Færsluflokkur: Bloggar
10.11.2014 | 22:06
Kennitölur eða fólk !!!! ???
Verð svaka súr og pissed að lesa svona, og ekki í fyrsta sinn sem talað erumfjölda kennitalna í stað fjölda einstaklinga , mjög áberandi í umfjöllun mbl.is um skuldaniðurfellinguna !!!!Orðið alltof kuldalegt og kerfiskallalegt að tala svona, svo slæmt að blaðamenn kippa sér augljóslega ekki upp við þetta !!! Nema kannski þetta séu sérstök fyrirmæli og alls engin mistök ?? Er málið að taka allt burt sem gerir okkur að fólki, þó svo fyrir kerfinu séum við svo augljóslega bara tölur áblaði, án allra tilfinninga ?? Gerir þeim léttara að skera niður og skammta svo naumt að það er hætt að vera fyndið hvað það er vitlaust !!! Hættið að kalla fólk fyrir kennitölur, kræstur hættið því og svei ykkur bara sem gerið það ! Ég heiti Hjördís og er manneskja en ekki nafnlaus kennitala !!! Fólk talart.d. um að það eigi þrjú börn en ekki að það eigi þrjár kennitölur !!! Þó ykkur finnist þetta umykkur sjálfa og aðra, reynið þá amk að feika það og sýnið fólki kurteisi takk og talið um fólk og einstaklinga takk !!!
Gefa ekki upp birtingartímann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2014 | 23:19
,,Geta þau ekki bara borðað kökur ?"
Fer honum bara ágætlega að klæðast kjöl og kollu.. ;) Og lénið www.248.is er laust, upplagt fyrir handhægar ráðleggingar sérfræðinga ráðuneytis BB og hans sjálfs , og vantar auðvitað að upplýst sé hvað eigi að borða um jól og áramót, sem styttist óðum í, og hvað með afmæli og þessháttar...? Og á þá að sleppa kaffitímanum kl. 3 ?? Er þetta í samræmi við ráðleggingar Lýðheilsustöðvar ? Eru þessar fáránlegu tölur í samræmi við neysluviðmiðin sem voru gefin út fyrir 2-3 árum síðan ?? Muna að þau þarf að uppfæra í takt við hækkandi verðlag. Hækkun skatts úr 7% í 12%, er hækkun uppá rúm 71% , takk fyrir ! Og hefur komið fram hvort neytendur fengu lækkun á mat, þegar vsk var lækkaður úr 14% og í þessi 7% sem nú er á flestum matvörum ?
Ég vona að BB sé ljóst að þetta bull er enginn að fara að styðja og ég vona einnig að BB sé maður til að bakka með bullið og biðja almenning á landinu afsökunar og koma með réttar tölur, t.d. af eigin VISA reikningum um hvað það kosti í alvörunni að versla í matinn. Þvílík niðurlæging að hadal að við séum virkielga svona stupid ! Hvað með aðrar tölur sem okkur eru á borð bornar, en getum ekki sannreynt með svo auðveldum hætti?? Eru þær alveg jafn mikið útúr kú og er það ástæða þess að fjárlögin standast aldrei og stofnanir fara endalaust framúr heimildum ?? Að menn sitji og bulli alla daga á excel og stji fram sem heilagan sannleika ?? BB gæti einnig beðið þingheim allan um að halda nákvæmar matardagbækur og passa kvittanir, í að minnsta kosti 1 mánuð, og skoða þær tölur. Að ógleymdum reikninséníum ríkisstjórnarinnar, sem hafa væntanlega hjápað til við að uppdikta þessa tölu. ! Muna samt að bæta inn öllum matarboðum, það skekkir nefnilega myndina að telja ekki með, gerir meðaltalið of lágt og óraunhæft. Almenningur er ekki í endalausum veislum og dinnerum, heldur þarf að kaupa sinn mat sjálf og elda heima ! Nánar um prinsessuna sem var með réttu hædd fyrir ummæli sín og vitleysu, bæði þá og enn þann dag í dag, nánar á Wikipedia " Let them eat cake".
Bjarna Ben-megrunarkúrinn í Nettó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2014 | 09:49
Hefna skrattarnir Íslendingum ?
Þetta var afar djarft en um leið mjög þarft að loka á þessa fjandans skratta ! Takk fyrir það ISNIC. Og um leið, kæru Alþingismenn, setjist nú niður í snarheitum, og betrumbætið lögin okkar, svo það þurfi ekki að hika ef þetta gerist aftur. Minnsta mál að setja í lög að allt sem tengist þessum ISIS skröttum, hverji nafni sem það nefnist , bæði í Net-og Mannheimum, sé einfaldlega ólöglegt, sem og að hver sá sem býr hér eða hyggst búa hér, sé bannað að styðja þá á nokkurn hátt. Slíkt brot myndi fela í sér tafarlausa brottvísun og ævilangt bann að koma til Íslands.ISIS hefur fyrirgert sér öllum réttindum.
En nú er spurning hvort þessir skrattar hefni sín á Íslandi eða / og einhverjum Íslendingum ? Eða munu þeir gera mega netáráris og íslenskar síður ? Á eitthvað svo erfitt með að trúa að þeir láti þetta alveg eiga sig. Er maður kannski sjálfkrafa í hættu með því að skrifa gegn þeim ? Rétt vona ekki auðvitað en þessi samtök eru það skelfilegasa sem ég man eftir , frá því ég byrjaði að fylgjast með fréttum. Og þá þarf að stoppa með öllum ráðum tiltækum og Ísland þarf að vera með í því á allan hátt og borga það sem þarf svo það sé hægt, getum ekki eftirlátið það nágrannaþjóðum okkar með sitt fólk og fé.
ISNIC lokaði léni íslamska ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2014 | 09:02
Ekki sambærilegt
Það er falleg hugsun, svo sannarlega, að vilja hjálpa fólki í neyð. En ég get ekki séð að þetta sé sambærielgt við það að fara t.d. inná jarðskjálftasvæði vegna þess að þegar heim er komið, er ekki hætta á að smita alla af þeim eftirskjálftum sem oft koma eða evt alltaf.
Ég óska þessum góða manni velfarnarnaðar en viðurkenni að ég er hrædd. Ég vona að íslensk yfirvöld hafi miklar varúðarráðstafanir við heimkomu, því ekki vill nokkur maður að Ebóla komi hingað til lands. Mér þætti það hreinlega vera spurning um að þurfa að vera í einangrun í einhvern tíma eftir á, við getum ekki látið sem þetta sé bara ekki neitt einasta mál.
Íslendingur hjálpar til í Líberíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2014 | 08:17
Rússesk rúlletta ! VISA plís
Verð afar reið að lesa svona frétt !! ;( Af hverju er ekkért í kerfinu okkar, sem tryggir íbúðaeigendur,sem margir hverjir eiga eina íbúð sem þeir þurfa að leigja út tímabundið og margir hverjir til þess að reyna að bjarga eigin fjárhag. Hef heyrt svo mörg þannig dæmi í gegnum árin, og líka mörg um leið, þar sem fólk fær ekki húsaleiguna greidda og lendir í þvílíku veseni í ofanálag, að losna við fólkið út ! Og kostnaðarauka til að auka tapið !!
Af hverju er ekki sami réttur tryggður í lögum, og gildir hugsanlega um þá sem reka hótel ? Þar er greiðslan gulltryggð í gegnum kreditkort og ég leyfi mér að efast um að löggan myndi ekki mæta, ef grunur væri um að einhver gegni berkserksgang um hótelherbergið og bryti alt og bramlaði. Efast um að þá yrði svarið : ,, nei, getum ekkért gert, kl er ekki orðin 12 á miðnætti !! Af hverju er einstaklingum gert svona miklu erfiaðra fyrir en lögaðilum, að réttur þeirra til að allt gangi upp í þeirra örbusiness, sé tryggður eins og hjá fyrirtækjum ??? Af hverju má ekki það sama gilda ? Er svona smábusiness eintaklinga svona mikil ögrun við þá stóru, að það þurfi að leggja liggur á leiðir fólks með öllum ráðum, svo það sé nú ekki að standa í þessu ! ? ( td verið er að hasta lagasetngingu, svo ég muni til, svo einstaklingar geti helst ekki leigt út einkabíla sína , arg !! )
Af hverju er mestur vilji til að hjálpa stórum og sterkum, en fótumtroða smáa með óréttlátum lögum og reglum ? Af hverju má löggan neita að mæta, þegar tilkynnt er um brambolt og læti !!! ??? Er það lögum samkvæmt ? Og ef svo, þarf þá ekki að breyta þeim lögum ? Og hvað ef fólk heyrir augljósar paraerjur fyrir kl 12, á þá að bíða fram yfir miðnætti með að tilkynna það, og annar aðilinn jafnvel dáinn á meðan, af því ofbeldið byrjaði á óhentugum tíma fyrir fórnarlambið ??
Það er húsnæðisskortur í landinu á leigumarkaðnum sem mikið hefur verið rætt um. Með svona óreéttlátum reglum og lögum, er nema von að fólk segi leigjendum upp og leigji út til ferðamanna, þar sem allt er tryggt býst ég við, og þá hægt að nota greiðslukerfi VISA til að tryggja að greiðslur berist. Eiga svona mál að örva fleira fólk í að leigja út íbúðir sínar ?? Ég segi nei.
Skítt að tryggingafélög komist upp með með blessun löggjafans, að borga ekki. Enn rotnara að þurfa að fara með svona borðleggjandi mál að mínu mati, fyrir dóm og tapa svo þar !!! Hvers á fólk að gjalda ! ?? Nú veit ég ekki hvort þessi íbúð hafi verið í eigu einvhers fasteignamógúls eða einstaklings, en það breytir ekki því að þetta er skítt. Vel á minnst,...ætli réttindi GAMMA ofl álíka okurrisa, sé betur tryggð en einstaklinga ?
VISA Ísland ætti vel að geta leyft einstaklingum að nota kerfið þeirra til að leigan sé tryggð, það er bara spurning um vilja og við eigum svo klárt fólk að það er ekki neitt mál að finna tæknilega lausn á því í praxis. Eins gæti VISA Ísland / Valitor, tekið á sig himinháar fryirframgreiðslur sem fólk er oft neytt til að græja bankaábyrgð fyrir, sem er víst mikil fyrirhöfn og kostar pening líka, finnst mér ég hafa heyrt af.
Svo plís VISA / Valitor, gerið einstaklingum kleift að vera með í greiðslukerfum ykkar, án þess að það sé jafn flókið og að sækja um réttindi í opinbera kerfinu og víðar, og leggið mikilvægt skál á réttlætisvogar Íslands með því. Takk. Sé það svo að það sé þegar hægt, þá plís auglýsið það svo fólk viti af því !!
Og Alþingismenn, breytið lögum í hvelli, svo svona óréttlætismálum fjölgi ekki enn frekar, þau eru þegar nógu mörg og fleiri en nógu mörg, í gegnum áratugina, amk hvað varðar að fólk borgi ekki. Það á ekki að vera flókið mál að koma fólki út, sem brýtur samning með því að borga ekki. Einstaklingar eru ekki með sama bolmagn og t.d. Félagsbústaðir, að bíða bara í margar mánuði og þurfa að fá sér lögmenn og auka á kostnaðinn / tapið með því. Sé vilji til, finnið þið leið og það í hvelli !
Að leigja út íbúð sína, sem oft er eina eign fólks, á ekki að þurfa að vera eins og rússnesk rúlletta !!!
Íbúð í útleigu lögð í rúst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2014 | 17:59
Why var hann þá ekki á LSH ?
Sé starfsfólk LSH að segja satt, af hverju í ósköpunum var maðurinn þá ekki á spítalanum á þessum tíma ????
Er þá verið að segja að Borgin sé að ljúga og skálda upp, að farið hafi verið fram á að hann yrði nauðungarvistaður ? Að auki kom fram að það sama hafi margsinnis gerst eftir þennan skelfilega atburð, margsinnis ! Fyrir mína parta, þá trúi ég því sem fram hefur komið frá Borginni en ekki frá LSH.
Svo er annað...það var nokkuð frjálslega talað um Sævar heitinn í Kastljósinu, af fólki sem lögum samkvæmt er bundið trúnaði. Er það þannig að lögbundinn trúnaður fellur niður við andlát okkar, eða þykir ekki þurfa að virða trúnað, eftir því hver á í hlut eða hvað hrjáði þá sem í hlut áttu ?
Og eitt enn...þarf ekki að opna nýja stofnun sem tekur við fólki sem erfitt er að eiga við ? Geta virkilega allir búið einir með sk stuðning ? Að mínu mati er það klárlega alls ekki og engan veginn þannig. Margir hafna þjónustu sem búa einir, sem gætu væntanlega síður gert það inná stofnun. Einsemd fer illa með allt fólk, og líka þá sem erfitt er að eiga við og á stofnun er fólk þó aldrei aleitt og ætti þá væntanlega að líða betur.
Það fólk sem hefur ákveðið að allir skuli búa einir en ekki á stofnunum...hvort sem er innan Löggjafans eða heilbrigðis-og félagsgeirans, treystir það fólk sér sjálft til að búa með svo erfiðu fólki, sama svosem hrjáir það ? Hvort sem er mikil fíkn í áfengi eða eiturlyf, veikindi, erfiðar raskanir , siðblinda eða annað, eins og talið var upp í Kastljósi.
Ef svo, væri þá ekki best ef þeir sem ákveða þetta, búi innan um fólkið, en ekki leggja ábyrgðina á nágranna sem ekki hafa menntun né reynslu til að díla við svo erfitt fólk, og sem ekki voru einu sinni spurð hvort þau treystu sér til þess.
Hafnaði geðsvið nauðungarvistun? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2014 | 19:09
Sambúðarfólk ekki framfærsluskylt !
Ömurlegt mál og ég vona að eitthvað gott komi til þeirra sem æeysir mál þeirra.
En...ég hegg eftir einu. Að hún fær ekki fjárhagsaðstoð frá Þorlákshöfn, vegna þess að hún er í sambúð. Að því gefnu að þetta sé rétt, þá stenst það ekki að mínu mati. Aðeins hjón hafa framfærlsuskyldu hvort á annað, EKKI sambúðarfolk, og því er sveitarfélaginu í Þorlákshöfn ekki stætt á þessari neitun. Ég skora á ykkur, ágæta par sem fréttin fjalla um, að skoða þetta afar vel. Þið,gætuð,æeitað að dómum um sambúðarslit og opinber skipti, þá ætti þetta að koma fram, ef þið,getið ekkimrðfært ykkur við lögmann. Sambúðarfólki er EKKI skylt að framfæra hvoru öðru, það er kristsltært, eins og ég hef skilið það.
Með kærleikskveðju til ykkar og skammarkveðju til Þorlákshafnar sem neitar að hjálpa ! Það er bundið í Stjórnarskrá þar auki án fyrirvara um hjúskaparstöðu !
Mun berjast barnanna vegna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2014 | 21:36
Nei, nei, nei og aftur nei !!!
WHO hefur fyrir löngu síðan , farið þess á leit við aðildarríkin, að allt sé gert til að takmarka aðgengi að áfengi, sem og stjórna neyslu með verðlagi. Bretar hafa t.d. ,ekki alls fyrir löngu, hækkað verð á áfengi til að reyna að minnka neysluna.
Sá tekjumissir sem ríkið, VIÐ ÖLL, verðum af með því að missa smásöluálagninguna, hvað ætli það sé mikil upphæð ??? Og hvaðan á að ná í það tekjutap ?
Þetta er engin nauðsyn. Vínbúðirnar eru fínar og Íslendingar hafa aldrei verið í vandræðum með að verða fullir, tókst meira að segja afar vel á meðan aðeins voru 2 ÁTVR búðir í Reykjavík; við Snorrabraut og svo við Lindargötu.
Tel að þetta sé aðeins gert til þess að auka tekjur örfárra verslunareigenda. Og þær tekjur sem verslanirnar munu skila til ríkissins; OKKAR, verða klink í samanburðinum við það sem ríkið, VIÐ, fáum með því fyrirkomulagi sem er og hefur verið og verður vonandi áfram.
Það hefur nú ekki gengið allt of vel að hafa opinbert og dýrt eftirlit án afleiðinga, með tóbakssölu í verslunum landssins. Ég treysti einfaldlega ríkisstarfsmönnum best til að passa að enginn versli sem ekki hefur náð tilsettum aldri til þess.
Að auki er verið að flytja opinber störf útá land og leggja á Fiskistofu niður til að flytja hana til Akureyrar. Og verði þetta að lögum, glatast enn fleiri opinber störf, þetta er jú fólk á launum hjá ríkinu, OKKUR, sem vinnur í Vínbúðunum. Og hvað með það þó við töpum smotterí í fórnarkostnað með litlum Vínbúðum vítt og dreift um landið ? Má ekki skrifa það sem landsbyggðarstyrki ?
Ég vona að þetta nái ekki í gegn.
Loforð um eftirlit og enn meira eftirlit blæs ég á. Það eftirlit sem er til staðar með öllu nú þegar, á milli himins og jarðar, á kostnað OKKAR, er nú ekki svo merkilegt að ég sé til í að bæta í það. Oh nei og nei, nei, nei !!! Etilitið með bönkunum, FME, hvernig hefur það gengið ? Rosa vel eða hitt þó heldur, hér hrundi jú allt með stæl 2008 !!!
Svíar eru í ESB en hafa samt haldið fast í sínar ríkisreknu Vínbúðir; Systembolaget.
Og ef það eiga að vera rök með því að samþykkja að þá geti opnað sérverslanir með osta og áfengi...vá, geta þá ekki Vínbúðirnar bara byrjað að selja osta hjá sér ! ?? Og hvað með Leifsstöð og tollfrjálst áfengi þar ??? Mun það bíða einhvers vinar til að taka við sölunni þar ? Kannski á að flokka það sem greiða og veita Fálkaorðuna fyrir að létta af okkur ,,byrðarnar" við að selja áfengi ??? Svo á að selja hlut ríkissins í bönkunum, eða gefa býst ég við, gefa orkufyrirtækin, slátra hverri einustu mjólkurkú sem við eigum !! Hvað er að mönnum sem viðhöfum kosið til að gæta velferðar okkar og hags !! ???? Á að bæta allt tekjutap með hverju...enn hærri sköttum og greiðsluþátttöku innan heilbrigðiskerfis okkar ??? Vúps, það verður búið að gefa LSH áður en við vitum af...hvernig læt ég..æji já, þá hækkar það enn meira auðvitað og verðlagning per nótt á sjúkrahúsi verður á pari við dýrsutu hótel landssins eða enn meira...
Við erum á hausnum sem þjóð og blæðum enn og munum blæða lengi í viðbót, vegna eftirlits sem brást alveg með bönkunum og engin vissa um að það sé nokkuð betra núna en fyrir hrun. Að tapa þessum tekjum og bæta á byrgðar þjóðarinnar með tekjutapinu og bæta á drykkjuvandann, er glapræði að spá í , hvað þá að samþykkja með lögum. Man ekki betur en ég hafi lesið um það að margar þjóðir öfundi okkur af okkar kerfi !! SÁÁ og Vogur búa við krónískan fjárskort og með minnkandi tekjum ríksins mun það ekki lagast !!
Nei, nei, nei og aftur nei !!! Það þarf ekki og á ekki að breyta því sem virkar fínt !!! Nóg er búið að eyða í fullt af flottum Vínbúðum um allar trissur og nóg er búið að gefa útvöldum vinum á landinu !!!
Sjálfsagður hlutur að leyfa þetta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
8.7.2014 | 01:52
Verðbólgubál
Þessir brunar allir saman eru skelfilegir. Og gott að eldurinn í Skeifunni í gær, varð engum að bana né skaða. Guði sé lof fyrir það. Blessuð sé minning þeirra sem létust í þeim eldsvoðum sem eru rifjaðir upp í þessari frétt.
Það sem ég hegg eftir, er hvað verðlag hefur hækkað gígantískt mikið. Fyrir 99 árum síðan, var semsagt hægt að fá heilt hótel og 12 hús að auki !!! Fyrir aðeins nokkur hundruði þúsunda.Og með öllu innbúi sem til þurfti fyrir hótel og 12 heimili !! Ég geng út frá að um altjón hafi verið að ræða og ef einhver veit betur, þigg ég ábendingu um það.
Eftir 1915 voru svo 2 núll tekin af, árið 1980...
Í dag er hægt að fá þokkalegt sófasett fyrir þá upphæð sem tjónið 1915 var metið á.
Á hótelinu má reikna með að hafi verið nokkur sófasett, og 1 sett að auki hverju húsi. Fyrir utan allt annað innbú, fatnað og fleira sem tilheyrir hverju heimili og hverju hóteli. Og fyrir utan kostnað við innréttingar og byggingu 12 húsa og eins hótels !!
Mikið væri ánægjulegt ef einhver kann að reikna hvað tjónið í brunanum 1915 væri mikill ca. á núvirði og hvað það væri mikil % hækkun. Og hvort laun hafi eitthvað hangið í takt við þá megahækkun sem orðið hefur á aðeins 99 árum.
Ætli verðbólgan sé meiri eða minni en okkur er í raun sagt frá, m.v. þessa gömlu forsíðufrétt um bruna 13 bygginga árið 1915, sem þá var metið á hundruði þúsunda ??? Hvað segja hagfræðingar Seðlabankans við því sem og ASÍ ???
Sviðin jörð breytir ásýnd borgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2014 | 08:29
Aukning um 8 ríkisstarfsmenn
Hver var þá hagræðingin af þessum flutningum ? Vissulega er gott að fólk fái vinnu, en mikið er talað um að ríkið þenjist stöðugt út og með þessu var það þanið enn meira út, kostnaðaraukning við að færa störfin norður.
Skil ekki alveg svona, verð ég að segja.
Flytjum störf, ekki fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)