Animal Farm

Klassískt að þeir sem kvarta mest á meðan þeir eru í stjórnarandstöðu, gera svo einmitt svona þegar þeir komast að. Hvernig ætli launaþrónun ráðamanna verði þegar þeir sem nú gala hæst, komast að ?

Hækkunin ein og sér er hærri en margir hafa á mánuði og það hafa ekki alir hækkað um 27% á 3 árum. Af hverju þurfa þeir sem hafa meira og mest, ætíð að fá enn meira ? Er þeirra líf dýrara en annarra, eða eru þau bara svona glötuð í að láta enda ná saman ? 


mbl.is Laun Jóhönnu hafa hækkað um 257 þús.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg sammála

Það sem ég hef heyrt og lesið og passar við það sem hann segir. Þetta er ekki góð þróun. Virkar á mig eins og það eigi að vera skammarlegt að hadla uppá okkar Þjóðhatíðardag. Hvað varðar lagaval, þá hefði ég talið eðlilegast að lög eins og : ,, Hó, hó jibbý jei og jibbi jey, það er kominn 17.Júní" hefði glumið út um allt. Ég kíkti í miðbæjinn ca. 2 klt og það var næs, en ég amk heyrði ekki lög á við þetta. Ég er ekki á móti erlendri menningu, langan veg frá og ég óska eftir að ekki verði snúið útúr á nokkurn hátt. En ég verð að segja að mér þykir ekki sniðugt að hafa einhver útlensk lög og magadans á þessum degi, eins og var á Austurvelli þegar ég var þar, beint fyrir framan Alþingishúsið okkar. Þetta er okkar dagur og allra sem hér búa og á að vera þjóðlegur og það er ekki nokkur skömm af því. Að auki erum við með fullt af gestum frá ólíkum löndum og þeir eru án efa forvitnir um að sjá smá íslenska menningu. Tónlist og dans sem ég nefni eru í fínu lagi á öllum öðrum dögum en á 17. Júní. Það er verið að fagna sjálfstæðisbaráttu okkar og það höfum við gert síðan 17.júní 1944 og eigum að gera stolt áfram  ;))
mbl.is Gagnrýndi hátíðarhöldin 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo læra börnin

Sem fyrir þeim er haft !

 

 


mbl.is Nýju þingmennirnir ókurteisari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TV á vinnutíma

Merkilegt jafnræðissamfélag...þetta leyfist nú fæstum. Veit vel að þeir vinna oft langt fram eftir, en mér þykir þetta ekki í lagi á fullum launum á virkum degi og á vinnutíma.
mbl.is Þingmenn horfa á EM á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarstripp

Nokkuð töff hjá þeim og óskansdi að þau nái árangri með þessu. Og töff slagorð hjá þeim ;))

Það er óskandi að almenningur þurfi ekki að gera það sama til að ná til banka og ráðamanna með að leiðrétta íbúðalánin, afnema verðtrygginguna ofl., listinn er langur. Alltof langur. Því miður. Það er líklegast af því að þeir sem stjórna, sjái hreinlega ekki fólkið í landinu !!! 

Nema það fari svo að fólk mæti nakið á Austurvöll hvort sem er með þessu áframhaldi, þegar ekki neitt verður eftir til að kaupa föt vegna síhækkandi afborgana af lánum og fleiru í landinu okkar.  Verst hvað það er sakoti kalt oft, en við erum hörð af okkur og ættum að lifa það af að mæta nakin á Austurvöll, ef það er það sem þarf til að ná athygli ráðamanna. EVt hefði átt að prófa það fyrir mörgum árum og löngu fyrir hrun. En það er svosem aldrei of seint. 

 


mbl.is Naktir hjólreiðamenn fylltu götur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að heyra ;)

Að það var hægt að koma þeim til bjargar. Og vonandi að þeim hafi ekki orðið mjög meint af og að  þau jafni sig fljótt og vel ;)
mbl.is Bát hvolfdi og maður fór í sjóinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir Papparazzar

Og Mogginn að spilar með, eins og væri frekar stíll Séð og Heyrt. Mikið væri nú gott ef íslensk blaðamennska stoppaði strax í þessari eltingaleiks þróun, þau eru bara að spóka sig um og það væri frábær landkynning að leyfa þeim að vera í friði !! Og um leið, benda þeim á að það er óhætt að ganga hér um án lífvarða og meira en óhætt að hafa börn með, þeim er ekki rænt hér á landi. Ég bloggaði um þetta í gær undir fyrirsögninni : ;,Fjölmiðlafrí" og læt það fylgja með hér, enda litlu við að bæta.

http://hvilhjalms.blog.is/blog/hvilhjalms/entry/1245154/#comments


mbl.is Tom og Katie á göngu um miðbæinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju !

Og ég vona að símaskráin sýni sóma sinn í því að biðjast opinberlega afsökunar á að hafa látið prenta límmiðana, sem er eitt það grimmasta einelti og mannvonska sem ég hef orðið vitni að. Og bjóði honum vænar miskabætur, sem er það minnsta sem þeir geta gert.  Svei þeim ævinlega að hafa látið sér detta í hug að gera þetta !! Svei þeim bara !!

Ekki var ég á staðnum og hef enga hugmynd um hvað gerðist í rauninni. En saksóknari hefur fellt málið niður og það er þá væntanlega einhver ástæða fyrir því. 

 


mbl.is Nauðgunarkæran felld niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlafrí

Væri ekki frábært ef það væri á einhvern hátt hægt að sameinast um það á Íslandi að láta frægt fólk algjörlega í friði, þegar það kemur hingað ? Að landið okkar, yrði þekkt og eftirsótt sem griðastaður fyrir þá sem aldrei fá frið fyrir fjölmiðlum ?

Segi ég sem las þessa frétt...;)  En ég hef oft hugsað þetta og ég vona að Íslendingar láti þetta fólk í friði á götu úti og þar sem það dvelur. Held það yrði fljótt að spyrjast út í Hollywood að á Íslandi geti stjórnurnar gengið niður Laugaveginn alveg óáreittir og lausir við myndavélar. Undanfarin ár hefur það aukist að fréttir eru birtar um svona frægt fólk hér á landi, og jafnvel frá ferðum þeirra. Tel það ekki vera góða þróun. Tel að við högnumst svo miklu meira á því að veita þeim algjöran frið og frí. Þá koma fleiri og þau gista á dýrum stöðum og eyða eflaust pínu meira en meðalferðamaðurinn. Og svo gæti það farið svo að Ísland yrði eina landið þar sem þeir fá frið. Það væri óskandi og það er vel hægt, sé vilji til þess. 

Sorglegt að Cruise hafi ekki verið upplýstur um það að það er algjör óþarfi að hafa lífverði með sér , eða hvort hann leigði þá hér. Og héðan í frá verður hann Íslandsvinur reikna ég með, sem er nú nokkuð krúttað þó það sé líka pínu púkó ;))


mbl.is Cruise og fjölskylda í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósanngjarn dómur

Fyrri leigjendur staðfestu að engar lýs hefðu verið þarna, og þau fluttu út 1 degi áður en nýjir leigjendur fluttu inn.  Fram kemur að lýs hefðu allt eins getað verið með í húsgögnum.
mbl.is Leigði út íbúð með veggjalús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband