Færsluflokkur: Bloggar

Styðjum þennan unga mann

Og hjálpum honum að fóta sig á ný, það er gott fyrir hann og samfélagið í heild. Það er hægt með ýmsu móti, m.a. með því að þeir sem eiga fyrirtæki, ráði hann í vinnu. Og það væri hægt líka með því að safna handa honum fjármunum. Fyrirtæki og einstaklingar geta lagt í púkk, það vantar barabankaupplýsingar.

Það er engan veginn boðlegt að halda fólki saklausu  í gæsluvarðhaldi svo lengi og rústa um leið mannorði þess og framtíðarmöguleikum. Fram hefur komið að hann hafi misst vinnu sína og ekki fengið aðra. Ég get vel ímyndað mér hvað honum líður illa og ég held að allir geti sett sig í slík spor.

Bæturnar sem verið er að dæma honum eru svo lágar að ég er orðlaus !! Það er endalaust verið að predika að fólk sé svo mikilvægt og dýrmætt...það sést ekki í þessum dómi. Ég vona að það verði mögulegt fyrir hann að áfrýja og þá vonandi hækka bæturnar. Hvað ætli það kosti ? 1 milljón minnst giska ég á. Það væri t.d. góð og þörf ástæða til að söfnun yrði hrinnt af stað ! Fólk er að fá hærri miskabætur dæmdar vegna skrifa í fjölmiðlum, þó svo það virðist ekki hafa eins miklar afleiðingar á þann sem fyrir meiðyrðunum varð, eins og staðreynd er með þennan unga mann.

Það má ekki skemma líf fólks, og þegar ríkið klúðrar lífi fólks, á það að bæta það með peningum, það er það allra minnsta. Og auk þess sjálfsagða; skriflegri afsökunarbeiðni !!! 


mbl.is Fær 2,1 milljón í bætur frá ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá letrið

,,Engar yfirvinnugreiðslur eru umfram hjá körlum en konum og engar aukagreiðslur þekkjast til karla umfram konur í störfum þar sem bæði kynin starfa,“ segir Árni í fréttatilkynningu.

Og hvernig á að skilja þessi orð ? Að karlar fái hærri laun og meiri fríðindi, séu þeir einir í stjórnunarstöðu á vinnustað eða á karlavinnustað ???

 

Annars væri áhugavert að bera þetta saman við könnunina sem BSRB gerði, til að sjá hvaða svör þeir fengu úr Reykjanesbæ, sem sýndi kynbundinn launamun sem er alltof mikill og á ekki að þekkjast. mín pæling er sú sem ég bloggaði aðeins um um daginn, er hvort það sé möguleg skýring að karlmenn ýki hreinlega um laun sín og hlunnindi, á meðan konur svari af meir nákvæmni og samviskusemi ? 

 



mbl.is Enginn kynbundinn launamunur í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum hana í friði ;)

Bæði hana og aðrar stórstjörnur heimsins, þegar þær heimsækja landið okkar. Enga Papparassa takta, það er okkur engan veginn samboðið. Mogginn ætti að vera fyrirmynd annarra fjölmiðla og láta freistingar að liggja á leyni, eins og þessi mynd sýnir að gert hafi verið, alveg eiga sig. Það er hægt að græða peninga á annan hátt. Held að það að mbl.is fái flettingar til hækkunar á auglýsingum, geri ekki gæfumuninn hvort reksturinn gangi eða ekki. Það þarf þá bara að biðja um hærri afskriftir næst. Plís ekki leggjast svona lágt í fjölmiðlun.

Að auki er Lady Gaga hingað komin til að taka á móti FRIÐARVERÐLAUNUM úr LennonOno sjóðnum, svo það er enn meiri ástæða til að gefa henni frið ;)))


mbl.is Lady Gaga er lent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brátt í brók

Meiri lætin og hraðinn alltaf á RÚV þegar það eru mannabreytingar !!  Hvað er eiginlega að þar innanhúss ????? Ýmist er fólki hent þar út med det samme eins og ónýtum tuskum og tölvum, eða þá að fólkið sjálft flýr í ofboði og aðeins sést undir hælana á því. Þetta er ekki í lagi, engan veginn.

Vona að þetta verði skoðað og lagað, það á ekki að vera slík drama þó fólk skipti um vinnu, eins og fréttir af mannabreytingum á RÚV eru nær alltaf, amk undanfarin misseri.  Nýlega var Magnús Hlynur látinn gossa með engum fyrirvara í nafni ,,hagræðingar" og svo sjást ný andlit á skjánum engu síður !! Hver er hagræðingin í því ?

Og hvað varð um Pál Baldvin í Kiljunni ??? Af hverju er ekki hægt að kveðja fólk með fyrirvara , virðingu og þakklæti ???? Halda þeir sem stjórna sjónvarpsþáttum að áhorfendur taki ekki eftir mannabreytingum ??? 

Hvað Sigrúnu varðar þá vona ég hennar vegna að það sé engin skítastæla innanhús mórals ástæða fyrir þessum hraða og að þetta sé þá virkilega persónuleg ástæða hjá henni. Það gætu verið veikindi eða eitthvað sem hefur gerst snöggt hjá henni eða hennar nánustu. Óska henni alls góðs. 

 

 


mbl.is Sigrún Stefánsdóttir hætt hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mafían og Huang Nubo

,,Glöggt er gestsaugað".  Þeir sjá hér báðir tækifæri til að hagnast og evt fleiri útlendingar líka. Ekki eru allir hrifnir af áformum þeirra og fáir munu sennilega syrgja það ef þeir hætta við eða verður ekki hleypt inn í landið okkar. 

Það er vonandi að við  munum koma auga á fleiri tækifæri og lyfta landi okkar úr sæ sjálf, áður en þeir láta verða af því að græða á landinu okkar. Betur sjá augu en auga. Þeir sjá það, enda eru tækifæri tl atvinnusköpunar um allt og einkaaðilar eiga ekki að bíða eftir hókus pókus frá ráðamönnum þjóðarinnar, enda ekki þeirra að stofna fyrirtæki og reka þau. 

Opnum augu okkar og endurreisum landið okkar sem var nánast sekkt  í sæ af nokkrum mönnum og sofandi stjórnmálamönnum fyrir 4 árum síðan. Kominn tími til og þetta ár , 2012, er árið sem viðsnúningur er hafinn og þarf að halda áfram á meiri hraða, svo við gloprum ekki tækifærunum úr höndum okkar. 


mbl.is Mafíur horfa til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkar nú tóbak og pappír ?

Það má nú helst ekki ná að spara nokkrar krónur hér á þessu yndislega landi okkar, svo evt er betra að hafa ekki of hátt um það að hægt sé að spara með því að vefja eigin rettur ???

Einhverjir munu misnota sér það, hvort sem það væri ríkið eða kaupmenn, eða þá kannski bara báðir. Það er vaninn að ná sér í tekjutapið á annan hátt, því þetta er þá á kostnað minni sígarettursölu.


mbl.is Ofbýður verðið á sígarettupakkanum og vefja sínar eigin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styð þetta

Þjóðin hefur aldrei verið í vandræðum með að ná sér í áfengan sopa og þarf ekki hjálp til þess heldur. Meira að segja líka þegar aðeins voru nokkur ,,Ríki" í Reykjavík, þá voru ávallt nógu margir pissfullir um hverja einustu helgi. Margar þjóðir eru í miklum vandræðum með afleiðingar of mikillar áfengisneyslu og eitthvert alþjóðaapparat sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu, hefur talað um að þjóðir geri allt sem hægt er til að takmarka aðgengi að áfengi. T.d. er nýbúið að setja lög um lágmarksverð á áfengi í Bretlandi, með það í huga að minnka neysluna. 

Evt væri í staðinn, sniðugt að opnuð væri síða á netinu á vegum Vínbúða, sem væri þá læst fyrir yngri en 20 ára, þar sem þeir sem framleiða og flytja inn áfengi, geta auglýst sínar vörur gegn gjaldi, og um leið upplýst þá sem vilja um vörur sínar; www.afengisauglysingar.is . Þar geta þá einnig þeir sem framleiða léttöl, auglýst sína vöru og greitt fyrir það. Svo væri gaman að sjá hvað mikla flettingu slík síða fengi, þar sem einnig væru greinar og umfjöllun um áfengi og hvaða vín er gott með hvaða mat osfrv. Sem er bara jákvætt fyrir þá sem vilja læra meira um vín, sem er heillmikill skóli að læra í rauninni, því það skiptir miklu máli að velja rétta tegund af víni með steikinni. Og ég tel að menning okkar með hvít-og rauðvínsnotkun sé það ung að við hefðum virkilega þörf á að fá meiri fróðleik um öll þau vín sem flutt eru inn og íslenskan bjór. Búum við til vín ? Veit það ekki svei mér þá, svo það væri gott að geta slegið inn www.afengisauglysingar.is, nú eða bara www.afengi.is eða www.alltumafengi.is og komast að því undir flipanum ,, íslensk framleiðsla". 


mbl.is Bjór verður malt með lagabreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýkja karlmenn ?

Um laun sín og hlunnindi ? Er það möguleg skýring ? Óskandi að hægt væri að biðja skattinn um að útbúa einhverskonar könnun, þá kæmi þetta betur í ljós, svart á hvítu. Hvort sem væri þá minni munur eða meiri. Vonandi minni.

Langar að vita betur hvernig þessar kannanir eru gerðar. Er fólk t.d. beðið um það sérstaklega að skoða launaseðla sína og fylla út eftir þeim ? 


mbl.is 13% kynbundinn launamunur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk deyr ekki Drottni sínum ráðalaust ;) ;) ;)

Vegna þeirra fáu manna sem hirtu allt sem hægt var og meira til, og þeirra sem voru á vaktinni á Alþingi, hefur þurft að skerða allt, eins og við öll vitum vegna hrunsins 2008. 

Líka ellilífeyrir. 

Kannski erfitt fyrir eldri borgara að redda sér með því að selja blíðu sína, svo þá er það bara næsti bær við; hassið. Eða Kanabis, veit ekki muninn en það er annað mál.

En svo má vel vera að þetta hafi mest verið til eigin nota og til vina og kunningja...ódýrara en lyfin úr Apótekinu ( m.a. því sem fékk allt afskrifað..) að fólk rækti eitthvað deyfandi sjálft...;))) Þau hækka eins og allt annað og niðurgreiðslur ríkissins minnka, svo fólk reddar sér þá bara á annan hátt ! 


mbl.is Kannabisræktun hjá eldri borgurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Why beðið með birtingu dóms frá Ágúst ???

Þetta gerir mig reiða :

,, Dómurinn var upp kveðinn í ágúst en ekki birtur á vef dómstólanna fyrr en nýverið."

Af hverju var beðið með birtinguna ????? Hverjum var verið að hlífa og hversvegna ??? Var verið að hlífa gerandanum, af því hann er svo ,, vel gerður maður" samkvæmt geðlækninum ???

Hversu oft er beðið með birtingu dóma ??? Og ná engin lög yfir tímamörk frá uppkvaðningu og til birtingar ??? 

 

Vona og bið um að fjölmiðlafólk kafi ofan í þetta og birti um það frétt. Takk. 


mbl.is Keypti kynlíf af 14 ára dreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband