Færsluflokkur: Bloggar
4.10.2012 | 21:05
Mun hann sigra ?
Svei mér þá, gott ef ekki. Fannst það líklegt fyrst þegar hann kom fram , en það hrundi til grunna um daginn þegar vídeóið birtist af honum þegar hann dissar þá sem fá bætur af ýmsum toga. Svo þessi gríðarlegi viðsnúningur kemur mér á óvart, og hvað þá að hlutabréf hækki eftir eina af þremur kappræðum. Ef hann sigrar, vona ég að það hafi góð áhrif á heiminn og okkur um leið. Hver situr í Hvíta húsinu er svo miklvægt, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.
Annars þykir mér það oft leitt hvað það virðist oft mikið hatur næstum því, hjá mörgum Íslendingum í garða USA, amk óvild. Það þykir mér leitt. Það er ekki mikið talað um það að það var einmitt USA sem fyrst viðurkenndi sjálfstæði okkar. Lettar heiðra okkur enn fyrir að hafa verið fyrst til að viðurkenna þeirra sjálfstæði. Vona að þeir sem bera óvild til USA, hugsi sig aðeins um og sýni þeim þá kurteisi sem þeir eiga skilið.
Hlutabréfahækkun tengd Romney | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.9.2012 | 18:28
Viðtal í tv við föðurinn
Er það sem ég vona að íslenskir fjölmiðlamenn drífi sig í, sem og viðtal við þá úti í DK sem stóðu að þessu máli, eftir því sem hægt er. Og líka að kanna í þaula og fá svör úti, hversvegna Dönum er ávallt dæmt forræði, eins og fram kemur.
Þetta er skelfilegt mál, sama hvernig maður horfir á það, og sama hvernig heildarmyndin kann að vera. Þar sem þetta mál hefur verið gert opinbert, þá dreg ég orð móðurinn ekki í efa, en hef séð efsaemdir og pælingar Í Netheimum um að það sé jú aðeins ein hlið málsins. Sem ég vona að verði varpað ljósi á og okkur birt hin hliðin og að móðirin veiti aðgang að þeim upplýsingum sem þarf til að kafa ofan í það frá A til Ö, í þeirri von að eitthvað gott skili sér til hennar og fleiri í sömu sporum.
Ef Danir eru ekki til í að svipta hulunni af eigin samfélgsmeinum, þá vonandi að RÚV eða Stöð2 sé til í að splæsa í það og að hafa hraðar hendur, svo hægt sé að áfrýja innan tveggja vikna.
Danir reyndu að opna augu okkar fyrir stöðu bankanna fyrir hrun en fengu bágt fyrir. Nú er komið að okkur að opnu augu Dana fyrir þessari staðreynd sem bent er á ; að Dani fái ávallt forræðið þegar annað foreldrið er útlendingur. Slíkt hefði ég einnig haldið að íslensk yfirvöld ættu að spá í, sem og Norðurlandaráð, sem við höfum haft forræði yfir í nokkur ár með Halldór Ásgrímsson sem framkvæmdastjóra. Hvort búið sé að skipta eða standi til, man ég ekki ? En það er annað mál.
Föðurnum dæmt fullt forræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
29.9.2012 | 13:49
Gróft einelti
Og samkennd er það sem kemur í huga minn hvað varðar Vigdísi Hauksdóttur. Ég hef skynjað það þannig að hún sé beitt einelti, það virðist vera alveg sama hvað hún segir, það er sett útá það.
Einelti er ljótt og það á að vera ólöglegt, nema það sé það nú þegar. Man það ekki.
Sama gildir um þá sem skrifa á netið, þeir hafa ekki rétt á að leggja aðra í einelti.
Vil taka fram að ég þekki Vigdísi ekki neitt. En það breytir ekki því að ég fordæmi þá framkomu sem hún hefur þurft að sæta. Og hún á hrós skilið fyrir að bjóða sig aftur fram ( já, ég veit, ég vil 100% endurnýjun , það er ósk mín), í stað þess að láta eineltið slá sig útaf laginu. Auðvitað veit ég ekki neitt um það hvernig henni líður í hjarta sínu. Við erum öll með grímu, hvort sem við áttum okkur á því eða viðurkennum. Öll vil ég fullyrða. Og Vigdís er það án efa engin undantekining. Það má vel vera að hún gráti oft við að lesa það sem um hana er skrifað og það væri vel skiljanlegt og mjög leitt.
Vandinn liggur hjá þeim sem leggja aðra í einelti. Oft er það vegna öfundar í garð þess sem verður fyrir barðinu á því ógeðslega ofbeldi sem maður les of oft um, t.d. er um það fjallað í viðtölum á dv.is í dag.
Börn eru skömmuð fyrir að leggja í einelti og það með réttu og þyrfti að gera meira af. En það eu nú ekki blessuð börnin sem eru barnanna verst í Netheimum. Það eru þeir sem lögum samkvæmt flokkast sem fullorðnir. Það fólk þyrfti hreinlega að rasskella og sápuþvo lyklaborð þeirra !!! Til þeirra vil ég segja; leitið ykkur hjálpar. Það segi ég með samúð í hjarta mínu gagnvart ykkur vegna grimmdar ykkar og mannvonsku í garð annarra og óska þess að þið náið að finna út með aðstoð, hvað hrjáir sálir ykkar.
Vigdís á sína galla eins og allir aðrir. En um leið á hún sama rétt og við öll að henni sé sýnd kurteisi og að hún fái að njóta sín. Þegar fólki líður vel, vinnur það betur og nær að blómstra. Þetta hefur ekki neitt með pólitískar skoðanir eða flokka að gera. Ofbeldi í hvaða mynd sem er, er aldrei í lagi. Aldrei !!!
Lýsti yfir framboði á fundinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
29.9.2012 | 12:14
Grillmarkaðurinn 5 stjörnur
Ég hef borðað víða og þykir gott að borða góðan mat. Og líka að búa hann til fyrir fjölskyldu mína og hafa matarboð. Nú langar mig að bæta við umfjöllun um veitingastaði á bloggið mitt, þegar ég fæ tækifæri til, amk á meðan ég er enn einungis að kommenta um fréttir.
Í fyrra, árið sem Grillmarkaðurinn opnaði, fór ég þangað og naut yndislegrar sælkeraveislu. Maður lifandi hvað þetta er frábær staður og maturinn ómótstæðilega góður ! Allt var fullkomið. Allt saman.
Húsakynnin eru ævintýri líkust og sér í lagi á neðri hæðinni eða kjallara réttar sagt. Var pínu stressuð að fá ekki borð uppi ( full setið við hvert borð og þurftum að bíða eftir borði á báðum hæðum) og var pínu smeik að fara niður en vá ! Fullt af fólki og þetta var seint um kvöld. Stemmningin, birtan og allt starfsfólk var frábært í alla staði ;))));))
Pöntuðum 13 rétta máltíð. Ég er ekki að grínast, 13 réttir ! 5 forréttir, 3 aðalréttir og 5 eftirréttir. Ég man því miður ekki hvað þetta heitir á matseðlinum en ég vona að þetta sé þar enn, því mig langar að njóta þess sama aftur. Og mæta þá glorhungruð og fyrr en ég gerði. Sem betur fer áttuðum við okkur ekki á að þetta væru svo margir réttir, því þá hefðum við kannski pantað eitthvað annað.
Það kom hver rétturinn af öðrum og þeir voru bornir fram á mismunandi diskum. Man að einn forréttanna var borinn fram á grjóti, eða steinhellu sem virtist koma beint úr náttúrunni. Einn forrétturinn var t.d. djúpsteiktur harðfiskur ! Magnað hugmyndaflug hjá matreiðslumönnunum. Þjónarnir voru stórkostlegir. Þeir voru alltaf með rétta tímasetningu, alltaf innan seilingar ef maður hefði þurft á að halda, og pössuðu diskana með vökulum augum sínum úr hæfilegri fjarlægð. Svona gékk það fullkomlega smúð með alla 13 réttina og það var ekki bara einn þjónn sem sá um borðið , heldur nokkrir. Fullkomin samvinna hjá þeim og ekki neinn flýtir eða stress á þeim, þó það væri rosalega mikið að gera og kl. ca. 11 um kvöld þegar ég kom og rúmlega 2 þegar ég fór. Vorum ekki viss um að eldhúsið væri opið svo seint og pælingin var nú bara að kíkja og skoða í þeirri von að geta fengið okkur sæti og smá rautt og eitthvað nasl með frekar en ekki neitt. Og að detta svona alveg óvænt inní þennan fullkomna ævintýraheim , úr rigningu og smá roki, sem ég hafði ekki heyrt neitt um og vissi ekki alveg hvað væri í þessu nýja flotta rauða húsi á brunareitnum í Lækjargötunni, falið að hluta bakvið það hús sem liggur við götuna. Segi bara vá ! Og hönnuðir staðarins fá einnig 10 í einkunn / 5 stjörnur.
Þetta var í raun eins og sena úr ævintýramynd, þar sem fólki er kippt úr einum heimi í einhvern allt annan töfraheim. Í alvörunni.
Ég segi bara enn og aftur, takk ;)) Minningin um Grillmarkaðinn er enn eins og ef mig hefði dreymt þetta.
Og fyrir alla sem elska góðan mat og kunna að meta góða þjónustu og fallegt umhverfi með tónlist sem var svo flott, hæfilega há og passaði svo vel við allt saman, þá er kvöldstund á Grillmarkaðnum svo sannanlega málið. Ég man ekki hvað þetta kostaði, en við kíktum betur að ganni á matseðilinn eftir á, og sáum að ef forréttur, aðalréttur og eftirréttur hefði verið pantað allt sér, eins og algengast er, þá kostaði það pínu pons meira. Svo verðið var afar sanngjarnt og meira en hverrar krónu virði
Fólk myndar sig inni á klósetti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.9.2012 | 23:54
Undrandi
Framboð Ólafs kostaði 6,5 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2012 | 09:39
Frábært ;)
Líst vel á að hann skelli sér í stjórnmál og um leið tel ég hann hugrakkan að þora í þann leðjuslag og þras sem stjórnmál eru hér. Vonandi mun nýtt fólk breyta menningunni á Alþingi og hefja það á ný til vegs , virðingar og traust. Það getur vel gerst, verði 100% endurnýjun í öllum flokkum.
Vona að fleira kraftmikið og duglegt fólk muni þora eins og Brynjar, það er mikil þörf á því eins og allir vita sem fylgjast með og líka þeir sem ekki gera það.
Brynjar Níelsson gefur kost á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.9.2012 | 00:09
Mótmæli borga sig !
Það er augljóst og um að gera að almenningur allur verði áfram duglegur við að mótmæla misrétti, hvort sem það er á LSH eða víðar. Því fleiri sem láta í sér heyra, bæði í Net-og Mannheimum, því betra !
Frábært að BZ hafi fallið frá þessari hækkun og eins að ráðherra sjái að þetta gékk ekki upp ;))
Nú er allt í gúddý á ný, BZ á sínum stað og Guðbjartur á sínum ;o
Þegar menn sjá að sér, þá á ekki að núa þeim því um nasir. Og ég vona að það verði enginr eftirmálar af þessari fyrirhuguðu hækkun fyrir hvorgun þeirra og að starfsfólk LSH hætti þá einnig við að fara fram á launahækkanir , sem allri vita að ekki er möguleg.
Oft heyrist að ekki neitt hafi breyst á Íslandi. En það er ekki alveg rétt. Það var ávallt þannig að alveg sama hvað var kvartað hátt og lengi, ráðamenn gáfu sig ekki og aldrei !! Og viðurkenndu aldrei mistök heldur !! Eða amk svo sjaldan að ég man það ekki. En þetta hefur lagast eftir hrun hefur mér þótt og það er gott ;P
Björn afþakkar launahækkunina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2012 | 10:03
100% endurnýjun á Alþingi
Er það sem er algjör nauðsyn innan allra flokka, til þess að hér verði smá vonarglæta á að auka virðingu og traust , sem nú er aðeins 10%.
No hard feelings Kristján Möller. Þetta er einfaldlega það sem þarf að gerast og allir vel gefnir og kraftmiklir menn eiga að fatta sem bera hag þjóðarinnar og eigin flokks fyrir brjósti, umfram eigin hag.
Kristján Möller sækist eftir endurkjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2012 | 09:31
Kynjamisrétti !
Hænur í lagi en ekki hanar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2012 | 09:16
Aumingjas barnið
Bikiní-barnamyndir vekja hneykslan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)