Hægt og hljótt

Hækka laun bankanna. Hversu langur tími mun líða þar til 2007 launamanía bankanna verður endulífguð til fulls og með stæl ? Kannski eins gott svo bankarinir falli nú ekki á aftur og lágum launum verði ekki kennt um að....Hversu há þurfa laun bankastjóra og annarra stjórnenda að vera til að bankar falli ekki ? Fimmföld það sem þau voru orðin 2007 ? Tífalt ? Fimmtánföld ? Tuttuguföld ? Hver er töfralaunatalan sem þarf til að tryggja að annað hrun verði ekki ? Það er jú búið að telja okkur trú um að aðeins ofurlaun tryggi það að hæft fólk stjórni bönkum...séu þau lág, fáist þangað aðeins ,,hratið" eins og einn núverandi Alþíngismanna hefur orðað það í ræðupúlti Alþingis.
mbl.is Laun í Arion banka hækkuðu um 9,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammist ykkar !

Borgarfulltrúar sem setjið ykkur á móti því að gömul og virt hjálparsamtök skuli vilja hjálpa okkar minnstu bræðrum og systrum ! Hvern hefði grunað að nokkrum dytti slíkt í hug. Held það væri nær að þakka hverjum þeim sem hefur áhuga og hjartalag til þess að vilja hjálpa þeim sem á þurfa að halda.

Mér brá svo við að lesa þessa frétt að ég þurfti að lesa hana tvisvar til að sannfærast um að ég hafi skilið hana rétt.

Hefur fólkið kvartað undan því að Hjálpræðisherrinn hjálpi þeim ? ER það óánægt ? Það held ég ekki.

 


mbl.is Vill ekki auka framlög til Hjálpræðishersins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil ekki sjá hana

En þú mátt alveg fá hana, því hún er alltof veik...hvaða aðrir þjóðarleiðtogar tala niður eigin gjaldmiðil ? Á þetta niðurtal að auka tiltrú fjármálamarkaðarins ? Hvernig á efnahagsstjórn að lagast með því einu að fá nýjan gjaldmiðil ? Það skil ég ekki.
mbl.is Gjaldeyrishöft eru eins og lyfjameðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svanir og Úlfar

Eru meðal þeirra dýrategunda sem eru hvað tryggastir við maka sína. Þeir halda að mestu leiti tryggð við maka sinn lífið út,halda hvorki framhjá né skilja. Þannig er það því miður ekki hjá mannfólkinu. Ekki einu sinni á Íslandi. Hjónaskilnaðir eru ca. 40%. Framhjáld þekkja margir af eigin raun, hvort sem viðkomandi hefur verið sá sem sveik eða sá sem var svikinn. Veit ekki hvort til séu áreiðanlegar tölur um tíðni framhjálds en ég tel að flestir telji það of algengt, svona út frá því sem lífið hefur upplýst mann um.

En Íslendingar hegða sér upp til hópa, eins og Svanir og Úlfar þegar það kemur að stjórnmálaflokkum og kosningum. Tryggðin við flokk sinn og í kjörklefanum er án efa mun meiri en tryggðin í hjónaböndum.  Í kjörklefanum ,þar sem engin sér til og enginn þarf að vita neitt, er í raun hinn pottþétti staður til að taka hliðarspor ef fólk kýs og ef fólk þorir.  Fólki er því alveg óhætt að ,,opinbera ást sína" í ræðu og riti án þess að þurfa að standa við það þegar á reynir, svona í rauninni. Allavega fólk sem er illa þjakað af þrælsótta. ,,Framhjálhaldið" í kjörklefanum mun aldrei komast upp. Merktu því við það sem þú í hjarta þínu vilt kjósa, án ótta.

Flest fólk sem upplifir sig blekkt, svikið, vansælt, vonsvikið, kúgað , eða vanrækt í hjónabandi sínu, yfirgefur á endanum hjónaband sitt og fer ekki tilbaka. Það trúir ekki að sá sem því leið illa með, á meðan makinn hafði tækifæri til, sé breytt-ur þó hann/ hún hafi byrjað í ræktinni, farið í ljós, fengið sér strípur og nýtt flott dress. Og lofi öllu fögru um að nú verði allt gott, bara ef tækifæri fáist til þess. Bara ef þú ,,kýst" mig aftur, ástin mín. Með réttu eða röngu, þá nægja ekki einu sinni óskir um fyrirgefningu. Skilnaðurinn er endanlegur, ( lang) oftast nær. Það nægir ekki heldur að senda rósir eða konfekt. Traustið er farið , það er brennt og grafið. Það verður ekki aftur snúið né annað tækifæri gefið.

Stjórnmálaflokkur, hver sem er, getur hegðað sér með nákævmlega hætti, árum eða áratugum saman en tryggðin er haldin við hann. Hversvegna í ósköpunum ???? Sama hvað hann gerir, sama hversu mikil vonbrigðin eru og svikin loforð um bót og betrun. Það breytir engu. Tryggðin helst fram í rauðan dauðann. Ekki tekið svo mikið sem eitt hliðarspor í kjörklefanum og skilnaður er óhugsandi.

Væri tryggðin í hjónaböndum jafn digg og við stjórnmálaflokkana, hversu háa skilnaðartíðni byggjum við þá við ? Innan við 5% ? Innan við 3% ? Mikið væri nú margt betra í samfélaginu okkar ef tryggðin við flokkana myndi smitast í hjónaböndin og yrði um leið jafn mikil og hjá Svönum og Úflum. Það væri óskandi.  Og svo er það mannfólkið sem er hin hugsandi vera...

Eða þá ef fólk myndi ekki hika við að kjósa annað en síðast eða þarsíðast, þegar sá sem X-að var við reyndist ekki vel, frekar en fólk hikar hvorki með hliðarspor sín né skilnaði.

Það styttist í kosningar og menn eru komnir á fullt í kosningaslag. Höldum tryggð þar sem hún er verðskulduð en verum óhrædd við að merkja ,,X-Annað en síðast" sé það óskin. Það þarf enginn að vita af því...alveg satt.

 


Eitt sinn skal hver maður deyja

Er það ekki nóg ? Þarf að hafa æruna af mönnum fyrst og hvað hefst með því ? Það jaðrar við að það að hafa æruna af fólki sé þjóðarsport. Vandlega í gegnum árin er einn tekinn fyrir í einu, hamast og hamast þar til sumir flýja land!  Sumir ná að ,,rísa upp frá dauðum" en það gera ekki allir. Þegar búið er með einn er sá næsti tekinn fyrir. Listinn er langur. Alltof langur. Hver er munurinn á því að grýta orðum í fólk þar til ekki neitt er eftir af því, eða að taka það með stæl eins og gert er í sumum menningarheimum og það er grýtt til dauða af almenningi ? Er það ekki kannski bara heiðarlegra ? Hver vill vera næstur í röðinni ? Ég held að enginn muni rétta upp hendi, enginn !

Slíkt grjótkast er fordæmt ,, amk í okkar heimshluta, og með réttu. Það þykir ekki nógu siviliserað og það þykir of grimmt og óvægið. En er það meira sivielserað að kasta ,,grjótum" með orðum og hirða æruna af fólki og þeirra afkomendum um aldur og ævi ? Eftir hverju er verið að bíða og hverju er vonast eftir ? Að fólk fremji sjálfsmorð sem í slíku lendir ? Ætli það sé tilgangurinn og markmiðið eða er vonast til að viðkomandi hafi fyrst viðkomu á geðdeild ? Því miður held ég það stundum.

Ekki hef ég nokkra hugmynd um það hvernig JBH hefur tekist á við þessa umfjöllun en ég á erfitt með að ímynda mér að þetta fari vel í hann frekar en annað fólk. Eða hversu þykkan skráp fjölskylda hans er með. Eitt er víst að hvorki JBH né hans nánustu eru vélmenni sem þolir hvað sem er og endalaust.

JBH hefur margbeðist afsökunar eins og fram hefur komið. Hann hefur viðurkennt dómgreindarskort og þetta hefur valdið sárum í fjölskyldum þeirra í áratug eða svo. Þetta er sorglegt mál að öllu leyti , bæði fyrir kornunga frænkuna sem og aðra sem standa þeim nærri. Hvað getur hann gert meira ? Ég er nokkuð hugmyndarík að öllu jöfnu og úrræðagóð svo það er mikið sagt þegar ég kem ekki auga á neitt sem hann gæti mögulega bætt við það sem fram hefur komið í fjölmiðlum að hann hafi þegar gert og reynt að gera til að bæta fyrir það sem gerðist.

Við búum ekki bara í sivileseruðu landi með réttarkerfi sem fjalla um þau mál sem þangað rata. Við erum missamála um niðurstöður þeirra. En það er sú leið sem við höfum kosið að afgreiða málin. Við erum nefnilega svo heppin að auki að við búum í kristnu samfélagi. Og það þýðir m.a. annars fyrirgefning. Sum lönd búa enn við auga fyrir auga, tönn fyrir tönn lögmálin. Er það þannig samfélag sem við viljum og að mál séu leyst með blóðugum grjótköstum á götum og torgum, án dóms og laga og án fyrirgefningar ? Ég vona ekki.

Þetta er búið og gert, bréfin voru send og ekki hægt að taka þau til baka. Það er óskandi að sár allra sem málið snertir nái að gróa og að fyrirgefning muni eiga sér stað. Annað er ekki í stöðunni.


mbl.is Mannfyrirlitning í skrifum Þóru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

12 tímar

Nokkuð löng vakt án hvíldar og svo aftur á vakt að morgni. Má vinna svo lengi í einu ? Og fékk hann næga hvíld á milli vakta ? Þetta er eins og að lesa um þrælahald.

Önnur frétt á mbl.is í dag fjallar um dóm yfir bílstjóra sem hvíldi sig ekki nóg. Þessi maður fékk greinilega ekki að hvíla sig. Ýmist of eða van.

Vona að maðurinn nái góðum bata og að fyrirtækið sem hann vann hjá láti af þvi að koma svona fram við fólk. Sorglegt að hann hafi þurft að draga þá fyrir Hæstarétt til þess eins að fá skaðabótaskyldu viðurkennda. Hann getur þurft að bíða enn eftir uppgjöri bóta.


mbl.is Kól á höndum við löndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver mun þora

Að sækja um starf forstjóra FME eftir þessa löngu rannsókn á einum manni sem virðist allt hafa gert rétt nema að hafavsagt frá  frá 2 aflandsfélögum ?( með réttu eða röngu).

Hvað kostaði það mikið að kanna Gunnar ? Mun sá maður þola ámóta skoðun á feril sinn og koma út úr þeirri stækkunarglersskoðun með 10 í einkunn ? Hver er alveg flekklaus ? Það má alveg bóka að sá sem verður ráðinn verður án efa rannsakaður alveg jafn vel ef ekki meira.

Hversu algengt ætli það sé að hinu ýmsu stofnanir séu að kaupa lögfræðiálit út og suður um starsmenn sína ? Og hver ætli heildarupphæðin sé , t.d. síðustu 5 til 10 ár ?


mbl.is Ekki hægt að áminna Gunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börn á Pillunni

Veit ekki hvort það séu merki um að ég sé að eldast eða ekki, en mér varð brugðið við að sjá frétt á RÚV nú rétt áðan. Þar sagði skólahjúkrunarfræðingur að börn niður í 11 ára stundi kynlíf og ég skildi það þannig að til standi að hjúkrunarfræðingar muni geta ávísað stúlkum Pillunni ÁN samráðs við foreldra.

Eitt er víst að ef ég ætti svo unga dóttur, þá væri ég ekki sátt við að þetta væri gert án vitneskju minnar. Ætli fólki þyki þetta almennt í lagi ? Eða skyldi ég þetta ekki rétt ?  Ég vona það.

http://ruv.is/frett/thurfa-ekki-ad-segja-fra-pillunni


Máttur þagnarinnar

Er þá samkvæmt saksóknara, orsök hrunsins, já ásamt viljaleysi eins og sjá má í annarri frétt um málið á mbl.is í dag.

Sé þetta rétt, sem ég hef enga hugmynd um....hversvegna var þögnin þá svona svakalega hávær ?

Var algjör skortur á trausti á milli æðstu ráðamanna okkar ? Og því hvað það er alltof algengt að menn keppast við að blaðara öllu sem þeim er trúað fyrir og og beina leið í fjölmiðla og nú er það í tísku til viðbótar að hlaupa sem hraðast að lyklaborðum og Tísta eða spreyja veggjakroti með trúnaðarupplýsinum á FB veggi sína...

Hvernig er þetta í dag ? Hávær þögn um mikilvæg mál ? Rétt vona að æðstu ráðamenn þjóðarinnar tali saman um hag okkar og yfirvofandi hættur. Það á ekki að þurfa að setja svo sjálfsagðan hlut í lög sem skikkar þá til þess.  En ef þess þarf, þá þarf að drífa í því.


mbl.is Ekkert rætt um vandamál bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viljaskortur

Er þá orsök hrunsins, samkæmt saksóknara...? Meðal þess sem segir í fréttinni er:

 ,,Ýmislegt hafi verið hægt að gera ef vilji var til þess."

Sé þetta rétt, af hverju skorti þá vilja til að forða hruninu ? Og hvern skorti vilja ? VAr vilji til þess að bankarnir féllu til þess hvað....að koma þeim í aðrar og ,,betri" hendur.. ? Skil ekki hvað saksóknari meinar.

Einnig er talað um að stjórnvöld hafi átt að sjá til þess að Glitnir hafi átt fyrir einhverjum greiðslum á gjalddaga....hvað með bankann sjálfan ?? Átti Glitnir ekki að sjá til þess sjálfur eða var búið að senda of mikið tol Tortula og þá á að hlaupa til ,,Mömmu" ???

Til hvers erum við með einkarekna banka ef þeir þurfa svo að hanaga endalaust í pilsfaldi skattgreiðenda en rífa svo bara kjaft þess á milli, vilja eiga hagnaðinn en dömpa vanadnum á okkur !


mbl.is Saksóknari: Geir gerði ekki nóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband