5.11.2012 | 09:09
Landsbjörg
Hefur verið talsvert nefnt í umræðu um meint ólöglegt gjaldeyrisbrask þar sem framkvæmdastjórinn , nú fyrrverandi, hefur verið innblandaður, sem og nafn markaðsstjóra Landsbjargar. Í bloggheimum sýnist mér yfir línuna, að fólk sé á því að láta ekki meinta lögbrot starfsmanna Landbjargar, bitna á fjáröflun , sölu á Neyðarkallinum. Það sama er eðlilegt að segja um þessi hræðilegu mál sem áttu sér stað í Landakosttskóla. Það er því miður ekki skortur á fólki sem er óheiðarlegt og rotið að innan og margt af því fólki misnotar aðstöðu sína eða stöðu í starfi sínu, eða er sakað um það amk. Í báðum málum, með Landakotsskóla og með mál fyrrverandi framkvæmdastjóra Landsbjargar hefur ekki verið ákært né dæmt. Og Sr. Georg er látinn svo ekki verður réttað yfir honum héðan í frá í dómssölum landssins.
Ég held að langflestir dæmi ekki Landsbjörgu úr leik vegna þeirra upplýsinga sem fram hafa komið. Og sem betur fer segi ég, við þurfum hér eftir sem hingað til á þeim að halda og síðasta dæmið var um liðna helgi í því ofsroki sem óð yfir landið okkar. Þetta mál með fyrrverandi framkvæmdastjóra Landsbjargar lítur vissulega afar illa út lögmenn hans eiga ekki öfundvert verk framundan, m.v. það sem heyrist á upptökunni. Og 10 klt efni eftir....
Ég vona sömuleiðis að flestir láti sér ekki detta í hug að dæma Kaþólsku kirkjuna fyrir þau rotnu epli sem þar störfuðu. Og því síður Þjóðkirkjuna okkar. Kirkjan sem stofnun er ekki sú sem er sökuð um þessi skelfilegu brot gegn saklausum börnum sem þar voru og bera sár á sálu sinni alla ævi sína. Ég vona að þau muni ná að vinna sig í gegnum ömurlega lífsreynslu sína.
![]() |
Beitt ofbeldi árum saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)