Færsluflokkur: Bloggar
1.7.2014 | 23:15
Beint í vasa kaupmanna á innan við ári !
Reynslan segir manni að þetta mun ekki skila sér til neytenda. Því miður. Ég man engin dæmi þess að svo hafi verið, þegar ráðamenn okkar reyna að lækka vöruverð. Það hefur yfirleitt gerst á innan við ári eða þar um bil, að kaupmenn hafa náð þessu til sín, með rökum eins og ,,uppsöfnuð þörf á hækkun" og fleira bull í þeim dúr. Gerðist þegar vsk lækkaði á veitingahúsum, með nammið í búðunum...og án nokkurra afleiðinga fyrir okrara landsins, neytendum í óhag, þrátt fyrir Neytendastofu, ASÍ, Neytendasamtökin...allt hirt og það í hvelli. Eftir sitja neytendur með sama ofurverðið, og ríkissjóður okkar enn tómari en áður, og ráðamenn okkar þá að kokka upp ný gjöld og skatta í stað tapaðra tolla, vsk og annarra gjalda sem lækkuð hafa verið.
Hvað lækkar með fríverslunarsamningi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.5.2014 | 12:33
Engar hendur, engin kaka !!
Mikið er þetta góð grein og hana bera að þakka fyrir.
En að lesa sumt af því sem fram kemur, gerir mig bara reiða. T.d. botnlaus grimmd og tregða kerfisins !!!
Mér varð hugsað til nastý brandara sem ég heyrði fyrir mörgum árum síðan. Hann er á þá leið að Gunna litla 5 ára, var í heimsókn hjá frænku sinni. Frænkan var að baka smákökur sem hún svo setti í box og uppá skáp í eldhúsinu, ofan á innréttinguna. Gunnu litlu langaði að smakka, eðlilega, enda ilmurinn ómótsæðilegur. Svo hún spurði frænku hvort hún mætti smakka á góðgætinu. Já, sagði frænka, en þá þarftu að bjarga þér alveg sjálf með það og ná þér í. ,,En frænka, þú veist ég er ekki með neinar hendur og get alls ekki náð mér í sjálf. Þá sagði frænkan: ,, Engar hendur, engin kaka".
Ég legg þetta að jöfnu við þá staðreynd að kerfið gerir kröfur á fíkla að vilji þeir hjálp, skuli þeir hætta að dópa !! Jafn útilokað fyrir marga þeirra, eins og fyrir Gunnu litlu. Og jafn nastý hefði frænkan verið, ef hún hefði sagt : ,, Bíddu bara þar til þú ert komin með gervihandleggi..." Og kannski líka hætta að vera geðveikir , þeir sem það eru líka ??? Vitandi að það eru kröfur sem ekki er hægt að setja á langt leidda fíkla, vitandi ( eða mega vita og ættu að vita) að líkurnar á að fólk nái að hætta eru ekki alltof miklar og án efa afar litlar hjá langt leiddum fíklum sem eru konir á götuna og með ekkért stuðningsnet í kringum sig. Og að setja þessar kröfur að fólk hætti hjálparlaust og sé laust við eiturlyf í heila 6 mánuði, búandi á götunni !!! Kommón, hvað er að fólki að láta sér detta slíkt bull í hug !!! Hvaða skóli kennir slíkt bull ?? Hvar les fólkið í kerfinu um að slíkar kröfur séu raunhæfar ???
Ég held, að þetta sé afsökun sem fólkið í kerfinu notar, til þess að þurfa ekki að gera nokkuð fyrir þennan hóp, ekki neitt. Og það er ljótt, það er grimmt, það er óásættanlegt og á ekki að líða. Það þarf þá að breyta lögum sem skikka starfsfólk kerfisins að koma fólki í hús sem er í neyslu og mun ekki hætta , hvort sem það er vegna þess að það tekst ekki eða vegna þess að sumir fíklar vilja það ekki. Það á samt að hjálpa fólki í hús !!! Skammarlegt fyrir Ísland að þykja það í lagi að fólk búi á götunni. Svona hefur þetta verið í áratugi og ekki einu sinni í sk, góðæri , tókst að koma fólki í hús !! Vegna þess að það skortir augljóslega allan vilja til þess !!
Og að kerfið okkar sé svo bilað og lamað, svo fast í kassa að manneskja í kynleiðréttingarferli hafi frosið í hel, vegna þess að þau athvörf sem til eru, sortera eftir kyni og enginn gat hjálpað !!! Og stía pörum í sundur !! Er ást og nánd bara fyrir heilbrigða og edrú !! ??? Hvað er eiginlega mikið að hjá okkur og af hverju er þetta ástand liðið ????
Ég vona að fólkið sem er á launum, opinberum að auki, að það skammist sín nógu mikið við að lesa þessa góðu grein á mbl.is og hrökklist til að vinna vinnu sína og koma ÖLLUM heimilislausum í hús, líka þeim sem er í neyslu, líka þeim sem eru geðveikir. Þetta er fólk. Þetta er fólk. Þetta er fólk. Vonandi að fólkið í kerfinu fatti það, að fíklar og geðveikir eru líka fólk, eins og það sjálft er.
Hvort lausnin gæti t.d. verið eh lítið þorp / samfélag, þar sem þjónusta og hjálp væri til staðar, sem og svona dópherbergi eins og víða er í heiminum, veit ég ekki, en það gæti meira en vel verið góð lausn. Þetta er svo veikt fólk og illa statt margt hvert, og því aðeins á færi sérmenntaðs fagfólks með fallegt innræti og áhuga á að hjálpa þessum þjóðfélagshóp, að sinna því og því ekki hægt að leggja það á nágranna. Þó svo ég vilji ekki að fólk búi á götunni, þá þýðir það ekki að ég treysti mér til að búa með langt leiddum fíkli, alls ekki. Og ég er nokkuð viss um að fólkið sem á að vinna í þessum málum, treystir sér ekki heldur í að búa við hlið langt leiddra fíkla í neyslu. Ímynda mér að afar fáir treysti sér til þess, og þeir fáu gætu þá boðið sig fram. Nýlegt sorgardæmi úr Hraunbænum, ætti að vera áminning um að það er til fólk sem er það veikt, að það getur ekki búið eitt og þarf að vera á eh stofnun , eða litlu þorpi/samfélagi þar sem viðeigandi og nauðsynleg þjónusta og hjálp er til staðar.
Að gera áfram það sama, að gera ekki neitt, mun hvorki fækka fíklum né leysa vandann. Það skortir ekki neitt nema viljann, og hafi það fólk sem vinnur að þessum málum, ekki þann vilja sem þarf, þá þarf að segja því fólki upp og ráða annað fólk sem hefur viljann til þess !! Svo einfalt er það !! Það er ekkért svo erfitt að ekki sé hægt að leysa það, sé vilji til þess. Ekkért. Amk ekki hvað varðar þessi mál sem greinin fjallar um. EKki neitt. Það er til næg þekking og reynsla til að leysa þessi mál, sem og rannsóknir, staðreyndir frá landinu okkar og nágrannalöndum og koma öllum fíklum í hús. Ísland er ekki beint heppilegt land til a´sofa útá götu !!! Skitakuldi hér stærstan hluta árssins !! Engin afsökun að þetta sé svo flókið og erfitt...það er búið að skoða þessi mál í áratugi, svo kommón !!! Hvað ætli það sé búið að kosta mikið !! Get ekki hætt, heitt í hamsi um þessi mál, en reyni að setja hér punkt..i bili amk, úff !
Ungmenni eru misnotuð og seld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2014 | 09:10
Svæfður með sköttum ???
Ég hef haft það á tilfinningunni lengi og sú tilfinning eykst, að leynt en ljóst , sé með einbeittum vilja, verið að svæfa völlinn burtu með aukinni skattpíningu. Svo þegar allir eru hættir að fljúga, nema örfáir embættismenn sem fljúga ,,frítt" í boði OKKAR allra fyrir skattfé OKKAR, þá er svo létt að tala um það hversu fáir farþegar fari nú um völlinn og því engin nauðsyn að hafa hann þarna lengur. Og...svo þegar völlurinn er kominn ,,eitthvert annað", þá munu þeir skattar án efa lækka stórkostlega yfir nóttu, svo hægt verði að blása lífi á ný í innanlandsflugið...
Að færa völlinn er ekki neitt annað en græðgi. Held að hátt yrði hlegið að þeim stjórnmálamönnum í NY, sem létu sér detta í hug að hrófla við JFK !!! Með þeim rökum að þar er svo dýrmætt byggingarland , sem það er án minnsta vafa. Ekki kvarta flugmenn svo ég viti. Af hverju er ekki hlustað á sérfræðinga um málið, sem eru flugmennirnir, eða er það bara gert þegar sérfræðingarnir eru hlaðnir háskóladoktorsgráðum, þó aldrei hafi flogið flugvélum..... ??
Borgin hafi reynst úlfur í sauðargæru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2014 | 09:28
Hvernig kemst fólk þá í flug til Íslands ?
Skil það ekki ?? Fram kemur að fólk er oft án allra skilríkja, og það vita allir sem hafa flogið, að maður þarf að framvísa skilríkjum þegar maður tjékkar sig í flug.
Svo hvað er þá málið að geta ekki sýnt þau sömu skilríki / vegabréf, við komuna til landssins ???
Geymdur eins og dýr í búri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2014 | 00:40
Hver vill lána börn sín í þessa tilraun ???
Ef þetta er svona brilliant að bjóða fólki í neyð með börn sín að búa í gámum frá Kína sem eru einnota og ætlaðir til VÖRUFLUTNINGA, þá gerið tilraunir með ykkur sjálf og familíur ykkar !!!
Man ég sá eitt sinn þátt um Hong Kong, fyrir rúmum 20 árum síðan, og þar var fasteignaverð svo hátt, að fólk sem minnst mátti sín, leigði 3ja hæða búr !!! Eins og fyrir hunda, hver og einn hafði sitt litla pláss, sem var litlu stærra en líkkista. Á kannski að prófa það hér líka ???
Eða kannski tjaldbúðir, eins og hjá flóttafólki og hundruðum þúsunda fullvinanndi Frökkum, sem hafa svo lág laun að þeir geta ekki búið í venjulegu húsnæði. Er ekki eh mikið að þegar laun duga ekki fyrir lífinu ??? Þetta er eins og á tímum þrælahaldssins sem aldrei hefur lokið þó hlekkirnir séu farnir. Þeir fengu jú lásí húsaskjól og mat til að drepast ekki úr hungri, og ekki meira en það. Enn er fólki boðið uppá þannig kjör að engin lífsgæði eru í boði. Það er ekki nóg að halda lífi í fólki, það þarf að sjá til þess að það geti lifað lífinu !! Og bæta það svo með búsetu í vörugámum...nei !!
Gleymið þessu í hvelli, þetta er ekki fólki bjóðandi og þegar búið að gera tilraun með þetta með Kampana skelfilegu í den, með sínum rottugang, sagga og ógeði sem því fylgi, ásamt gríðarlegri skömm þeirra sem þar neyddust til að búa! Nei, nei, nei og aftur nei takk !! Hvernig dettur fólki í hug að þetta verði eitthvað öðruvísi ???
Hver vill virkilega lána börn sín í slíka fanta-samfélagstilraun ?
Niðurstaðan liggur fyrir nú þegar í sögubókum, þetta var mega-flopp með skelfilegum afleiðingum, so drop it í hvelli !!
Einstein sagði að skilgreina mætti geðveiki út frá því, þegar hlutir eru endurteknir aftur og aftur, en alltaf er vonast eftir nýrri niðurstöðu....
Tilraunabyggðir möguleiki? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2014 | 11:56
Camp SamEimskip ???
Verða auglýsingar frá þeim á þessum gámum ? Vilja ráðamenn og þeir sem að þessu standa, búa þarna sjálfir með sín börn ?
Það er nú ekkért svakalega langt síðan síðustu hercamparnir voru rifnir. Og á nú að endureisa þá með breyttu sniði, langa og ferhyrna, í stað þeirra bogadregnu ? Þar var saggi,rottugangur, kalt og skelfilegt. Margir bera þess en sár að hafa alist þarna upp og eru ekki stoltir af, svo ég viti til. Held að ráðamenn ættu að skella sér á Vídeóleigu og sjá Djöflaeyjuna ! Nema þeir vilji fá framhald af þeirri mynd og séu að búa til efni í það með þessum pælingum ?Djöflaeyjan part II , sponsored by Eimskip og Samskip ? Nei og aftur nei !!!
Það vantar húsnæði já. En gáma fyrir fjölskyldur og einstaklinga, nei takk. Nógu er það dapurt að útigangsfólki sé ekki skaffað betur en gámar, þó fáir séu, en það gætu þó verið önnur sjónarmið þar að baki, vegna t.d. eldhættu og umgangs, sem getur verið afar erfitt að bjóða nágrönnum uppá í fjölbýlum, en sveitarfélögin ættu frekar að reisa sér fjölbýli fyrir þá sem minnst mega sín og hætta getur stafað af, með starfsfólki sem annast um íbúana.
Ég vil ekki trúa að úr þessu verði. Hugsun þeirra sem að þessu standa er án efa falleg og góð, en lesið um fortíðina og gleymið þessum pælingu. Plís. Vilja ráðamenn og þeir sem standa að þessu, sjálfir búa þarna ? Ef svo, þá gerið það endilega, en ekki bjóða fólki uppá þetta sem er í neyð með húsnæði !! Það væri þá hægt að skipta á því húsnæði sem þið búið í, við fólk í neyð sem gámarnig eru hugsaðir fyrir.
27 m² íbúðir á 80 þúsund á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.11.2012 | 15:06
Þetta er gert á Spot
Í Kópavogi. Ég hef nú ekki farið þangað oft, en það hefur komið fyrir. Fínn staður og gaman þar, og yndislegt starfsfólk sem allt gerir sitt besta ;o Meira en óhætt að mæla með þessu stað rosa fínt tónlistarfólk þar og stundum margar hljómsveitir sama kvöldið. Hljómar núna eins og ég sé fastagestur þar...en svo er nú samt ekki...alveg satt.
Það gerðist hinsvegar í vor sem leið, að leitað var í töskunni minni og allra annarra kvenna sem voru að fara inn á sama tíma og ég. Óheppin ég að vera með 1 hvítvínsflösku í töskunni, sem ég hafði fengið að gjöf þaðan sem ég var að koma og ætlunun var að fara heim, en svo ákveðið að kíja þangað..auðvitað átti ég að biðja þá að geyma hana..en var ekki alveg að spá í þetta þegar ég gékk inn...Annars er minn drykkur bjór, þegar ég kíki út, að öllu jöfnu, svo það stóð ekki til að drekka vínið hjá þeim. Það var tekið af mér og ég spurði þá hvort þeir hefði leyfi til að leita og þeir sögðu já. Og ég spurði þá, hvað ef ég samþykki það ekki...svarið var þá að þá myndu þeir vísa mér út !!! Mitt væri valið, samþykkja leit eða fara þaðan !! Þó ég hefði ekki verið með vínið, þá hefði ég engu síður spurt um þetta, vegna þess að ég einmitt dró í efa lögmæti þess, sem ég spurði um hvort væri heimilt og mér sagt já, eins og ég hef þegar nefnt. Nú er ljóst, m.v. skilning minn á þessari frétt, að þetta má ekki.
En hvað eiga staðirnir þá að gera til að fá sem mesta sölu á barnum...? Veit það ekki, en kannski bara að lækka verðin hjá sér ?
Allvega, svo gleymdi ég að koma við í miðasölunni á heimleið og það tók óratíma að fá vínið mitt aftur. Hringdi strax daginn eftir og svo nokkur mail....loks fékk ég vínflösku, tók nokkra mánuði...ekki samt mína því ég vissi einfaldlega ekki hvaða tegund það var. Svo ég var ánægð með það en ekki tímann sem það tók...
Dyravörður óð í veski konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.11.2012 | 15:28
Vaxtalaust á 4 árum...kommón!
Það vita það allir sem búa hér, að það er ekki hægt að fá það sama í dag, og var hægt árið 2008, fyrir þennan 100 þús. kall....og ef þetta var ok að taka við þessu, af hverju þá að skila þessu ????? Er þetta viðurkenning á sekt í beinni ????? Sekt um þjófnað , sem má auðvitað ekki nota um þjófa í jakkafötum í fínum vel launuðum jobbum...hálfkæringsgáski á mér núna, svona örg yfir þessu máli og því um leið hvað fjölmiðlar og t.d. ríkisendurskoðun, fer fallegum mildum orðum um suma þjófa en aðra ekki...
Og svo langar mig að vita, hvað gaf Sigurður þeim hjónum í brúðargjöf ??? Bara að spá hvort hann hafi notað eigin peninga í brúðargjöf til þeirra...þar sem þeir hljóta að hafa verið svo miklir félagar og alveg in the klæk hjá hvor öðrum...... og svo skil ég ekki, hversvegna þeim sem ekki neitt skortir og eru á fínum launum, fá svona rausnarlegar ,,gjafir" en ekki þeir sem sárlega þurfa þess, eins og t.d. þrælar Eirar á lægstu launum og skrimtarlaununum líka..why er þeim vorkennt mest, sem þurfa ekki á að halda...????
Segir Sigurð hafa átt frumkvæði að gjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2012 | 12:45
Fínir vextir..
Nú ætla báðir að skila 100 þúsund króna ,,gjafabréfi" til Eirar....Eir mun þá græða 100 þúsund á þessu ....spurning hvort Eir þurfi þá að borga skatta af mismun, eða ? Enginn banki býður svo háa vexti, en þeir vextir sem fást, eru fjármagnstekjur sem lögum samkvæmt ber að greiða skatt af.
Ætli þetta sé ástæða þess að menn vilja ólmir vera í hinum og þessum stjórnum, svo þeir geti makað eigin krók eftir hentisemi ? Eða var það venjan hjá Eir að ALLIR starfsmenn sem giftu sig, fengu einnig 100 þúsund króna gjafabréf ??? Ég vil nú ekki trúa að þeir sem hæst launin hafa, telja sig þurfa slíkar gjafir, án þess að sjá að þeir sem þræla fyrir sultarlaunum, þurfi þess ekki einnig og með réttu, þá enn hærri ,,gjafir" frá vinnustað sínum..
Annars sýnist mér þetta Eirar mál gefa fínt fordæmi um hvað gera skuli í öllum hnupl málum úr verslunum..spara opinbert fé og tíma og álag á dómstóla og fangelsi, og leyfa ÖLLUM sem upp kemst um, að skila bara og þá er allt búið..við búum jú í samfélagi þar sem lögin ná jafnt til allra, réttindi okkar og skyldur...örlætisgerningar, fínt sem málsvörn fyrir lögmenn landsins... og þjófar eiga jú allir sem einn að fá sömu meðerð og sömu hugtök um þá alla er réttast að nota, ekki satt ? Eða má bara kalla það fólk þjófa sem stela litlu ???? Því það þykir svo púkó..
Ákvað að skila gjöfinni til Eirar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
15.11.2012 | 22:44
Nú verður sprenging í þessum aðgerðum !
Það má alveg bóka !!!
Varla hægt að biðja um betri auglýsingu sem mun klárlega auka tekjur lýtalækna svo um munar, það má alveg bóka...því miður vil ég segja, með fullri virðingu fyrir þeim konum sem hafa farið eða á leiðinni...
Betri ókeypis auglýsingu geta þeir ekki fengið og hljóta því að fagna þessari ,,frétt"
Skapabarmaaðgerðum fjölgað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)