14.3.2012 | 23:32
Borgaraleg skylda
Er að til hjá ráðamönnum okkar ? Hjá bankamönnum ? FME ? Seðlabankanum ?
Hér er dæmt í máli á þeim forsendum að skólinn hafi brugðist borgarlegum skyldum sínum þegar vá stóð fyrir dyrum með skelfilegum afleiðingum, sem sagt er að skólinn hefði átt að vara við.
Mikið væri nú margt betra hér ef þetta væri sama hér vegna hrunsins, þó svo það skorti líklegast lagalegur skyldur ( og líklegast líka í þessu máli í fréttinni , þar sem dæmt er eftir borgarlegri skyldu stjórnenda skólans) að hafa brugðist við og forðað almenningi frá fjárhaglegu tjóni eins og sumir virðast hafa gert sem vissu, en bara fyrir sig og sína. Skaðabætur dæmdar 4 milljónir $ fyrir hvorn nemanda um sig, af þeim tveimur sem höfðað var mál vegna.
Mun almenningur á Íslandi geta höfðað hópmál og farið fram á skaðabætur vegna fjárhagslegs tjóns og miska vegna hrunsins ?????
![]() |
Virginia Tech háskólinn dæmdur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.3.2012 | 21:23
Endalaust þras
Og ákvarðanótti kostar þjóðina án efa hundruði milljóna á hverju ári, bara í launakostnað þeirra sem fjalla um þess mál í þjónustu okkar. Fyrir utan annan kostnað svo er gígantískur og ,,afleiddur kostnaður".
Þetta með LSH, byggja eða ekki, við Hringbraut eða annarsstaðar. Sama endalausa þrasið með flugvöllinn í Reyjavík hvort hann skuli fara eða vera. Það er ekki hægt að leyfa sér að fara svona með almannafé. Umræðan og allar skýrslur og annað kringum þrasið endar á að vera sama upphæð og nýr LSH kostar. Er verið a ðleika sér með þessu þrasi til að redda vinum störf við skýrslugerðir ofl sem kostað er til ????? Hef oft hugsað það sem mögulega ástæðu.
Þegar svona mikil og dýr og stór þrætumál ætla að vera í tuðstuði næstu áratugina, augljóslega, og snertir alla Íslendinga, svo sannanlega eins og með LSH og flugvöllinn, þá verður bara að setja þetta í Þjóðaratkvæði og standa óhaggað við þá niðurstöðu hver sem hún yrði.
Man að fyrir nokkrum árum siðan var fjallað um húsnæði fyrir Náttúrminjasafnið að mig minnir, gott ef það var ekki eða er við Hlemm ? Þá kom fram að tuðið væri búið að standa í 40 ár !!! Og búið að gera heilt tonn af skýrlsum og baa nefna það....bara ekki eyða krónu í LAUSNIR !! Nei, það má ekki, enda tapa þá þeir sem hafa laun við að búa til skýrslur, prenta, ögfræðilálit út og suður og endalaust bull. Man ekki hvar það mál er statt núna, það má vel vera að þeir séu loks komnir í hús, hætti að nenna að fylgjast með því.
Þetta er orðið meira en fínt af tuði um þessi tvö ris stóru mál. Takk ;)
![]() |
Brýnt að nýr spítali tefjist ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2012 | 20:58
Einmitt...
Hver trúir því að minnihlutinn á Nesinu væri á þessari skoðun ef hann væri í meirihluta ? Auðvelt fyrir minnihluta hverju sinni að segja það sem fólk vill heyra en svo um leið og það svissast.....no more.
Sorglegt að farið sé svona með þennan mann og hrokinn hjá meirihlutanum að geta ekki bakkað , beðist afsökunar og leyft manninum að vinna áfram störf sín. Ekki einu sinni hægt að fara eftir því sem ráðuneytið úrskurðar. Svei, svei !
Það vill enginn láta koma svona fram við sig. Það er öruggt.
Ekki heldur þau sem hafa bolað manninum í burtu og valdið honum vanlíðan. Og að sjá hvernig þau leyfa sér að hamast í einum manni og hans nánustu sem þetta bitnar á. Hann er manneskja með tilfinningar, ekki tölva sem á að skipta út; ekki vélmenni.
![]() |
Vildu virða úrskurðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2012 | 19:52
Ég táraðist
Þegar ég sá þessa frétta á RÚV ;(
Þetta er skelfilegt og sorglegt að svo mörg börn hafi verið í rútunni og látið lífið. Megi allar góðar vættir vera með fjölskyldum þeirra og styðja þau í sorg sinni +
![]() |
Ekki grunur um hraðakstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2012 | 17:48
Hættið Plís
Að þrátta, þrefa, karpa, bauna á, skjóta á hvert annað, gera lítið úr, hrauna yfir, móðga, særa, leggja í einelti, segjandi hvoru öðru að þegja, kallandi fólk fyrir villiketti.....vá hvað þetta er ófagleg framkoma sem er engum sæmandi, hvorki Alþingismönnum né öðrum ;( Ég er leið í hjarta mínu yfir þessu og það eru án efa margir fleiri.
Hvað veldur ? Greindarskortur ? Þið virðist öll vel af Guði gerð og gáfum gædd. Þessi framkoma er algjört stílbrot og móðgun við alla. Bæði þá sem kusu ykkur og hina líka og umheiminn allan sem ekki hefur rétt á að kjósa hér.
Alþingi nýtur aðeins 10% trausts samkvæmt nýjustu mælingum. Það er engum til góðs, ekki síst þeim sem kosnir hafa verið til að þjóna öllum almenningi, bæði þeim sem kusu hvert og eitt ykkar og líka þá sem það gerðu ekki. Sama ætti við um foreldra sem myndu hegða sér eins fyrir framan fjölskyldur sína og vini, bæði " Face to Face" og á Facebook. Þau væru ekki vel liðin né virðing fyrir þeim borin og völd þeirra væru engin og allt í steik á heimilinu !
Tími samræðna, sátta og umbyrðarlyndis er tímabær. Þó fyrr hefði verið.
Það sama á við um þegar þið eruð í fjölmiðlum eða FB. Það þarf að huga að þjóðarhag til framtíðar og koma þjóðinni áfram og byggja upp! Það á ekki stöðugt að skipta máli í hvaða flokk fólk er, eða hvort það tilheyri minnihluta eða meirihluta. Þið eruð þarna 63 í vinnu hjá okkur öllum,hvað sem fólki kann að finnast um það. Það á ekki stöðugt að skipta máli hver kemur með lausnirnar, það er hrokafullt að hlusta ekki á góðar lausnir, sem er án efa stór ástæða þess að hér hrundi allt algjörlega 2008 !! Og svo hefur það margoft heyrst að þið spjallið síðan saman á kaffistofum og víðar í mesta bróðerni, eftir að hafa nánast froðufelt í ræðustól eða í Kastljósinu í nöldri og fúkyrðum á hvort annað ! Hvort er feikframkoma ? Í ræðustól eða í kaffispjalli þar sem slökkt er á myndavélum ??? Það langar mig til að vita.
Og upp með bindin á ný! Það lúkkar mun betur, þó reglum um klæðnað hafi verið breytt og slakað á þeim! Það er ekki neitt að því að hafa smá standard á dresscode á Alþingi. Meira að segja er búið að setja dresscode á skákmenn, eða öllu heldur konur. Það er staðreynd að klæðaburður hefur áhrif á hvernig fólk kemur fyrir. Það á líka við um Alþingismenn á Íslandi.
Prófið að sýna hvoru öðru virðingu, kurteisi og traust. Þá fer þjóðin að gera það sömuleiðis. Það er ég sannfærð um ;))
![]() |
Sértrúarsöfnuður en ekki stjórnmálaflokkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.3.2012 | 14:20
Frekjuhundar
Er því miður það orð sem kemur uppí huga mér við að lesa þessa frétt. Það á við um þá sem ekki standa sig, sem er án minnsta vafa mínum mjög lítill minnihluti.
Það eru margir hræddir við hunda. Líka hundinn sem eigandinn elskar og dýrkar og þekkir af góðu einu, sama hversu krúttaður og sætur hann er. Það veit sá sem hundi mætir sem er ekki í bandi, ekki neitt um. Ekki heldur þó eigandinn sé rétt hjá.
Mín reynsla er því miður ekki góð þegar ég hef beðið hundaeigendur sem ég hef mætt á förnum vegi, um að vera svo góð og hafa þá í bandi. Flestir nánast rífa kjaft, stólpakjaft og fara um leið í mjög mikla vörn, sem ég reyndar skil nú ekki alveg. Ég hef t.d. heyrt : ,, þér kemur þetta ekki neitt við" og nánast öskrað á mig !! Annar sagði: ,, hundurinn minn gerir engum mein, hann þarf ekki að vera í bandi" . Þá spurði ég hvort honum þætti betra að ég hringdi og kvartaði. ,, já, endilega gerðu það, sama er mér" Svei, svei og allt er þetta fullorðið fólk. Nær væri að segja: ,, alveg rétt, ég biðst afsökunar" og setja svo tauminn á hundinn, sem fólk heldur hvort sem er á, það er nú það skrítna. Það er með taum með sér.
Þeir hundaeigendur sem eru ósáttir við þessi lög um hundahald sem kveður á um að hafa hundana ávalt í taumi vil ég segja: Berjist fyrir lagabreytingu um að hundar megi vera lausir, sé það ósk ykkar. Ég er mjög efins um að slík lagabreyting verði gerð og ég vona að svo verði ekki. Fram að því: Viljiði vera svo góð og sýna tillitssemi og horfa á þá staðreynd að fullt af fólki óttast hundinn ÞINN, þó þú elskir hann og vitir að hann er ljúfur og góður og geri engum mein.
Mér þykir ekki sanngjarnt að fólk sem er hrætt við hunda, komist ekki út að ganga af ótta við hunda sem ekki eru í taumi sem má reikna með að mæta hvar sem er. Það er vitað að hundar bíta. Og ekki bara blaðbera eða Póstinn. Líka sætu góðu hundarnir sem aldrei höfðu bitið áður og eiganda bregður að sjálfsögðu mjög við slíkt. Ég vona að allir hundaeigendur fari að settum lögum og noti ávallt taum á hunda sína ;)
Taki þeir til sín sem eiga ;) Og takk meirihltui hundaeigenda fyrir að hafa hunda ykkar ávallt í taumi og virða þau lög sem gilda um hundahald.
![]() |
Kvartanir vegna hundaskíts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2012 | 13:49
Hversu sniðugt
,,Gunnar segist ekki hafa átt von á svona góðum viðtökum, en Hópkaup var með samskonar tilboð í fyrra sem um 2600 keyptu. Hann segir að 2200 hafi síðan notað tilboðið."
Er það þá þannig að þeir sem ekki mæta en hafa greitt, fá ekki endurgreitt og borga þá í raun fyrir afslátt þeirra sem mæta í brunchið ? Eða fær þá fólk inneign hjá viðkomandi fyrirtæki hverju sinni ? Eða er þetta alveg tapað fé þegar fólk getur svo ekki mætt ? Ef svo, hversu sniðugt er þetta þá í raun þegar upp er staðið þegar fólk kaupir svona tilboð og getur síðan ekki nýtt sér það ? Hversu magir munu mæta af þeim rúmlega 12 þúsund manns sem keyptu brunchið að þessu sinni ? Hvernig er það staðfest ? Það mun taka einhverja mánuði að afgreiða þetta svo það er margt sem getur breyst hjá fólki sem keypti með það í huga að smella sér fljótlega í brunch.
![]() |
Tæp 4% þjóðarinnar ætla í brunch |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2012 | 01:00
Til hamingju ;)
![]() |
Hverjir eru bestir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2012 | 00:32
Frekjudósir
Hver er sannleikurinn um okkur sem þjóð ? Manni bregður við að lesa þessa frétt. En hvernig er hægt að vita að þetta sé sannleikur ? Hvernig á maður að mæla þetta og sannreyna ? Ekki hef ég forsendur til að draga þessa rannsókn í efa svo ég verð að trúa þessu. Í bili amk.
Er allt byggt á lygi sem okkur hefur verið sagt ? Höfum við verið heilaþvegin um allt, ekki bara um stöðu bankanna fyrir hrun ? Og við teljum okkur vel upplýsta þjóð og vel menntaða. Það er hluti af sjálfsmynd okkar að ég tel. Er það líka röng sjálfsmynd?
Ætti ekki eina lygin að vera sú að jólasveinninn sé til ? Það er nú reyndar ekki fallegt að ljúga að börnum og evt ætti að hætta að telja börnum trú um að jólasveinninn sé í alvörunni til. Ekki teljum við börnum okkar trú um að aðrar hetjur séu til í alvörunni, hvort sem það er Supermann eða aðrar hetjur. En það er heldur ekki fallegt að ljúga að okkur sem fullorðnum. Og til hvers er það gert ? Við plötum börnin með jólasveininum að hluta til svo þau séu extra þæg fram að jólum og fari snemma að hátta og sofa. Þá gefst foreldrum næði til að sinna því sem þarf og pakka inn jólagjöfum og fleiru til að gleðja börnin sín á Aðfangadag. Og það virkar nokkuð vel. Man enn hvað þetta virkaði vel á mig sem barn og ég trúði algjörlega á hann. Og sumir hræða börn sín með Grýlu og Leppalúða, eða gerðu amk í gamla daga.
Er sama ástæða sem liggur að baki lyginni að okkur sem fullorðnum, svo að við hlýðum ráðamönnum okkar ? Af hverju ættum við að hlýða fólki sem við kjósum til að vinna fyrir okkur og gæta hagsmuna okkar ? Ætti það ekki frekar að vera öfugt ? Erum við virkilega svona óþekk þjóð og algjörar neyslufrekjudósir sem þarf að hræða með Grýlu og Leppalúða og ,,múta" með jólasveininum , allt lífið ? Hvað þurfa ráðamennirnir að gera í friði á meðan við ,,sofum" ? Hvaða glaðningur bíður okkar að morgni ? Sem átti að koma okkur ánægjulega á óvart.
Sagt er að sannleikurinn sé sagna bestur, en vá hvað hann getur verið sár, áts ! Það er auðveldara , betra, skemmtilegra, jákvæðara og þægilegra að trúa áfram á jólasveininn sem er góður, gjafmildur og skemmtilegur og að Ísland sé best í heimi....;)))
![]() |
Íslendingar neyslufrekasta þjóðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)