13.10.2014 | 09:49
Hefna skrattarnir Íslendingum ?
Þetta var afar djarft en um leið mjög þarft að loka á þessa fjandans skratta ! Takk fyrir það ISNIC. Og um leið, kæru Alþingismenn, setjist nú niður í snarheitum, og betrumbætið lögin okkar, svo það þurfi ekki að hika ef þetta gerist aftur. Minnsta mál að setja í lög að allt sem tengist þessum ISIS skröttum, hverji nafni sem það nefnist , bæði í Net-og Mannheimum, sé einfaldlega ólöglegt, sem og að hver sá sem býr hér eða hyggst búa hér, sé bannað að styðja þá á nokkurn hátt. Slíkt brot myndi fela í sér tafarlausa brottvísun og ævilangt bann að koma til Íslands.ISIS hefur fyrirgert sér öllum réttindum.
En nú er spurning hvort þessir skrattar hefni sín á Íslandi eða / og einhverjum Íslendingum ? Eða munu þeir gera mega netáráris og íslenskar síður ? Á eitthvað svo erfitt með að trúa að þeir láti þetta alveg eiga sig. Er maður kannski sjálfkrafa í hættu með því að skrifa gegn þeim ? Rétt vona ekki auðvitað en þessi samtök eru það skelfilegasa sem ég man eftir , frá því ég byrjaði að fylgjast með fréttum. Og þá þarf að stoppa með öllum ráðum tiltækum og Ísland þarf að vera með í því á allan hátt og borga það sem þarf svo það sé hægt, getum ekki eftirlátið það nágrannaþjóðum okkar með sitt fólk og fé.
ISNIC lokaði léni íslamska ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei, þetta er góð auglýsing og það er ekkert mál að færa síðuna annað. Þeir hrósa sigri að hafa fengið okkur til að óska eftir ritskoðun, skoðanakúgun og takmörkunum á frelsi. ISIS 1 - Ísland 0
Eins fagna stjórnvöld því að hafa fengið stuðning almennings til að setja lög sem gera þeim kleift að loka á þá sem ekki eru þeim að skapi. Kínverskt internet svo við sjáum ekkert sem stjórnvöld vilja vernda okkur fyrir. Mikil er gæska stjórnvalda að vilja taka að sér flokkun fyrir okkur heimskan almúgann sem ekki getur myndað sér sjálfstæða skoðun nema fá eingöngu valið efni og vottað af stjórnvöldum.
Ufsi (IP-tala skráð) 13.10.2014 kl. 10:29
Ufsi. Þvert á móti þá leiddi þetta mál í ljós að það þarf engin ný lög, sérstaklega ekki um ritskoðun, til þess að taka á þessu. Við nánari athugun á reglum ISNIC kom í ljós að þær gera þá kröfu til lénaskráninga að ábyrgðarmaður léns sé staðfestur sem raunverulegur aðili en ekki falskt auðkenni og jafnframt að notkun lénsins sé í samræmi við (íslensk) lög. Þar sem hvorugt skilyrðið var uppfyllt í þessu tilfelli var sú ákvörðun að taka lénið af skrá, ekkert annað en borðleggjandi.
Ef þú gerir eitthvað ólöglegt á internetinu, þá er það nú þegar ólöglegt. Alveg eins og það var fyrir daga internetsins.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2014 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.