10.3.2012 | 19:59
Gjaldmiðils Menu ?
Er það virkilega þannig að það sé bara undir okkur komið hvaða gjaldmiðil við veljum ? Bara eins og að setjast inná á næsta veitingahús og velja gjaldmiðil og svo aðalréttinn á eftir og vínið með ? Vá, ef þetta er svona auðvelt, eftir hverju er þá verið að bíða ?
Hafa t.d. Svíar ekki neitt um þetta að segja ? Einn daginn er það Evra, næsta US $, næst Kanada $...hvað með að klippa 2 núll af krónunni okkar aftur ? Hverju gleymi ég ? Listinn er langur yfir þá möguleika sem fram hafa komið og allir eru með bestu töfralausnina til sölu fyrir kjósendur.
En að breyta bara útlitinu á blessaðri krónunni sem við eigum og sjá hvort heimurinn kaupi það um leið að hér sé búið að taka til í fjármálum banka, ríkis ofl. ? Hókus pókus, púff !
Væri ekki nær að bæta hagstjórnina ? Er það ekki sagt vera rót vandans hvort sem er ? Hagstjórn lagast ekki að sjálfu sér ekki frekar en fólk sem þarf að taka sig á með ofþyngd léttist ekki við það eitt að skipta McDonald´s út fyrir Burger King !
![]() |
Segir sænsku krónuna vænlegri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.3.2012 | 17:44
Tilraunum á fólki er ólokið og hvaðan koma 500 milljónir ?
Vona að þetta gangi allt upp hjá þeim en hvaða fólk er það sem býður sig fram í að prófa nýja lyfið ? Er það allt hér á landi og veit það af því , eða hvernig virkar þetta ? Og hvað ef tilraunir á fólki ganga ekki að óskum ? Hvað verður þá lyfið ?
500 milljónir, sem þeir segja að búið sé að tryggja í aukið hlutafé...hvaðan kemur það ? Eru bankarnir farnir að lána á ný ? Ef svo, þá hvaða bankar ? Og ef svo, verða þau þá sannanlega endurgreidd eða verða þau afskrifuð , gangi þetta ekki upp ? Hvaða tryggingar og veð eru til staðar, sé þetta lánsfé ?
Ég vona að fjölmiðlar spyrji um svona atriði eins og fjármögnun, það var ekki nógu mikið spurt fyrir hrun, eins og ef það væri aukatriði hvernig fyrirtæki fengu fjármuni. Og eins ef um ..erlenda aðila" er að ræða...hverjir væru það þá ?
![]() |
Lyfjaverksmiðja á Siglufirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.3.2012 | 16:02
Þvílík fegurð
![]() |
Augu heimsins á mynd frá Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.3.2012 | 12:46
Mikilvægt að HH haldi sjálfstæði sínu
Ég vona að þau sameinist engum og síst verkalýðsfélögum, óttast mjög að þá þagni samtökin ;(
![]() |
Félagsfundur HH í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2012 | 12:07
Frábært að heyra !
Það er óskandi að myndin gangi líka vel í útlöndum og ég vona að almennt viðhorf til opinberra fjárframlaga í menningu og listir verði mun jákvæðara en það er.
Ég er afar stolt af listamönnum okkar og um leið þakklát fyrir störf þeirra, hvort sem þeir stunda ritlist, búa til kvikmyndir, semja og flytja tónlist, mála myndir, teikna og hanna byggingar, laga mat, hanna fatnað....greinarnar eru endalaust margar, svona næstum því.
Þolinmæði er það sem þarf, þetta skilar sér smám saman á einn eða annan hátt, þjóðinni til velsældar heima og að heiman ;)
![]() |
30 milljónir í kassann á sjö dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2012 | 11:12
Mætt á Moggabloggið ;))
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)