Landsbjörg

Hefur verið talsvert nefnt í umræðu um meint ólöglegt gjaldeyrisbrask þar sem framkvæmdastjórinn , nú fyrrverandi, hefur verið innblandaður, sem og nafn markaðsstjóra Landsbjargar. Í bloggheimum sýnist mér yfir línuna, að fólk sé á því að láta ekki meinta lögbrot starfsmanna Landbjargar, bitna á fjáröflun , sölu á Neyðarkallinum. Það sama er eðlilegt að segja um þessi hræðilegu mál sem áttu sér stað í Landakosttskóla. Það er því miður ekki skortur á fólki sem er óheiðarlegt og rotið að innan og margt af því fólki misnotar aðstöðu sína eða stöðu í starfi sínu, eða er sakað um það amk. Í báðum málum, með Landakotsskóla og með mál fyrrverandi framkvæmdastjóra Landsbjargar hefur ekki verið ákært né dæmt. Og Sr. Georg er látinn svo ekki verður réttað yfir honum héðan í frá í dómssölum landssins. 

Ég held að langflestir dæmi ekki Landsbjörgu úr leik vegna þeirra upplýsinga sem fram hafa komið. Og sem betur fer segi ég, við þurfum hér eftir sem hingað til á þeim að halda og síðasta dæmið var um liðna helgi í því ofsroki sem óð yfir landið okkar.  Þetta mál með fyrrverandi framkvæmdastjóra Landsbjargar lítur vissulega afar illa út lögmenn hans eiga ekki öfundvert verk framundan, m.v. það sem heyrist á upptökunni. Og 10 klt efni eftir....

Ég vona sömuleiðis að flestir láti sér ekki detta í hug að dæma Kaþólsku kirkjuna fyrir þau rotnu epli sem þar störfuðu. Og því síður Þjóðkirkjuna okkar. Kirkjan sem stofnun er ekki sú sem er sökuð um þessi skelfilegu brot gegn saklausum börnum sem þar voru og bera sár á sálu sinni alla ævi sína. Ég vona að þau muni ná að vinna sig í gegnum ömurlega lífsreynslu sína. 


mbl.is Beitt ofbeldi árum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hjördís

Ég get ekki annað séð af færslu þinni en að þú hafir ENGAN skilning út á það hvað ásakanir á hendur fyrrum framkvæmdarstjóra landsbjargar ganga. Hann er ekki sakaður um brot í starfi hjá Landsbjörgu heldur um peningaþvott sem átti sér stað ÁÐUR en hann hóf störf hjá Landsbjörgu. Þess utan þá hefur Landsbjörg ekkert með málið að gera og hefur á engan hátt reynt að þagga málið niður. Það er ástæða þess að fólk ræðir um að dæma ekki landsbjörgu úr leik.

Kaþólska kirkjan á hinn bóginn hefur ÍTREKAÐ reynt að þagga niður mál af þessum toga og það er fullkomlega rétt að fordæma kirkjuna fyrir hennar vinnubrögð. Það er ekki eins og það séu örfá rotin epli innan kaþólsku kirkjunnar. Kirkjan öll er gegnumrotin og margir valdamenn hennar orðið uppvísir að því að misnota börn eða að reyna að hylma yfir misnotkun á börnum.

Ég ætla að vona að þú sjáir nú hversu mikið þú ert úti að skíta með þessum mjög svo heimskulega samanburði þinum.

Kristinn (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 12:29

2 identicon

Það er grundvallar munur milli landsbjargar og kirkjunar. Um leið og það kom upp að það gæti verið eitthvað vafasamt við framkvæmdarstjórann þá tók hann sér hlé til að sverta ekki mannorð stofnunarinnar.

Segðu mér, hvenær ætlar einhver biskup að segja af sér og taka á sig ábyrgð gjörða sinna? Og hversu oft hafa komið upp sannanir á því að þetta sé kerfisbundið þaggað? Kaþólska kirkjan er kraftur hinst illa í heiminum (Og þá einskorðast það ekki einungis við þá íslensku).

Kristinn (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 18:02

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Ég vona sömuleiðis að flestir láti sér ekki detta í hug að dæma Kaþólsku kirkjuna fyrir þau rotnu epli sem þar störfuðu."

Jóhannes skírari

3
1Á þeim dögum kemur Jóhannes skírari fram og prédikar í óbyggðum Júdeu. 2Hann sagði: "Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd." 3Jóhannes er sá sem svo er um mælt hjá Jesaja spámanni:

Rödd hrópanda í eyðimörk:
Greiðið veg Drottins,
gjörið beinar brautir hans.

4Jóhannes bar klæði úr úlfaldahári og leðurbelti um lendar sér og hafði til matar engisprettur og villihunang. 5Menn streymdu til hans frá Jerúsalem, allri Júdeu og Jórdanbyggð, 6létu skírast af honum í ánni Jórdan og játuðu syndir sínar.

7Þegar hann sá, að margir farísear og saddúkear komu til skírnar, sagði hann við þá: "Þér nöðru kyn, hver kenndi yður að flýja komandi reiði? 8Berið þá ávöxt samboðinn iðruninni! 9Látið yður ekki til hugar koma, að þér getið sagt með sjálfum yður: ,Vér eigum Abraham að föður.' Ég segi yður, að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þessum. 10Öxin er þegar lögð að rótum trjánna, og hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað. 11Ég skíri yður með vatni til iðrunar, en sá sem kemur eftir mig, er mér máttugri, og er ég ekki verður að bera skó hans. Hann mun skíra yður með heilögum anda og eldi. 12Hann er með varpskófluna í hendi sér og mun gjörhreinsa láfa sinn og safna hveiti sínu í hlöðu, en hismið mun hann brenna í óslökkvanda eldi."

Hörður Þórðarson, 5.11.2012 kl. 18:13

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Kristinn, takk fyrir innlitið og vertu velkominn, kurteis takk ;)

Mér þykir segja sig sjálft að þetta eru ekki sömu atburðir og hefði evt átt að taka það fram en áleit það óþarft.

Það eina sem ég er að segja er að það er fínt að dæma ekki vinnustaði fólks fyrir persónulega bresti starfsmanna, misalvarlega. Það voru margir sem blogguðu á netinu um það að ætla sér ekki að styrkja Landsbjörgu vegna meintra lögbrota framkvæmdastjórans sem nú er hættur þar og það þykir mér ósanngjarnt. Alveg eins og mér þykir það ósanngjarnt að útúða kirkjunni og skrá sig úr henni, vegna meintra brota þeirra sem rotnir eru. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.11.2012 kl. 11:25

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir komment þitt Hörður þó ég skilji það ekki.. ? ;o

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.11.2012 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband