Orð særa...

...hafðu það í huga áður en þú kommentar um þessa frétt ...þeir sem hafa þörf á að hrauna yfir af mannvonsku og dómhörku, fáið ykkur göngutúr og ferskt loft í lungun og setjið ykkur í spor þeirra sem nú eru í sjokki og sorg. Takk ;oHeart

Var annars búin að blogga um þetta og hef engu við það að bæta í augnablikinu, sjá ,,Nærgætni orða" , hér á undan þessu innleggi. 


mbl.is Hvattar til að vera samvinnuþýðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nærgætni orða

Þetta mál er skelfilegt og það að hugsa til þess að svo ungar stúlkur hafi verið úrskurðaðar í 7 mánaða EINANGRUNARVIST, eins og ég skil fréttir, þykir mér engum bjóðandi, engum.  Fyrir foreldra og ástvini þeirra er þetta hræðilegt, eins og heyra mátti í Kastljósinu í gær, feðrum þeirra líður mjög illa og eru hræddir og sorgmæddir og vilja fá þær hingað heim. Það styð ég heilshugar og vona að allir leggist á eitt með að svo geti orðið.

Ég læt hér fylgja link á dv.is, þar sem mikið hefur verið kommentað um þessa frétt, þar á meðal ég. Einhverjir orðljótir og fullir dómhörku og vægðarleysis, hafa fjarlægt komment sín. Tek því þannig að þeir hafi þá séð að sér, þó betra hefði verið að þeir hefðu beðist afsökunar á orðum sínum. Trúi því og treysti að bloggarar a mbl.is séu  nærgætnari, kurteisari og dannaðri !

Það er gott að hafa í huga að oft er best að segja ekki neitt, ef maður hefur ekki neitt fallegt að segja. Þessi frétt snýst ekki um afleiðingar dópneyslu, heldur þá staðreynd að ungar íslenskar stúlkur hafa verið úrskurðaðar í EINANGRUNARVIST og amk önnur þeirra með astma og fleira sem hún þarfnast læknisaðstoðar með, sem óvíst er hvort hún fái í Prag, en það er þó vonandi. Við búum vi ðþá löggjöf að við treystum ekki fólki undir 20 ára til að kaupa sér 1 bjór. Útlendingastofnun treystir ekki Íslendingum undir 25 ára aldri, til að hafa þann þroska sem þarf, til að giftast útlending. 18 ára sem hafa að auki verið í neyslu, hafa án minnsta efa míns, ekki dómgreind í að vita hvað þær voru að gera eða mögulegar afleiðingar þess,  hafi þær á annaðborð nokkuð vitað um það.

Utanríkisráðherra hefur sagt , á ruv.is í gær, að það sé ,,ljóst að þær eru fórnarlömb glæpamanna", og að reynt verði að fá þær heim. Ekki er ég neinn sérfræðingur, en ég held þess þurfi ekki til að sjá hvernig þessu var ótrúlega vandlega og faglega komið fyrir í 4 töskum hjá þeim, en ekki hvítt efni í glærum pokum, eins og oft er sýnt hér í tv sem finnst á Leifsstöð. Ég vil trúa því að þær hafi ekki vitað af efnunum og leyfa dómsstólum einum að dæma í málinu , þegar og ef þar að kemur.

Persónulega er ég á móti dópi og þykir afleiðingar þess vera skelfilegar og neyslan eykst og eykst og fram hefur komið að dópstríðið í heiminum sé tapað, en það er allt annað mál og þessari frétt ekki viðkomandi. 

Það er öllum holt að geta sett sig í spor annarra og um leið að hugsa sem svo; ,,Hvað ef þetta hefði verið ung dóttir mín, eða ég sjálf/sjálfur, hvað myndi ég þá vilja að væri gert og hvernig myndi ég vilja að um málið væri kommentað og bloggað ? " 

 http://www.dv.is/frettir/2012/11/12/hun-verdur-aldrei-som-eftir-ad-vera-tharna-uti/

Með samúðar-og kærleikskveðju til ástvina þeirra sem nú eru miður sín af sorg og í miklu áfalli, eins og heyra mátti í Kastljósinu í gær, þau þurfa nú stuðning en ekki ljót orð Heart

Hjördís Vilhjálmsdóttir


mbl.is Stúlkunum „leikið fram til fórnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband