Gjaldmiðils Menu ?

Er það virkilega þannig að það sé bara undir okkur komið hvaða gjaldmiðil við veljum ? Bara eins og að setjast inná á næsta veitingahús og velja gjaldmiðil og svo aðalréttinn á eftir og vínið með ? Vá, ef þetta er svona auðvelt, eftir hverju er þá verið að bíða ?

Hafa t.d. Svíar ekki neitt um þetta að segja ? Einn daginn er það Evra, næsta US $, næst Kanada $...hvað með að klippa 2 núll af krónunni okkar aftur ? Hverju gleymi ég ? Listinn er langur yfir þá möguleika sem fram hafa komið og allir eru með bestu töfralausnina til sölu fyrir kjósendur.

En að breyta bara útlitinu á blessaðri krónunni sem við eigum og sjá hvort heimurinn kaupi það um leið að hér sé búið að taka til í fjármálum banka, ríkis ofl. ? Hókus pókus, púff !

Væri ekki nær að bæta hagstjórnina ? Er það ekki sagt vera rót vandans hvort sem er ? Hagstjórn lagast ekki að sjálfu sér ekki frekar en fólk sem þarf að taka sig á með ofþyngd léttist ekki við það eitt að skipta McDonald´s út fyrir Burger King !


mbl.is Segir sænsku krónuna vænlegri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæl Hjördís, lélegur ræðari kennir árinni um, ég er sammála þér, Kanada menn vildu ekki að seniráðsmaður þeirra mætti á fund nýlega vegna umræðu um Kanada dollar, ég held að botninum sé ekki náð og þingmenn og ráðherrar ætli að bjarga sér á hundasund.i

Bernharð Hjaltalín, 10.3.2012 kl. 20:51

2 Smámynd: Þórdís Bachmann

Var einmitt að spyrja þessarar spurningar: Langar sænska hagkerfið ofsalega að fá íslensku krónuna inn í sig?

Og svara: Ef svo er, þá bara komiði!

Til er ég!

En hvað segir Noregur? Stendur hann ekki eiginlega betur, svona gjaldmiðilslega séð, með alla þessa olíu? Ættum við kannski frekar að bíða eftir að þeir vilji okkur aftur?

Ó, decisions, decisions.

Þórdís Bachmann, 10.3.2012 kl. 21:22

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

@Bernharð Hjaltalín, 10.3.2012 kl. 20:51

Já, það er margt reynt til að forðast að ræða raunverulega vandann ! Smjörklípur út og suður...rakst á grein frá því í Nóvember 2011 þar sem Vilhjálmur Egilsson mælir með dönsku krónunni ( eru Danir ekki annars með Evru..?) eða bresku pundi...

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.3.2012 kl. 21:32

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

@Þórdís Bachmann, 10.3.2012 kl. 21:22

Það er einmitt hluti af vandanum, að þora ekki að taka ákvarðanir ! Að vera í stjórnmálum þýðir jú að fólk þarf að stjórna og hluti af því er ákvarðanataka.

Hef ekki heldur orðið vör við að önnur lönd bíði eftir að við tökum upp gjaldmiðil sinn...Kannski að Norðmenn vilji okkur aftur með flottan svartan og fljótandi heimanmund í hafinu.. ? ;)) Það má vel vera að okkur farnist betur með því að önnur þjóð ættleiði okkur...en hversu góð ,,fósturbörn"  yrði þjóðin ? Hveru fljótt yrði okkur ,,skilað" á ný ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.3.2012 kl. 21:57

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já sæl Hjördís mikið er ég sammála þér og eins og talað úr mínum munni þegar þú segir að það á að taka til í hagstefnunni okkar númer eitt, það er hún sem lætur peningana rúlla og ef það verður að taka til í siðferðinu okkar varðandi virðingu gagnvart hverju öðru þá á frekar að gera það vegna þess að þar liggur hluti vandans líka, en þessi vandi hefur ekkert með Krónuna okkar sem gjaldmiðill að gera.

Það mætti til dæmis athuga hvort það sé ekki hægt að kanna það erlendis hvort það myndi kosta missir á viðskipti og vörukaup ef við værum áfram með okkar eigin gjaldmiðil...

það hefur hvarlað að mér hvort þessi umræða um óhæfi gjaldmiðilsins okkar sé bara hér heima og þá í nösunum á einhverjum örfáum einstaklingum þó svo að þeir séu að fá vel...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.3.2012 kl. 00:19

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Örfáum einstaklingum miðað við heildina þó svo að þeir séu að fá vel... á að vera.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.3.2012 kl. 00:21

7 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

@Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.3.2012 kl. 00:19

Góður punktur hjá þér hvort þetta sé bara í nösum sumra hér á landi, eða hvort kvartanirnar séu líka í útlöndum ? Ég efast um að þetta hafi áhrif á þá aðila sem kaupa vörur okkar, þeim er hvort sem er sendur reikningur í erlendum gjaldmiðli.

Skil ekki alveg...fá vel.. ? ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.3.2012 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband