Yfirlýsing ritstjóra

Um að Mannlíf standi við fréttina...hvað tefur ?? Fréttin er búin að vera hálfan sólarhring hér á vefnum og enn ekki heyrst hósti né stuna svo ég hafi séð.

Hversvegna þegir ritsjóri Mannlífs ??? Þorir ritstjórinn ekki að standa í hárinu á hverjum sem er ???Ef ekki, þá hversvegna ??


mbl.is Ræddi ekki við dómara Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju

Agnes ;)) Ég vona að þér takist að auka virðingu á Þjóðkirkjunni, þess er þörf, eigi hún að halda lífi sem ég vona að hún geri. En það gerist ekki sjálfkrafa.

Og ég vona að Bolvíkingar fái jafn góðan prest í þinn stað.  Gott fólk og fallegt pláss sem á allt það besta skilið, hér eftir sem hingað til. Það er ávallt gott að koma í Víkina og í nágrenni, eins og t.d. útí Skálavík. Mér þykir ferlega sætt og krúttað að allir bæjarbúar og fyrirtækin skuli fagna með því að flagga. Það má alveg gera meira af slíku, og líka í Borginni okkar !! 


mbl.is Frá Bolungarvík í biskupsstól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oh boy

,,Leitið og þér munið finna"...En kommón ! Ef það þarf að kryfja konur til að finna blessaðan blettinn...hvernig í ósköpunum á þá að vera hægt að njóta hans !!! ;)) Úff, kannski er eitthvað til í því að konur séu flóknar og erfiðar... ;)) 

Eða þá að þarna loks komin skýringin á Paradís ?? Að það sé verið að lokka mann til himna með loforði um himneska og endalausa sæludvöl...;// Gott að vita að engu er þá að kvíða með árunum og að eitthvað næs og spennandi bíði...Wink


mbl.is Rússi fann G-blettinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3 valkyrjur

Munu um stund, vera í valdastöðum á Íslandi á sama tíma ! Þvílíkt jákvæð og góð landkynning !!

Jóhanna, Agnes og svo Þóra. Gangi öðrum löndum vel að reyna að toppa það !!! 

Til hamingu Agnes og ég vona að þér takist að efla kirkjuna og fá þær stöllur Jóhönnu og Þóru til liðs við þig til þess. Það er bundið í Stjórnarskrá okkar að ríkisvaldið skuli styðja og styrkja kirkjuna okkar.

Og svo sigrum við Euro...Harpan tilbúin ;)) Og svo er það gullið á Ólympíuleikunum í sumar !! Þetta ár verður gott fyrir landið okkar. Nýtum góðu orkuna inní nýja og betri framtíð sem einkennist af sátt, samræðum, samvinnu og lausnum. Það er komið nóg af þrasi, ósætti og tuði ( í bili amk..). 


mbl.is Agnes næsti biskup Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgisfrí takk !

Ég vona að allir neytendur láti það eiga sig að versla 1.maí. og taka þar með ekki þátt í að styðja við botnlausa græðgi kaupmanna sem fara á límingum við einn blessaðan frídag !! Það má vel skipuleggja sig smá og verlsa daginn áður og svo eftir. Það þarf ekki að freistast til að skjótast bara eftir einni mjölk og einum sígó pakka. Búðirnar þurfa að fá að vera eins og draugabæli 1 .maí , með ENGUM viðskiptavinum, ekki einum einasta !! Og af öllum dögum, 1.maí !! Þarf ekki að stressast of mikið vegna ferðamanna, þeir þekkja daginn frá sínum löndum.

Styðjum þá sem á að koma illa fram við, með því að leyfa þeim ekki að vera í fríi, með því að versla ekki neitt 1.maí.

Flott hjá kaupmönnum á Suðurlandi og það er óskandi að þeir fáu stóru sjái sér fært að tapa í 24 klt. !!! Það getur varla verið góður buisness sem ekki þolir nokkra lokun og helst engin frí. Áður en við vitum af verður hér allt opið á Aðfangadag, Jóladag og alla hina heilögu dagana. Við höfum hellings völd, nýtum þau!!  Leyfum þeim fáu allra gráðugustu að tapa peningum á 1.maí opnun 2012, þeir muna þá eftir það gefa fólki sínu frí 1.maí 2013 og eftir það. Að auki er algjört lágmark að fólk hafi tök á að komast á útifund sem hefð er að haldinn sé, það er jú verið að reyna að berjast einmitt fyrir bættum kjörum þess fólks meðal annars, sem nú á að þvinga til að vinna !!

Svei ykkur sem eruð svo endalaust svangir í allt gullið, svei ykkur bara !! 


mbl.is Hvetja til þess að sniðganga verslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út úr skápnum

Á blogginu sjást gjarnan komment um að fólk verði flökurt og þurfti að æla við því sem það er ekki sammála. Mér leiðast slíkar athugasemdir og þykja þær afskaplega þreyttar , ofnotaðar og ómálefnalegar. ,,Afsakið meðan ég æli" er sorglega algent að sjá. 

En að heyra þetta sama frá Alþingismanni sem viðbrögð við öðrum skoðunum en hans eigin...Kommón !! Og skamm KM að láta svona útúr þér !! Þú ert hluti af heild sem nýtur einungis 10% trausts og þetta skemmir fyrir kurteisum vinnufélögum.  Er þetta liður í átakinu : ,, Aukum virðingu og traust Alþingis " ??? Að sýna meiri hroka og ókurteisi ? Eins og það sé skortur á því !!!

Það er kreppa og blankheit og allt það..en eitt af því fáu sem má bruðla með og eyða að vild er kurteisi, virðing, hrós, þakklæti ofl. Allt er þetta FRÍTT en samt sparað. Til hvers ? Þarf kannski að taka upp sektir á fúkyrðaflaum og dónaskap Alþingismanna svo þeir fari að hegða sér á virðingarverðan og kurteisan hátt ???  ,, Svo læra börnin sem fyrir þeim er haft".

Við búum í lýðræðissamfélagi þar sem ræða þarf málin og bera virðingu fyrir og hlusta á skoðanir fólks, hvort sem það eru skoðanir Alþingismanna , almennings eða annarra. ,,Hlustaðu á okkur, því við hlustum á þig" er slagorð Bylgjunnar. Fín fyrirmynd sem fleiri mættu fara eftir. 

Sé lýðræðið farið að þvælast svo mikið fyrir mönnum, þurfa þeir hinir sömu að íhuga það af fullri alvöru að koma út úr skápnum með þá drauma sína og koma á einræði. Sem er án efa draumur alltof margra ráðamanna sem sjá orðið rautt í hverri umræðu og þjóðaratkvæðagreiðslum.

 


mbl.is Gubbupestin versnaði við ræðuhöldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum ESB refsa okkur

Þá sjáum við og aðrir betur hvað er um að vera innan ESB. Og getum þá betur ákveðið hvort við viljum vera með í klúbbnum eða ekki. Fáum skjóta kynningu á kostum og göllum beint í æð og milliliðalaust, án þess að JÁ og NEi hópar þurfi að segja orð meir. 

Það gengur ekki að láta undan hótunum. Leyfum þeim að sýna mátt sinn og vopn gegn herlausa smáríkinu sem heimurinn elskar. Í leiðinni munum við sjá hverjir vinir okkar eru, þeir sem munu styðja Ísland og höldum okkur við þá og seljum þeim fiskinn okkar !!!


mbl.is Hótar Íslandi refsiaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýring aukinna innbrota ?

Gullsmiður hér á landi sagði mér að hér á landi er hægt að labba inn með gull og það þarf ekki að geyma það áður en það er brætt. Hann sagði mér að víða í útlöndum gangi það ekki þannig fyrir sig. Mig minnir að hann hafi tekið Bretland sem dæmi þar sem gullsmiðir þurfa að geyma allt gullskart sem þeir kaupa í 3 mánuði. Komi Lögregla á þeim tíma vegna skarts sem stolið hefur verið,  ber þeim að afhenda skartið og tapið er þeirra.  Hann sagði mér að hér þurfi gullsmiðir ekki að geyma þetta og að sér þætti kerfið hér ekki vera í lagi; að hér sé þetta alltof auðvelt.  Svona skildi ég hann amk og hafi ég skilið hann rangt, mun ég eyða þessari færslu; setja hana í ,,bræðslu" ;))

Geyma gullsmiðir kannski skart sem þeir kaupa uppá eigið einsdæmi í 3 mánuði, þó svo lögin skikki þá ekki til þess ? Ég efast ekki um heilindi gullsmiða, en ég tel að skerpa þurfi lögin og setja inn geymslutíma. Og t.d. að greitt sé fyrir keypt skart að geymslutíma liðnum.

Skoðar Safnaráð allt skart áður en það er brætt ? Eða er það bara nauðsyn þegar planið er að fara með það úr landi til bræðslu ?  Af hverju sjá útlenskir gullkaupendur sér hag í að koma hingað til að kaupa skart til bræðslu ? Er það evt vegna stífari reglna í öðrum löndum um t.d. geymslutíma áður en það má bræða ???

Er eins mikið stolið af tölvum í innbrotum eftir að gullæðið rann hér á ? Hefur þjófnaður á skarti aukist á sama tíma ?

Sé þetta rétt skilið hjá mér...eru þá þessar auglýsingar óvart að hvetja til aukinna innbrota hér á landi ?


mbl.is Gullæði hefur gripið um sig á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

420 friendly

647 FB like á þessa frétt . Er það til marks um það hversu margir eru hlynntir lögleiðingu ?

Hefur verið gerð alvöru könnun á þessu nýlega ? Hversu margir nota þetta og hversu margir vilja hafa þetta löglegt. Hver er sannleikurinn um þetta; er þetta slæmt eða ekki fyrir fólk ? Hefur þetta alltaf verið ólöglegt ? Ef ekki, hver er þá raunveruleg ástæða þess að þetta var gert ólöglegt ? Var það vegna hagsmunaárekstra við áfengis-og lyfjaframleiðendur ?

Er ástandið í samfélaginu orðið svo slæmt að fólk vill bara vera stoned  til að komast í gegnum daginn ? Og íslenskt Já takk í fyrirrúmi, sem vissulega sparar dýrmætan gjaldeyrir...

Nýbúið að koma sígarettum út af börum og kaffihúsum og á þá að berjast fyrir því að fá að kveikja þar í jónum í staðinn ? Eða kannski bara að láta Austurvöll nægja...eins gott að til standi að efla Strætó, það gengur ekki að fólk sé á bílum þrælskakkt. Kannski að það sé ástæðan fyrir því að það stendur til að efla Strætó..humm.. ?

Það að Lögreglan lét þetta afskiptalaust... er það til marks um uppgjöf ? Eru það skilaboðin sem send voru út með aðgerðarelysinu ? Er þetta orðið svo algengt að þetta sé að verða eins og t.d. með bannárin í USA, sem : " Turned citizens into criminals and criminals to King´s" ?


mbl.is Reyktu að vild á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, nei, nei !

Við ( ríkið)  þurfum að byggja þessi göng sjálf og eiga þau frá byrjun, eigi að byggja þau á annað borð.

Menn sem vilja einkabuisness verða að fá lán í bönkum í einkaeigu án ríkisábyrgðar !! Eða fara í annan buisness. Það er ekki klókt að ætla að verða ríkur á að byggja göng á Íslandi og lifa á veggjöldum. Þetta lendir allt í fanginu á okkur hvort sem er. Jafnvel þó tækist að standa við afborganir uppá eflaust minnst 10 milljarða, áætlanir fara nánast alltaf langt framúr. Svo kemur að viðhaldi, þá verður talað um öryggismál og þá yrði bankað uppá hjá okkur hvort sem er og stillt upp við vegg að taka upp veskið. Við erum nýbúin að því með Farice sem dæmi. 


mbl.is Vísað til annarrar umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband