Nýtt aðsóknarmet í vændum - hækkið og njótið !

Neðst er linkur úr sýningunni..

 

Ég skellti mér á forsýningu í Borgarleikhúsið í gærkvöld 17/3, ásamt góðum hóp af 20 manna yndislegum vinahóp og við sáum ævisögusöngleikinn um Ellý Vilhjálms <3 ( hún var skýrð því fallega nafni Henný Eldey sem hún svo stytti). Þetta er svo stórkostleg sýning a allan hátt að mig langar mjög mikið til þess að fara aftur. Það er ekki eitt atriði sem ekki var fullkomið, ekki slegin feilnóta í hljóðfæraleik, ekki falsnóta sungin og leikarar allir stóðu sig uppá 10 í hlutverkum sínum. Sviðið vel heppnað , búningarnir æðislegir, hárgreiðslur sömuleiðis. Margsinnis var ég næstum farin að hágráta, þetta voru allt saman svo flott lög eins og við öll þekkjum sem höfum einhverntímann heyrt einhver laga hennar. Aðaleikkonan, Katrín Halldóra,  stendur sig svo vel að engu líkara er en að hún sé Ellý endurfædd, bæði framkoma, útlit og röddin. 

 

Og söngkonan sem lék Ellý, maður lifandi ! Fáguð, hljómfögur röddin hennar er svo falleg, svo vönduð, svo sterk, svo veik, svo stórkostleg að ég bið til Guðs og vona að aðstandendur sýningarinnar gefi lögin öll út á disk ( þá bæði orginal upptökur með Ellý og svo söngnum í sýningunni ) og helst af öllu geri flottan dvd disk með öllum lögunum í fullri lengd og í þessu sama umverfi og búningum. Já og líka á vínyl of course, annað væri stílbrot <3 allir unnendur góðrar leiklistar og fallegs söngs geta ekki annað en hrifist af þessu verki og um leið af okkar ástælustu og dáðustu söngkonu Ellý Vilhjálms. Það er auðvelt að elska þessa stórkostlegu konu og lífssögu hennar alla , finna til með henni og lífshlaupihennar og fórnum, enda ekki auðvelt né viðurkennt á þeim tíma að konur ættu sér frama og síst af öllu að sá frami væri á skemmtistöðum landsins, þá fengu konur gleðikonustimpil og það er afar sorglegt <3 En Ellý lét það sem betur fer ekki stoppa sig og snéri því yfir í að vissulega væri hún afar glöð kona sem elskaði að syngja. Ég gef sýningunni 5 stjörnur af 5 mögulegum og gæfi fleiri stjörnur ef fleiri væru á gagnrýmisskalanum.

 

Ég spái því að þessi sýning eigi eftir að slá nýtt aðsóknarmet og að fleiri sýningar verði settar upp í þessum anda og stíl og í svona sal þar sem gestir sitja við hringlótt hvítuppdúkuð borð með kertaljós og vínglas ( y) Þakið ætlaði að rifna af húsinu af standandi lófataki. Við öll sem fórum saman vorum mjög ánægð með sýninguna og maður sá að allir áhorfendur voru agndofa af gleði sömuleiðis , það duldist engum sem þarna voru. Það er óhætt að fullyrða að allir tónlistaunnendur geta auðveldlega hrifist af sýningunni og Ellý um leið , bæði lífi hennar, sorgum , sygrum og söngnum, þó svo að hafa aldrei heyrt um hana eða muna eftir henni á meðan hún lifði og söng og skemmti.  Sjálf hef ég fram að þessu ekki spilað tónlist hennar en mun gera það hér eftir. 


Ég vona að FB vinur minn Jón Viðar Jónsson gefi henni fleiri stjörnur en ég ef mögulegt er <3 og trúi engu öðru en sýningin muni gleðja hann á allan hátt og fylla hann af slíkri jákvæðni og kærleik að hann komi fljúgandi út eftir sýninguna með bros allan hringinn og skrifi sinn allra jakvæðasta dóm a ferlin sínum,  annað er einfaldlega útilokað <3

Leikstjórqnum Gísla Erni Garðarsyni vil ég þakka fyrir að færa þjóðinni þessa hjartnæmu sögu og stuðla þannig að því að minningin um Ellý lifi að eilífu. Hann fær sömuleiðis 5 stjörnur af 5 mögulegum. 

 

Hér er linkur úr sýningunni,, Allt mitt líf "  ég tárast að hlusta á meðan ég skrifa þessi orð : http://www.ruv.is/frett/hulunni-svipt-af-elly


mbl.is „Maður er búinn að sjá fullorðið fólk gráta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband