23.3.2012 | 19:40
Sameiningar Biskup
Ég vona að nýjum Biskup auðnist sú gæfa að efla kirkjuna okkar og verja fyrir árásum, sér í lagi þeim sem koma úr netheimum og með beittasta vopninu, tungunni, þólyklaborðið sé þar í milli. Bæði prestar og sóknarbörn. Þeir sem sjá allt á hornum sér þegar mál kirkjunnar ber á góma, endilega leyfið henni að amk að vera í friði. Þeir sem vilja hafa hana áfram, standið með henni og verjið þegar á hana eða þjóna hennar er ráðist. Mér hefur oft sviðið við að lesa það sem skrifað er í netheimum og enn meira við að sjá að því er oftast leyft að viðgangast óáreitt með öllu. Líka kirkjunni og þjónum hennar. Þögnin hefur verið æpandi hávær að mér hefur þótt. Það þykir almennt svo púkó að standa með kirkjunni og viðurkenna trú sína á Guð. En það þykir mér ekki. Ég er kannski svona púkó að mati einhvers, en þá so be it. Guð hefur ekki gert mér neitt slæmt né kirkjan, heldur þvert á móti.
Óskandi að sátt muni ríkja um nýjan Biskup sem og þessa kosningu og að það þurfi ekki kærumál og fleira að koma upp í kjölfar þessa milliriðils. Persónulega skiptir mig engu máli hvort nýr Biskup er kona eða karl. ég treysti þeim öllum sem buðu sig fram til að standa vörð um kirkjuna okkar. Ég held að það vilji fáir, ef á reyndi, sjá það gerast að kirkjan okkar deyji. En það mun hún gera hægt og rólega að óbreyttu. Mörg trúarbrögð verja trú sína með kjafti og klóm og skammast sín ekki neitt fyrir það. Það tökum við sem hér búum vonandi okkur til fyrirmyndar. Það er eitthvað að þegar fólk viðurkennir fúslega t.d. að horfa á klám , en það viðurkennir ekki trú sína á Guð, þó það eigi hana innst inni. Vinsælast er í neyð, að fólk kalli á Guð, hvort sem það gerist í hugsun eða upphátt.
Einstein sagði: ,, Það eru ekki illmenni sem skemma heiminn, heldur þeir sem horfa aðgerðarlausir á".
![]() |
Agnes og Sigurður með flest atkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2012 | 14:01
Forn Tax Heaven
Aumingjas sá gaur sem ætlaði sér að koma þessu undan skatti á sínum tíma...fyrst nú að finnast ! Eða kannski að þetta hafi verið ,, lán" sem hann fékk án nokkurra veða, hver veit ? Að hafa svo dröslað þessu alla leið til Bretlands að auki og svo ekki náð að eyða þessu og enginn annar heldur. Hann hefur kannski týnt PIN númeri þess tíma, fjársjóðskorti sínu ?
Vonandi að það taki ekki jafn langan tíma að finna allt það fé sem hvarf héðan í aðdragandi hrunsins, engum til gagns nema söfnun framtíðarinnar... ;) Verst að þetta er allt rafrænt í dag, en það finnast kannski einhver PIN númer á pappír, hefði þó verið betra ef þetta væri allt enn í klinki, pínu erfiðara að koma því undan eins níðþungt og það er, í miklu magni allavega.
Vona að ráðamenn um allan heim fari nú að átta sig á að það að koma háum fjármunum undan er ekki neitt nýtt, svo það er kominn tími á að þetta verði ekki hægt lengur. Allt rafrænt og rekjanlegt, svo mestmegnis allavegana. Ráðamenn til forna myndu án efa blóðöfunda þá nútíma tækni sem við höfum og ættum að nýta betur. Pínu meira mál að rekja slóð peninga til forna en það ætti að vera í dag. Spurning um vilja til að leysa þetta, sem kannksi skortir ?
![]() |
Fundu 30 þúsund rómverska peninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2012 | 11:55
Glæpahyski
Erum við það í augum bankanna sem treysta okkur ekki en við eigum að treysta þeim ? Rak augun í þrusugóða grein Arnar Gunnlaugssonar, byggða á hans eigin reynslu, sjá hér :
Stiklað á stóru, að þá hefur Örn verið í viðskiptum með fyrirtæki sitt í sama banka í mörg ár og nokkrar milljónir liggja þar að öllu jöfnu. Hann sótti um fyrirtækjakreditkort og þá fór bankinn fram á sjálfskuldarábyrgð á kortið. Óskaði þá Örn eftir að bankinn ábyrgðist skriflega innistæðu síns fyrirtækis en...því NEITAÐI bankinn !! Þykir Erni þetta til marks um að bankinn hafi ekki traust á sínum eigin bankarekstri og tek ég undir það sjónarmið.
Við eigum að treysta bankanum alveg blint, amk með innistæður umfram þessar frægu 20 þúsund Evrur hjá eintaklingum en sennilega ekki hjá lögaðilum..? En traustið þarf að sjálfsögðu að vera gagnkvæmt eins og Örn bendir réttilega á. Flott hjá þér Örn að þora að gera kröfur til bankans og ég vona að grein þín fái næga athygli til þess að umræða skapist um þetta í samfélaginu sem vissulega er þörf á. Vona að þú látir ekki undan kröfum bankans !!! Hættum að óttast bankana og förum fram á að okkur sé treyst. T.d. ætla Karen Millen og Hagar í mál við bankana, sem ég vona að fleiri geri og þori.
Bankar eiga ekki að drottna yfir viðskiptavinum sínum með ógnarvaldi og í fullkomnu ójafnvægi fyrir flest okkar. Við höfðum fæst okkar tök á að nota bankana eins og eigin heimabanka, það voru aðeins forréttindi örfárra að manni sýnist.
Smá pæling....fer sami banki ávallt fram á sjálfskuldarábyrgð þegar fyrirtækjakreditkort eru gefin út ? Líka hjá ,, stóru köllunum" ????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2012 | 10:28
Komið til að vera ?
Munu allir þeir sem lenda í svipuðum málum fá jafn mikið pláss í fjölmiðlum til að segja frá því sem gerðist og tjá líðan sína og þá með nafni og myndum í hvert sinn ? Eða verður látið skipta máli hver á í hlut hverju sinni í jafnræðissamfélaginu okkar ?
Vona að þessu máli ljúki með sátt allra sem hlut eiga að máli sem allra fyrst.
![]() |
Systir Guðrúnar svarar Bryndísi Schram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (69)
23.3.2012 | 00:22
Er Ave María íslenskt ?
Í fréttinni kemur m.a. fram :
,,Víkingur Heiðar Ólafsson kom fram á athöfninni, en hann var tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2009. Víkingur Heiðar lék tvö íslensk lög fyrir verðlaunaafhendinguna, Sofðu, sofðu góði og Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns."
Þar sem þetta kemur fram hér, langar mig að athuga hvort einhver viti söguna með þetta fræga lag; Ave María. Google er meira á því að þetta sé eftir Bach og textinn eftir Schubert....hver veit þetta ?
Langar svo að grípa tækifærið hér og nú og fræðast um þetta. Frekar kjánalegt að segja að Íslendingur hafi samið þetta ef það er svo ekki alveg rétt eða maður veit þetta ekki almennilega.
Óska annars ML til hamingju með verðalunin fyrir bók sína ;)
![]() |
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs til Noregs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.3.2012 | 23:30
Konur sem hata karla
? Eða hefur jafnréttið sýnt á sér skuggamynd sem birtist í þessum glæpum sem nú beinast að körlum ? Konur stunda sem betur fer sárafá ofbeldiglæpi og það er vonandi að það haldist þannig áfram. Svo óvenjulegt er þetta og sem betur fer, að lögin í Zimbabwe ná ekki til kvenna sem nauðga, kemur m.a. fram í fréttinni. Ein tilgátan er að þetta eigi að koma í veg fyrir að það upplýsist um glæpi..virki þessi hugsanlegi svartagaldur þá munu þær sleppa með glæpi sína.
Hver hefði trúað að slíkt gæti gerst ? Vonandi að þetta verði stöðvað og að þetta breiðist ekki um heiminn. Nóg ofbeldi er fyrir og ekki þörf á að bæta neinu við það sem þegar er. Annars hélt ég að þetta væri heiti á skáldsögu þegar ég las þessa fyrirsögn, svo ótrúlegt er þetta.
![]() |
Konur nauðga körlum á hraðbrautum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.3.2012 | 18:32
Ókeypis SMS úr sögunni
Af hverju má ekki neitt vera frítt á þessu blessaða landi ? Póst-og fjar bannar þetta, meö þeim rökum að móttakandinn hafi ekki samþykkt FYRIRFram að móttaka auglýsingar með sms í gegnum já.is.
Erum við yfirleitt að samþykkja að horfa á auglýsingar ? Samþykkjum við t.d. auglýsingar , hátt og snjalla og með upplýstu samþykki, þegar við borgum okkur inná bíó ?
Held að þetta muni koma sér illa fyrir marga. Eitt af fáu jákvæðu tekið frá neytendum ;(
![]() |
Nafnlaus sms úr sögunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.3.2012 | 16:03
Hættum bara
Að reyna að sigra fyrirtæki landssins, þeas þau stóru. Sem og aðra s.k. athafnamenn, þeas þá stóru.
Þetta mál hófst fyrir 15 árum síðan, árið 1997 !!! Tók svo langan tíma að finna flöt á sýknu ? Var það fókusinn ? Fór tíminn og orkan í það ?
Ef þetta fer á þennan veg með öll þau mál sem verið er að rannsaka vegna hrunsins, þá er alveg eins gott að viðurkenna ósigur strax og hætta að leyfa almenningi að vona að eitthvert réttlæti nái fram að ganga. Þau mál sem eru afgreidd hjá Sérstökum saksóknara fram til þessa, eru 66 mál felld niður og 3 sektir, það er alles!
Höldum okkur bara við þá sem játa brot sín skýlaust og geta ekki varið sig. Kerfið hefur mesta þjálfun í þeim brotum hvort sem er! Sigra þar nánast alltaf á skömmum tíma og fyrir lágar fjárhæðir samanborið vð t.d. þetta 15 ára gamla mál sem enn er ekki lokið!
Og svo kunna þeir sem stjórna þessum fyrirtækjum engan veginn að skammast sín. Það var ekki neitt sem bannaði þeim að una sektinni sem þeir fengu á sínum tíma en eiga nú að fá tilbaka með vöxtum frá ríkinu; OKKUR. VIÐ EIGUM AÐ ENDURGREIÐA ÞEIM og það voru þeir sem sviku OKKUR með samráði !
![]() |
Á þetta er ekki unnt að fallast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2012 | 10:15
Rússnesk rúlletta
Það þykir mér allavegana og vona að fólk falli ekki í freistni, enn og aftur. Endurskoða vexti á 5 ára fresti, enn ein rússneska rúllettan sem bankar landsins vona að við bítum á. Beinlínis hættulegt tilboð. Bankinn telur sig græða á þessu, enda 100% öruggt að bankinn býður aðeins það sem hann græðir á. Við þurfum ekki að halda neitt annað, amk er hann ekki að bjóða eitthvað sem hann sér fram á að tapa, held ég sé óhætt að slá á fast. Auðvitað verður fólki talin trú um að vextir geti líka lækkað...en við þurfum ekki annað en að líta nokkur ár tilbaka, hámark 10 ár, til að sjá og vita að líkurnar á því er nánast ENGAR. Staðreynd fortíðar segir okkur það. Að vísu hafa stýrivextir verið nokkuð lágir að undarnförnu en það var stutt og óvenjulegt ástand, þeir eru á uppleið og voru hækkaðir í vikunni um 0,25 prósentustig, eins og fram hefur komið.
Í fréttinni kemur eftirfarandi m.a. fram: ,, Lækkunin tekur til nýrra verðtryggðra húsnæðislána með föstum vöxtum með vaxtaendurskoðunarákvæði á 5 ára fresti. "
Þetta kom til tals eftir hrunið og á endanum féllu bankarnir frá endurskoðunar rétti sínum, hjá þeim sem höfðu tekið húsnæðislán með þessum skilmálum. Minnir að þá hafi verið að tala um 7% eða 8 % vexti plús verðtryggingu. Margir voru þá með hnút í maganum, eðlilega. Man ekki hvort þá hafi komið fram hversu margir það voru sem höfðu fallið fyrir sama tilboði þá, en þetta byrjaði 2004 þegar bankarnir komu inná húsnæðislánamarkaðinn og þetta var þá ein af nokkrum gullrótum þeirra til að lokka fólk til sín; hunang sem virkaði á of marga amk.
Látum ekki 2007 ruglið endurtaka sig. Ekki er allt gull sem glóir. Hrunið ætti að amk að hafa kennt okkur það. Föllum ekki fyrir gylliboðum sem þessum, sama hvaðan þau koma. Hvaða skoðun hefur spara.is á svona tilboði ? Ég efast um að þeir mæli með slíkri áhættu, yrði satt að segja mjög hissa ef þeir gerðu það.
![]() |
Íslandsbanki lækkar húsnæðisvexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2012 | 09:12
Norðurljósin seld
Kannski að Einar Ben hafi verið að meina þetta með þessum hætti , þegar hann talaði á sínum tíma um að selja Norðurljósin ? Hann var kannski bara misskilinn, hvað veit ég.
Þetta þykir mér frábært og afar jákvætt. Norðurljósin okkar eru töfralistaverk okkar sem taka stöðugum breytingum og eru sveipuð magnaðri dulúð á ævintýralegan hátt. Í hvert sinn sem ég sé þau, á ég erfitt með að trúa augum mínum. Ég er einlægur aðdáandi þeirra og elska þau! Svo ég á afar létt með að skilja ferðamenn sem kaupa sér ferðir hingað til að sjá þau. Hvað við megum vera heppin að við þurfum þess ekki, að eitthvað sé frítt fyrir okkur að njóta ótakmarkað og um alla eilífð. Svo sannanlega endurnýjanleg auðlind.
![]() |
22.000 farþegar skoðuðu norðurljósin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)