Nærgætni orða

Þetta mál er skelfilegt og það að hugsa til þess að svo ungar stúlkur hafi verið úrskurðaðar í 7 mánaða EINANGRUNARVIST, eins og ég skil fréttir, þykir mér engum bjóðandi, engum.  Fyrir foreldra og ástvini þeirra er þetta hræðilegt, eins og heyra mátti í Kastljósinu í gær, feðrum þeirra líður mjög illa og eru hræddir og sorgmæddir og vilja fá þær hingað heim. Það styð ég heilshugar og vona að allir leggist á eitt með að svo geti orðið.

Ég læt hér fylgja link á dv.is, þar sem mikið hefur verið kommentað um þessa frétt, þar á meðal ég. Einhverjir orðljótir og fullir dómhörku og vægðarleysis, hafa fjarlægt komment sín. Tek því þannig að þeir hafi þá séð að sér, þó betra hefði verið að þeir hefðu beðist afsökunar á orðum sínum. Trúi því og treysti að bloggarar a mbl.is séu  nærgætnari, kurteisari og dannaðri !

Það er gott að hafa í huga að oft er best að segja ekki neitt, ef maður hefur ekki neitt fallegt að segja. Þessi frétt snýst ekki um afleiðingar dópneyslu, heldur þá staðreynd að ungar íslenskar stúlkur hafa verið úrskurðaðar í EINANGRUNARVIST og amk önnur þeirra með astma og fleira sem hún þarfnast læknisaðstoðar með, sem óvíst er hvort hún fái í Prag, en það er þó vonandi. Við búum vi ðþá löggjöf að við treystum ekki fólki undir 20 ára til að kaupa sér 1 bjór. Útlendingastofnun treystir ekki Íslendingum undir 25 ára aldri, til að hafa þann þroska sem þarf, til að giftast útlending. 18 ára sem hafa að auki verið í neyslu, hafa án minnsta efa míns, ekki dómgreind í að vita hvað þær voru að gera eða mögulegar afleiðingar þess,  hafi þær á annaðborð nokkuð vitað um það.

Utanríkisráðherra hefur sagt , á ruv.is í gær, að það sé ,,ljóst að þær eru fórnarlömb glæpamanna", og að reynt verði að fá þær heim. Ekki er ég neinn sérfræðingur, en ég held þess þurfi ekki til að sjá hvernig þessu var ótrúlega vandlega og faglega komið fyrir í 4 töskum hjá þeim, en ekki hvítt efni í glærum pokum, eins og oft er sýnt hér í tv sem finnst á Leifsstöð. Ég vil trúa því að þær hafi ekki vitað af efnunum og leyfa dómsstólum einum að dæma í málinu , þegar og ef þar að kemur.

Persónulega er ég á móti dópi og þykir afleiðingar þess vera skelfilegar og neyslan eykst og eykst og fram hefur komið að dópstríðið í heiminum sé tapað, en það er allt annað mál og þessari frétt ekki viðkomandi. 

Það er öllum holt að geta sett sig í spor annarra og um leið að hugsa sem svo; ,,Hvað ef þetta hefði verið ung dóttir mín, eða ég sjálf/sjálfur, hvað myndi ég þá vilja að væri gert og hvernig myndi ég vilja að um málið væri kommentað og bloggað ? " 

 http://www.dv.is/frettir/2012/11/12/hun-verdur-aldrei-som-eftir-ad-vera-tharna-uti/

Með samúðar-og kærleikskveðju til ástvina þeirra sem nú eru miður sín af sorg og í miklu áfalli, eins og heyra mátti í Kastljósinu í gær, þau þurfa nú stuðning en ekki ljót orð Heart

Hjördís Vilhjálmsdóttir


mbl.is Stúlkunum „leikið fram til fórnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Það er eiginlega sorglegt að lesa þín skrif.  Hvar er samúðin með ætluðum fórnarlömbum stúlknanna ?  Gerir þú þér nokkra grein fyrir því hvað þær ætluðu að gera  ?  Mundir þú vilja að þín börn kæmust í efnin sem þær ætluðu að græða á að smygla ?  Svo er það nú alveg örugglega total bullshit að þær hafi ekki vitað af efnunum,  þær eru jafn "saklausar" og þessi Brynjar í Bangkok sem var varla laus þegar hann missti úr sér að nú "ætlaði hann að verða betri maður".  Saklaus my ass.  Þetta eru bara dópsmyglarar og eiga að taka út refsingu þar sem þeir nást.  Stelpurnar voru heppnar að vera ekki teknar í Brasilíu - en svo má kanski benda þér á nokkra íslenska stráka sem sitja einmitt í fangelsum í Braslíu við skelfilegar aðstæður, viltu ekki væla svolítið yfir þeirra örlögum líka ?  Mín samúð er hjá foreldrum stelpnanna, ekki þeim sjálfum.  Ef þær hafa þroska til að flakka um allan heim, þá hafa þær líka þroska til að gera greinarmun á hvað má og hvað má ekki.

Óskar, 13.11.2012 kl. 11:45

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Mín samúð er með hverjum þeim sem dvelur við ógeðslegar aðstæður sem engum er bjóðandi og ástvinum þeirra Óskar., svona ungar og í EINAGRUNARVIST að auki og það er ekki fallinn dómur í málinu og mér þykir tímalengdin skelfilega löng.

Mér þykir engin nauðsyn af þér að sýna svona grimmd, þessi frétt og mitt blogg fjallar ekki um afleiðingar dópneyslu og það tek ég fram sérstaklega.

Ég vil ekki trúa því að ef þú eða þínir væru í þessum sporum, að þá værir þú sáttur og sæll með það.  Ég vil biðja þig að láta það eiga sig að kommenta hjá mér á þetta blogg, ef þú ert ekki til í að splæsa á nærgætin og styðjandi orð til þeirra sem nú eru í áfalli og þeirra svona ungar í þessum aðstæðum. Kurteisi og kærleikur er eitt af örfáu sem er frítt í þessum heimi, en því miður reynist mörgum það ofviða að gefa það. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.11.2012 kl. 11:56

3 identicon

Sæl Hjördís

Ég tel það kristaltært í þessu máli að stelpurnar eru fórnarlömb.  Það er eiginlega ótrúlegt að aðrir sjái þær sem gerendur.  18 ára börn er um að ræða og með þetta magn af fíkniefnum er ljóst að þær hafa annaðhvort verið "neyddar" eða "plataðar" í þetta.  Þær hafa hvorki fjármagn né kunnáttu í að skipuleggja slíkt. Viðbjóðurinn í þessum heim fíkniefna er sá að höfuðpaurarnir, (þeir sem eiga peningana og skipuleggja) nýta sér eymd annara fíkla og í þessu tilfelli barna sem svo afplána dómana og líf þeirra eyðileggst.  Tek heilshugar undir með þér Hjördís að þetta mál er ógeðfelt og vonandi fá stelpurnar að afplána heima og þar á eftir komast í viðeigandi meðferðarúrræði.  Hugur minn er hjá þeim, í mínum huga er enginn vafi um að þær eru fórnarlömb.

Baldur (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 12:25

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir falleg og styðjandi orð  Baldur, til þeirra sem elska þessar ungu stúlkur sem og allra sem líður illa að vita af þeim í þessum aðstæðum og finna til með þeim og þeirra , þar á meðal er ég. ,o) takk.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.11.2012 kl. 12:38

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Hjördís, það hvarflar ekki að mér eitt augnablik að þær hafi sjálfar staðið að þessu.  Ég þekki svona mál allof vel.  Ungt fólk er tælt í neyslu, þegar þau eru orðin nógu föst í netinu til að þurfa efninn reglulega, fá þau "lánað" fyrir stöffinu, síðan þarf að borga greiðann.  Það getur verið í formi vændis, innbrota, taka á sig sök fyrir annan, eða gerast burðardýr.  Þau hafa ekkert val, það er hótað, ekki bara þeim sjálfum, heldur ættingjum, sérstaklega þeim sem fórnarlömbin óttast mest um.  Ég veit hvað systir þín býr til dæmis.  Eða bara hreinlega, þú færð að finna fyrir því ef þú gerir ekki eins og þér er sagt.

Þessu þarf að breyta, það verður að finna níðingana sem svona tæla ungt fólk af báðum kynjum á villibrautir.  Og það eiga að vera harðar refsingar við svoleiðis brotum.  Því miður nást níðingarnir sjáldnast, því fórnarlömbin eru of hrædd til að segja frá, örugglega búið að hræða úr þeim líftóruna. 

Margt fólk hreinlega trúir ekki að það sé til svona sori á Íslandi, eða hefur ekki skilning á hvað er að gerast. Þess vegna var ég ánægð með yfirlýsingu utanríkisráðherra um að hann gerði sér grein fyrir að stúlkurnar væru fórnardýr. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt svona fast tekið til orða af ráðamanni.  Venjulega eru yfirvöld og sérstaklega lögreglan jafn mikil grýla á foreldra og fíkla og sjálfir glæpamennirnir því miður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2012 kl. 12:48

6 Smámynd: Óskar

Hjördís, ég þekki þetta nefnilega ágætlega frá hinni hliðinni.  Ég á dóttur sem lenti ung í fíkniefnaneyslu og því hef ég absolute ENGA samúð með fíkniefnasmyglurum, sama af hvaða kyni þeir eru og sama hvað þeir eru gamlir.  Þó þær séu sjálfar í neyslu eða hafi verið það og séu "bara " 18 ára þá er það bara engin afsökun.  Þær vita hvað þær voru að gera og vissulega voru aðrir sem skipulögðu þetta,  á ekki að hafa samúð með þeim líka ?  Ég meina þeir koma kanski frá erfiðum heimilum, foreldrarnir alkar eða jafnvel misnotuðu þá, aumingja mennirnir að leiðast út í glæpi.

Hvar væri samúð þín Hjördís ef hér hefðu verið teknar tvær stúlkur í Leifsstöð frá Tékklandi með 8 kíló af kóki ÆTLUÐUM ÍSLENSKUM UNGMENNUM ?

Óskar, 13.11.2012 kl. 13:56

7 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Láttu þessi ónærgætnu orð eiga sig á blogginu  mínu Óskar, takk. Ég bað þig um það áður og virtu það, takk Ég er þakklát fyrir hönd þessara ungu stúlkna, að eiga þig ekki sem föður ! Enginn er svo fullkominn að verða ekki á, enginn. 

Hraunaðu hjá sjálfum þér ef þú þarft þess , eða en betra, í  hljóði svo það meiði engan nema sjálfan þig, eða farðu út að labba ;o Tek fram, enn og aftur, að þetta fjallar ekki um afleiðingar dóps!

Og að auki held ég að stærstu viðskiptavinir kókaíns sé vel fullorðið fólks , snobb dóp þeirra ,,ríku og/eða frægu"... væri nær að þú beittir þér fyrir að finna út hvaða fólk það er hér á landi sem kallar á þessa miklu síauknu eftirspurn af kókaíni...

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.11.2012 kl. 14:28

8 identicon

Hjördís

Þú skalt leyfa Óskari að tjá sig, allar skoðanir hafa rétt á sér.  Hinsvegar eru fæstir vel hugsandi menn sammála því sem hann hefur fram að færa.  Óskar talar um að eiga dóttur sem ung lenti í heimi fíkniefna, ég finn til með honum vegna þessa enda eflaust algjört helvíti.  Þá ætti hann nú að skilja betur þá veiku stöðu sem þessir ungu neytendur eru í gagnvart glæpamönnunum sem einskis svífast.  Þeir "lána" þessum krökkum fyrir dópinu og krefjast svö greiðslu á hinn ýmsa hátt, þ.á.m sem burðardýr.  Það sér það hver heilvita maður að í þessu tilfelli eru stúlkurnar blekktar/neyddar til þessa og eru því augljós FÓRNARLÖMB í þessu máli.  Sá eini sem ber að saka í þessu máli að mínu mati eru höfuðpaurarnir, þeir sem skipuleggja og fjármagna þetta.  Það eru þeir sem skapa alla eymdina í kring um þetta.  Útúrsnúningur er svo að taka dæmi um að engin samúð væri með tékkneskum þolendum sem yrði teknir hér í Leifstöð.. það er sama hvort er, um algjör fórnarlömb er um að ræða.

Persónulega vil ég sjá vægara tekið á burðardýrum og þeim boðin aukin vernd, hjálp í að gefa upp höfuðpaurana í þessum málum.

Baldur (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 14:46

9 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Óskar "Ég á dóttur sem lenti ung í fíkniefnaneyslu og því hef ég absolute ENGA samúð með fíkniefnasmyglurum, sama af hvaða kyni þeir eru og sama hvað þeir eru gamlir. " Í einum skrifum þínum sagðir þú eitt sinn að þú þyrtir ekki á lögreglu að halda, þú gætir passað þig sjálfur og þá gegn innbrotsþjófum, ég fæ ekki betur séð en að "vargur" hafi komist í barn þitt og þú lítið getað gert í því, er ekki gott að vita til þess að ríkið sé að kosta varnir til að stöðva og koma í veg fyrir að saklaus "lömb" lendi í skólti úlfsinns, eða lágfótu.

Hinsvegar hljóta þessar stelpur að hafa gert sér grein fyrir afleiðingum þess ef þær yrðu teknar, en því lengra sem þær farameð efnin, því meiri eru líkurnar á því að smiglið uppgötaðist . Það verður að vera tekið hart á þessu öðrum víti til varnaðar, því dópsalarnir treysta á að geta sent einhvern og ef þeir fá engan verða þeir að gera þetta sjálfir

Brynjar Þór Guðmundsson, 13.11.2012 kl. 15:55

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sammála þessu Baldur : ,,Persónulega vil ég sjá vægara tekið á burðardýrum og þeim boðin aukin vernd, hjálp í að gefa upp höfuðpaurana í þessum málum."

Ég er alveg sammála því að allar skoðanir eiga rétt á sér og ég harma það að dóttir Óskars hafi farið í að nota dóp, en um leið ræð ég því hverjir koma á mitt blogg og mér líkar ekki að fólk sé með vonsku og skilningsleysi, síst af öllu á mínu bloggi og sér í lagi af því að ég bað um það sérstaklega að það yrði ekki gert en hann stóðst ekki mátið !! Og það í tvígang  !!! Að auki, þá eru ástvinir þessara stúlkna í sömu sporum og hann sjálfur, þær hafa báðar verið í neyslu og eru evt enn, veit ekki, en fram hefur komið að meðferðir hafi ekki skilað árangri, eins og ég hef skilið það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Og svo bætist þessi byrgði og sorg á þau núna með því að þær sitja 7 mánuði í EINANGRUN. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.11.2012 kl. 15:59

11 Smámynd: Óskar

Hjördís ég ætla nú að svara á þínu bloggi þegar að mér er veist, greinilegt að lýðræðisást þín er ekki yfirþyrmandi fyrst þú vilt aðeins að þín skoðun komist til skila.  Ég bara hafna því algjörlega að ég sé að sýna vonsku og skilningsleysi.  Samúð mín er með foreldrum þessara stúlkna og LÍKA með yfirleitt ÖLLUM fórnarlömbum fíkniefna.  SEM BETUR fer komst þetta smygl upp áður en einhver neytti þessara efna og þau urðu kanski einhverjum að bana. 

Þú vilt sjá vægara tekið á burðardýrum - greinilegt að þú veist afskaplega lítið um þennan fíkniefnaheim.  Sennilega eru fæst burðardýranna neydd til þessa verknaðar, þeim er einfaldlega boðið gull og grænir skógar fyrir þetta.  Ef vægar yrði tekið á þeim þá stæðu ákveðnir hópar í biðröðum eftir að gerast burðardýr því áhættan yrði það lítil.  Mjög snjallt eða hitt þó heldur.

Óskar, 13.11.2012 kl. 17:32

12 Smámynd: Óskar

Þessu verður nú að svara líka "Og að auki held ég að stærstu viðskiptavinir kókaíns sé vel fullorðið fólks , snobb dóp þeirra ,,ríku og/eða frægu"... væri nær að þú beittir þér fyrir að finna út hvaða fólk það er hér á landi sem kallar á þessa miklu síauknu eftirspurn af kókaíni..."

Er semsagt í lagi að smygla kókaíni af því að það er fullorðið, ríkt og frægt fólk sem notar það ?  Í fyrsta lagi er fullyrðingin kolröng, svona var þetta kanski fyrir 15-20 árum en þetta hefur gjörbreyst þ.e. notendahópurinn.  Í öðru lagi sé ég ekki að það eigi að meðhöndla málið eitthvað öðruvísi eftir því hver notendahópurinn er.   -- Talandi um mannvonsku þá finnst mér þú  nú ekki sýna mikla hluttekningu með fórnarlömbum fíkniefna Hjördís.  Greinilegt að þú hefur ekki átt barn eða náinn ættingja sem hefur orðið dópsölum og fíkniefnasmyglurum að bráð.  Þú svaraðir heldur aldrei þessari spurningu: Hvar væri samúð þín Hjördís ef hér hefðu verið teknar tvær stúlkur í Leifsstöð frá Tékklandi með 8 kíló af kóki ÆTLUÐUM ÍSLENSKUM UNGMENNUM ?

Óskar, 13.11.2012 kl. 17:56

13 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Kíktu á þetta, viðtal við Jóhannes Kr. úr Kastljósinu :

http://www.dv.is/frettir/2012/11/13/farnir-ad-finna-naesta-burdardyr-sem-ad-forna/

Lýðræðið er fínt, en ég ræð á mínu bloggi eins og á mínu heimili Óskar og mér þykir leitt ef ég hef misskilið þig og biðst þá afsökunar, sé nú í þínum skrifum að þú hefur samúð með þeim sem þjást , sem og þá þeim um leið sem sitja í EINANGRUN í Prag, þær sjálfar voru í dópi og jafnvel enn, veit ekki ?Þeirra ástvinir hafa einnig glímt við fíkn þeirra, eins og ég skildi Kastljósið í gær, þar með eru þær tvöföld fórnarlömb; dóps og þeirra sem misnotuðu þær í þetta smygl. 

Þetta var ekki á Leifsstöð og ef svo, þá væru það tæplega börnin okkar og ungmennin sem hefðu sogið þetta í nasir sér. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.11.2012 kl. 18:03

14 identicon

Dómharka leysir ekki fíkniefnavandann. Það er löngu sannað. Öflugar forvarnir sem og aðstoð út úr ógöngum sem fólk er komið í er eina (meðferð) lausnin á vandanum. Aðstoð og misskunnsemi eru einu meðulin sem virka. Ekki þyngri refsingar eða vægðarleysi. Það bitnar líka verst á þeim sem framleiða og selja þegar öllu er á botninn hvolft.

Sveinn (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 18:05

15 identicon

Blessuð og sæl Hjördís!

á hverju máli eru tvær hliðar.

Það sem ég sé á þínu bloggi eru tvö ólík sjónarmið.

Tjái ég mig ekki um réttmæti þeirra skoðana.

Vil benda á það að rétt væri að kanna reynslu

annarra þjóða hvaða úrræði heppilegust séu.

En dæmið liggur fyrir Sjö mán. fangelsi í einangrun að mér skilst.

Það er að mínu mati mjög heppilegt til að þurrka upp unglinganna.

Veit að það gefur þeim tóm til að hugsa í ró og næði hvort

þetta sé leiðin í lífinu sem þær vilja ganga. Enga hjálp hafa þær

á Íslandi en eftir því mér skils hafa önnur eða báðar verið á

meðferðarheimili á Íslandi. Vissulega eru þetta börn.

En þau verða líka að læra að gera greinarmun á réttu og röngu.

Ég fyrir mitt leiti tel einangrun geta hjálpað þessum stúlkum.

Kveðja.

jóhanna (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 18:26

16 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk og sammála sveinn, en skil ekki :

,, Það bitnar líka verst á þeim sem framleiða og selja þegar öllu er á botninn hvolft."

Svo hef ég einnig séð hér á blogginu, áhugaverða tillögu að lausn, en hún er sú að dæma fólk til meðferðar. Muni ég það rétt og hef skilið þetta rétt,  þá kom sú góða tillaga frá kærri bloggvinkonu, henni Ásthildi  Cesil ;o  (mátt láta mig vita ef ég fer rangt með, það er ekki ætlun mín). 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.11.2012 kl. 18:45

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það kom frá mér Hjördís mín, ég hef lengi talað um að það ætti að koma hér á stofn lokaðri meðferðarstofnun fyrir lengra komna fíkla.  Svona stofnanir eru til á öllum hinumn norðurlöndunum, á tímabili íhugaði ég slík úrræði fyrir minn son, það var bara svo dýrt kostaði þá fyrir 20 árum tvær til þrjár milljónir fé sem ég átti ekki.  En þarna úti þá eru ungmenni stundum dæmd á slík heimili, til dæmis í Danmörku er manneskja sem fer yfir málefni fíkla og skoðar hvort þetta úrræði henti þeim, ef svo er, þá eru þau dæmd í slíka meðferð, til margra mánaða og allt upp í meira en ár.  Þar er unnið með 12 sporakerfið og ef þau strjúka, þá eru þau sótt og þurfa að byrja upp á nýtt.  Svona meðferðarstofnun þarf að setja upp hérna, til dæmis í einhverjum afskekktum úreltum heimavistarskóla úti á landi eða í Krýsuvík, þar sem húsnæði er fyrir hendi en ekki peningar til að taka allt húsnæðið í notkun.  Þá væri líka hægt að samnýta það góða starfsfólk sem þar vinnur og meðferðarheimilið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2012 kl. 18:59

18 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hefur þér dottið í hug, Hjördís að kannski er þetta einmitt það sem þessar stúlkur þurftu til að losna úr þessum heimi? Hefði þeim verið einhver greiði gerður með því að segja þeim að hætta þessu bara og fara heim til pabba og mömmu? Meðferð skilaði greinilega engu. Kannski er þetta það besta sem nokkur hefur gert fyrir þær. Ég er alveg sammála Jóhönnu.

" Ég vil trúa því að þær hafi ekki vitað af efnunum"

Varst þú nokkuð fædd í gær, Hjördís? 

Hörður Þórðarson, 13.11.2012 kl. 19:25

19 identicon

Flott færsla hjá þér Hjördís og þetta er ekki i fyrsta skipti sem eg komenda her a þína síðu enn þegar eg geri það þá er eg alltaf kurteis.

Falskurjon (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 21:33

20 identicon

Hjördís. Bitnar á þeim í minni hagnaði af sölu. Minni sla minni ávinningur.

Sveinn (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband