Ókeypis SMS úr sögunni

Af hverju má ekki neitt vera frítt á þessu blessaða landi ? Póst-og fjar bannar þetta, meö þeim rökum að móttakandinn hafi ekki samþykkt FYRIRFram að móttaka auglýsingar með sms í gegnum já.is.

Erum við yfirleitt að samþykkja að horfa á auglýsingar ? Samþykkjum við t.d. auglýsingar , hátt og snjalla og með upplýstu samþykki, þegar við borgum okkur inná bíó ?

Held að þetta muni koma sér illa fyrir marga. Eitt af fáu jákvæðu tekið frá neytendum ;(


mbl.is Nafnlaus sms úr sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ímynda mér að þessi þjónusta verði samt áfram inn á nova.is

Bjarni Rúnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 22:39

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Er hægt að nota nova.is fyrir númer Símans og Vodafone, veistu það Bjarni ?

Veit það hefur ekki verið hægt að senda af ja.is á nova númer.

Hefði haldið að ja.is ætti að geta boðið fólki uppá að skrá sig á lista ef það vill ekki fá sms af síðunni þeirra, ætti að vera minnsta mál. Maður fær auglýsingar án þess að hfa beðið um þær eða samþykkt, í póstkassann svo ég skil ekki alveg muninn á að þetta sé allt í einu bannað ?

Og ég vona að fjölmiðlafólk tali við Póst-og fjar til að athuga hversvegna þetta var gert og hvort þetta var skipun sem ja.is varð að hlíða í hvelli eða fá annars sekt. Eða hvort þetta var pen áminning, ef svo, þá er ja.is merkielga fljótt að bregðast við. Lítur út eins og ja.is hafi gripið þetta sem tækifæri til að rukka fyrir þetta. Annars er ok að hafa þetta með nafni sendanda, veit ekki hvort mér þyki það ok að hægt sé að senda tilbaka ? Lítil fyrirtæki hafa t.d. notað þetta til þess að minna á tímapantantanir.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 22.3.2012 kl. 23:06

3 identicon

Ég hef reyndar aldrei látið reyna á það, en einhvernveginn finnst mér eins og að ég hafi heyrt áður að það sé mögulegt, þ.e. að senda sms í Vodafone og Síma - síma af nova.is. En já, algörlega sammála, að maður gæti skráð sig á lista yfir númer sem hefur samþykkt skilmála ja.is (eða nei.is fyrir þá sem það vilja) og þar með samþykkt að fá ruslpóst neðst í hverju sms-i.

Bjarni Rúnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 23:22

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Þeir gætu vel leyst þetta á þennan hátt Bjarni, ef þeim myndu vilja. En þeir vilja sennilega taka þetta af okkur til að græða meira og meira...eins og það sé ekki nóg sem maður borgar nú þegar til símafyrirtækja að þeir ættu nú að geta haft einhver smá jákvæð fríðindi á móti.

Fyrir mig er þetta ekki gott. Synir mínir hafa getað notað þetta frá útlöndum þegar þeir hafa þurft að koma skilaboðum til mín asap. Svo fyrir okkur er þetta slæm breyting. En á móti kemur að þeir tapa, vegna þess að venjulega hef ég hringt til útlanda á móti. Símtölum fækkar þá sem er tekjutap fyrir Símann, amk frá mér.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 22.3.2012 kl. 23:37

5 identicon

Nova er bara með frítt í nova númer, hins vegar er hægt að fara inn á vodafone og senda á alla ... nema Nova :)

Helga (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 20:23

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Helga, vonandi að það haldist óbreytt hjá þeim; frítt og sama einfalda og aðgengielga kerfið. Þó evt örfáir misnoti þetta eins og annað, þá er súrt að það bitni á öllum á svo harkalega hátt eins og ja.is ætlar að gera.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.3.2012 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband