnaðarliður fer út í verðlagið því auknum kostnaði alltaf velt út í verðlagið. Störf unglinga létta undir með mörgum fjölskyldum, en líklegast hverfur sá tekjumöguleiki hundruðu ungmenna ef áfengi verður selt í verslunum.

Sólbjörg, 11.7.2014 kl. 08:00

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í fréttinni er aðeins fjallað um þær kostnaðarsömu breytingar sem verslanir þurfa að fara útí svo þetta geti orðið að veruleika, hver haldið þið, sem eruð þessari breytingu hliðholl skyldi nú greiða fyrir þessar breytingar????  Álagning matvöruverslana er 40% en álagning vínbúðarinnar er 10%, svo það er nokkuð ljóst að áfengisverð HÆKKAR umtalsvert verði af þessum breytingum.  Ég veit ekki með aðra en mér finnst áfengisverðið alveg nógu og hátt í dag........

Jóhann Elíasson, 11.7.2014 kl. 09:42

11 Smámynd: Sólbjörg

Reynsla Dana er að það er mest bara miðlung gæði og verri vín i dagvöruverslunu úrvalið takmarkað, ef gæðavín fást í þessum matvöruverslunum eru þau mjög dýr og úr litlu að velja. Þess vegna hrósa því margir að í ATVR er mikil fjölbreytni og þar má fá úrvals gæðavín á góðu verði, sama gildir í sænska Systembolaget. Hægt er að fá þar afbragðs vín á góðu verði. Fólki á eftir að bregða við líklegar breytingar hvað varðar gæði versus verð. Áfengisverð mun líklega hækka mikið.

Sólbjörg, 11.7.2014 kl. 13:57

12 identicon

Og hvers vegna geta verslanirnar ekki selt áfengi á sömu nótum og verslanir erlendis? Er það þá rétt, að íslendingar eru vanþroskaðri en aðrar þjóðir og geta ekkert nema með forræðishyggju einhverja stjórnmálavitrunga?

Þetta er sama þruglið og þegar sterki bjórinn var leyfður.

Og hvað svo?

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 14:05

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Valdimar.

Því miður rétt hjá þér. Þetta er sama mantran og söngluð var um áratugi gegn víni og bjór.

Það er auðveldara að auka fjölbreytnina en núverandi fyrirkomulag býður upp á með því að leyfa hvaða kaupmanni sem er að selja áfengi, það er samkomulag á milli heildsalans og kaupmannsins ekki ríkisstarfsmanns (möppudýrs) með ógrynni af reglum um hver má selja og hvað.

Í Bandaríkjum Ameríku er mjög strangt tekið á því að menn virði aldurskaupareglurnar og gætum við tekið mið af þeim starfsháttum. Ég þekki íslending sem bjó lengi í BA og keypti alltaf flest það sem hann vahagaði um hjá „kaupmanninum á horninu“ í næsta nágrenni frá heimili sínu. Þessi var um þrítugt þegar hann bjó þarna ogsíðan í mörg ár á eftir. Þetta var lítil verslun og allir starfsmenn þekktu kunningja minn og hann alla ´versluninni. Hann geip stundum kippu af bjór fyrir helgar með matnum sem og stundum rauðvín allt eftir því hvað hann hafði keypt hjá þeim í matinn. En í hvert skipti sem hann greip eitthvað með vínanda þá var hann krafinn um skilríki og hann sýndi þau ávallt. En í eitt skpti sem hann greip kippu af bjór þá var hann ekki með skilríkin því hann hafði farið í annan jakka en skilríkin voru í þegar hann fór út í verslunina. Þá sagði unga stúlkan sem afgreiddi hann að hann tæki þá bara kippuna næst þegar hann kæmi og ýtti kippunni á hliðarborð. Þá kom upp íslendingurinn í kunningja mínum og benti á að allir í versluinnin þekktu hann eftir margra ára viðskipt og hann hefði ávallt sýnt skilríki, enda þegar þarna var komið sögu orðinn 34. ára og leit ekki út fyrir að vera undir 21., árs eins og þarna var krafist.

Sorry sagði stúlkan, ég mað það alveg að þú hefur oft keypt vín og bjór og ávallt sýnt skilríki. En reglurnar segja að ég eigi í hvert sinn að óska skilríkja. Ef eftirlitsmaðurinn sér mig hleypa þér í gegn án þess að sýna skilríki missir vinnuveitandi minn leyfið til þess að selja vörur með vínanda í og þar með missir hann hluta viðskiptamanna sinna til annarra kaupmanna og segir mér upp starfinu auk þess sem hann verður að greiða himinháa sekt fyrir það ef ég óska ekki eftir því að þú sýnir skilríki.

Það er ekki flókið að setja upp svona reglur og fylgja þeim eftir. Núverandi forstjóri ÁTVR getur haldið starfi sínu sem fælist þá í því að fara á milli verslana með vínsöluleyfi og fylgjast með því að stúlkam við sjóðvélina ´ski skilríkja af viðskiptavinum með bjórflösku.

Engin eldflaugavísindi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.7.2014 kl. 17:22

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hraðritunapúkinn á ferð. Síðustu setningarnar áttu að vera svona :

................fylgjast með því að stúlkan við sjóðvélina óski skilríkja af viðskiptavinum með bjórflösku.

Engin eldflaugavísindi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.7.2014 kl. 17:28

15 identicon

Ég efast ekki um það Hjördís, að þú hafir farið til útlanda og

notið þess að geta farið í stórmarkað til að versla, og

jafnvel notað tækifærið í leiðinn til að kaupa þér áfengi,

ef slíkt væri tilefnið.

Hins vegar er ég algjörlega á móti fólki eins þér, sem

villt með forræðishyggju, ákvarða, hvað og hvenær ég kaupi

eitthvað  sem mig langar til.

Það er bara einfaldlega þannig, að hvorki þú eða aðrir

forræðishyggjusinnar, eiga að taka þann sjálfsagða rétt

af mér, að mega að ákveða hvað ég vill versla hverju sinni.

Þetta hefur gengið vel  í mörg ár hjá þeim þeim þjóðum

sem bjóða uppá þennan verslunarmáta og þeim hefur

ekki orðið meint af. 

Hugsaðu dæmið aftur og reyndu að sjá vitleysuna í því

að ætla þér, að ákveða hvað og hvenær ég versli eitthvað

sem  þér finnst ekki halla að þinni skoðun..!!!

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 18:12

16 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Atli !

Er 18-22% ekki VERULEGA góð álging á svo dýra vöru í innkaupi ?

Þú hlýtur að vita að erlendis með 50-65% ekki einu sinni að gefa jafn mikið í hönd verslunar í silfri talið en 18-22% hjá vínbúðunum á Íslandi. Langt frá því.

Ekki reyna að blekkja umræðuna með slíkum draugasögum um hábjartar nætur sumarsins.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.7.2014 kl. 23:57

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef þetta verður ofaná, þá fækkar störfum úti á landi, og ekki megum við við meiri samdrætti. Einnig verður þetta til þess að úti í hinum smærri byggðum fækkar tegundum sem hægt verður að kaupa, eða heldur einhver í einfeldni að Bónus og Samkaup muni sitja uppi með einhvern lager af vínum og bjór? Nei þar verður bara hægt að kaupa það sem selst mest af.

Og staðreyndin virðist vera sú að verð mun hækka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2014 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband