Til hamingju !

Og ég vona að símaskráin sýni sóma sinn í því að biðjast opinberlega afsökunar á að hafa látið prenta límmiðana, sem er eitt það grimmasta einelti og mannvonska sem ég hef orðið vitni að. Og bjóði honum vænar miskabætur, sem er það minnsta sem þeir geta gert.  Svei þeim ævinlega að hafa látið sér detta í hug að gera þetta !! Svei þeim bara !!

Ekki var ég á staðnum og hef enga hugmynd um hvað gerðist í rauninni. En saksóknari hefur fellt málið niður og það er þá væntanlega einhver ástæða fyrir því. 

 


mbl.is Nauðgunarkæran felld niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Mannorðsmorð, á að dæma sem slíkt.

Björn Jónsson, 15.6.2012 kl. 20:47

2 identicon

Bara svo eitt sé á hreinu þá er málum þannig háttað með kynferðisafbrotamál öðru nafni nauðganir að fæst þeirra enda með ákæru þar sem sönnunarbirðin er vægast sagt mjög erfið. Haldið þið virkilega að það þýði í öllum tilfellum að verið sé að staðfesta sýknu? Haldið þið að það þýði að í lang flestum tilfellum séu konur að ljúga sök á menn og að allir þeir tugir kvenna sem er nauðgað og ekki er hægt að færa afgerandi sannanir fyrir verknaðinum séu að kæra til þess eins að svifta menn mannorðinu?

Það eru aðeins 3 einstaklingar sem vita hvað þarna gerðist og hverjum ert þú sem ekkert veist um hvað þarna gerðist að óska til hamingju? Mundu að þetta er hvorki dómur né sýkna heldur það að saksóknari treystir sér ekki til að sækja málið vegna ónógra sannana. Það gerist í lang flestum tilfellum nauðgunarmála þannig að þú gætir haft nóg að gera með að óska mönnum til hamingju.

Einar (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 22:20

3 identicon

Áður en við tökum upp freyðivísflösku og skálum og biðjum um nýja símaskrá skulum við hafa í huga að við vitum akkúrat ekkert hvað gerðist í raun og veru.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 23:15

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sammála Björn, þegar það er alveg víst að slíkt gerist.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.6.2012 kl. 00:00

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

En fæstar nauðgunarkærur rata í fjölmiðla Einar. Mér hefur þótt aðförin að honum vera svívirðileg og vil leyfa fólki að fá að vera saklausu, þar til og ef sekt sannast.

Veit að ég hefði ekki viljað hafa verið í hans sporum, svo mikið er víst. Þetta var too much og ég ætla ekki að dæma í þessu máli, ég var ekki á staðnum.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.6.2012 kl. 00:03

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Aumingjas fólkið sem prýðir nýju Símaskrána, ef eitthvert þeirra á eftir að fá á sig kæru H.T. Bjarnason, úff ! 

p.s. hvernig tókst ykkur að kommenta hér...er að sjá að mbl.is er búið að loka á komment og fjarlægja innlegg mitt við fréttina, af einhverri ástæðu sem ég veit ekki hver er... ? 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.6.2012 kl. 00:08

7 identicon

Ástæðan fyrir því að mbl.is lokar á svona blogg er sú að þér virðst algerlega fyrirmunað að setja sig í spor beggja aðila í þessu máli.

Egill er ekki sá eini sem hefur þurft að þola óþægilega opinbera umræðu. Þú minnist ekki orði á ljósmynd sem birt var opinberlega af fórnalambi hinnar meintu nauðgunar og auðveldlega var hægt að bera kennsl á hana af. Hún hefur heldur betur verið látin gjalda fyrir það að hafa mögulega verið nauðgað af frægum manni og hefur fyrir þann kjark að þora að kæra þurft að líða meiri vanlíðan og viðbjóð en hægt er að ímynda sér.

Auðvitað á að láta alla hlutaðeigandi vera í friði fyrir kastljósi fjölmiðla og bloggs á meðan á málarekstri stendur Þú ert greinilega búin að gleyma því að Egill var fyrstur til að senda út fréttatilkynningu um málið af ótta við að það læki í fjölmiðla og hann fengi ekki ráðið við umræðuna. Það lekur allt út kjaftasögum og fjölmiðlum um allt og alla og fórnalömb nauðgana þurfa ekki að bera það út. Það er ekkert sem bendir til þess að stúlkan hafi sjálf látið fjölmiðla vita. Reyndar veit ég fyrir víst að hún gerði það ekki og hefur það verið rannsakað af lögreglu.

Þú virðist engar áhyggjur hafa af stúlkunni sem sumir líta á sem glæpamann fyrir það að hafa kært framferði sem hún upplifði sem nauðgun. Og ekki gleyma því að hún er ekki sú eina sem lagt hefur fram kæru á hendur honum. Telur þú rétt að kæra meint fórnalömb frægra einstaklinga fyrir mannorðsmorð ef ekki eru nægar sannanir fyrir sakfellingu fyrir nauðgun? Ef svo er þá væri ástæða til þess í flestum slíkum nauðgunarmálum því það heyrir til undantekningar að saksóknari treysti sér til að leggja fram kæru. Heldur þú virkilega að flestar þessar konur séu að leggja þetta á sig til að svifta menn mannorðinu?

Ég vona að hvorki þú né nokkur þér náin verði nokkurntíma í sporum fórnarlamba kynferðisglæpa því umræða líkt og sú sem þú og fleiri taka þátt í er meira særandi og meiðandi en ósmekklegir límmiðar á símaskrá. Og að óska öðrum aðilanum til hamingju þegar engin niðurstaða eða sönnun er í málinu er svo ósmekklegt að fréttamiðill sér sig knúinn tll að loka á vitleysuna. Vona að þú og fleiri hafi dug til að biðjast afsökunar.

Einar (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 02:37

8 identicon

Morgunblaðið lokar oft á að hægt sé að blogga við sumar fréttir eins og t.d. andlátsfréttir og fréttir sem snerta nafngreint fólk persónulega. Stundum er bloggmöguleikinn opinn fyrst eftir að fréttin birtist en er síðan tekin út. Það er það sem gerðist í þessu tilfelli og þá hverfa auðvitað um leið þær bloggtengingar sem hugsanlega voru komnar við fréttina eins og í þessu tilfelli. Hins vegar stendur bloggið sjálft eftir opið eins og hér, en efni þess í sjálfu sér hefur ekkert að gera með ákvörðun mbl. um að fjarlægja bloggtenginguna eins og Einar hér að ofan reynir að láta að liggja. Bloggtengingin hefði horfið þótt þetta blogg hefði ekki verið birt.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 07:12

9 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Einar, fréttin fjallar aðeins um einn aðila málsins og um það er innlegg mitt. Ég hef nefnt áður og geri þá aftur, ég var ekki á staðnum og veit ekki hvað gerðist og ætla ekki að reyna að dæma blint í málinu. Ég get hinsvegar auðveldlega sett mig í þau spor að það sé léttir að máli sé lokið sem hvílt hafa þungt á herðum þess sem er kærður og upplifir það sem rangar sakargiftir og eftir atvikum, veit með vissu að svo er og það er sárt að vera ekki trúað í slíkum aðstæðum og léttir að mál sé fellt niður. Það er þessvegna sem ég óska honum til hamingju.

Mér þykir leitt sem þú segir að sú sem kærði sé litin á sem glæpamaður og með myndina sem þú nefnir, þá man ég ekki eftir að hafa séð nokkra mynd. 

Hitt er annað, af hverju var þá ekki fjallað jafnt um alla málsaðila ? Og þá allir mynd-og nafngreindir ? 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.6.2012 kl. 08:06

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Bergur. Ég hefði haldið að þá yrði blogg einnig fjarlægt af síðu þess sem bloggar um frétt sem síðan er lokað á. Nú veit ég betur.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.6.2012 kl. 08:08

11 identicon

Vilt þú sem sagt að birtar séu myndir og nöfn einstaklinga sem eru svo óheppnir að hafa verið nauðgað af frægum einstaklingum? Liði þér betur að "brotið" sé á tveimur einstaklingum frekar en einum? Þú þarft reyndar ekki að hafa áhyggjur í þessu tilfelli því mynd var birt af stúlkunni sem fyrst kærði hann í fréttamiðli og í framhaldi af því birtust myndir af henni á blogg- og netsíðum. Fréttamiðillinn sá reyndar sóma sinn í því að biðjast afsökunar á birtingu "fórnarlambsins" en skaðinn var skeður.

Prófaðu þótt ekki væri nema stutta stund að setja þig í spor stúlkunnar sem þarf ofan á allt níðið sem hún hefur þolað og eineltið að sjá meintum nauðgara hennar óskað til hamingju með að málið verði ekki til lykta leitt.

Einar (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 09:31

12 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Getur verið að það hafi verið til lykta leitt á borði saksóknara Einar ?

Enn og aftur, þá fjallar fréttin um einn aðila málsins og það er það sem innlegg mitt fjallar um.

Ég býst við að þér hefði sjálfum verið létt, hefðir þú fengið á þig einhverja kæru. 

Mér þótti alltof langt gengið í þessu máli og eins og það hafi helst ekki átt að hætta fyrr en einhver hefði tekið eigið líf. Við erum með kerfi sem sér um svona mál sem er það sem við þurfum að reyna að treysta á. Og það gengur út frá því að fólk sé saklaust, þar til og ef sekt er sönnuð. Það er aldrei í lagi í mínum huga að saklaust fólk sé sett í fangelsi, aldrei.

Ég er ekki að biðja um nafnbirtingu á meintum fórnarlömbum, þetta var pæling sem ég setti spurningu við til umhugsunar.  Og svo hef ég aðeins orðið vör við að annar tveggja sem kærðir voru í þessu máli, hafi verið með nafn -og myndbirtingu í fjölmiðlum. Hversvegna ? 

Ef þér þykir ég hafa sært þig eða einhvern annan, þá biðst ég afsökunar.  Fórnarlömb nauðgana eiga samúð mína, það máttu alveg vera viss um Einar. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.6.2012 kl. 09:50

13 Smámynd: Egill

Hjördís, þú segir fyrst "Ég hef nefnt áður og geri þá aftur, ég var ekki á staðnum og veit ekki hvað gerðist"

og síðan segiru " veit með vissu að svo "

annað hvort veistu hvort glæpur var framinn eða ekki, og í kjölfarið hvort sá ákærði upplifir rangar sakargiftir eða ekki ?

verður að vera a og a eða b og b,  getur aldrei verið a og b, það eitt að þekkja Egil, og trúa honum þegar hann segir eitthvað við þig er eitt, en það hefur ekkert með raunveruleikann að gera, því þú verandi þessi, að mér sýnist á skriftum þínum hin ágætasta og blíð manneskja, myndir alveg jafn mikið trúa hinu meinta fórnarlambi ef þú þekktir hana og ekki Egil, og þið hefðuð talað saman um málið, ekki satt?

Egill, 23.6.2012 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband