Hægt og hljótt

Hækka laun bankanna. Hversu langur tími mun líða þar til 2007 launamanía bankanna verður endulífguð til fulls og með stæl ? Kannski eins gott svo bankarinir falli nú ekki á aftur og lágum launum verði ekki kennt um að....Hversu há þurfa laun bankastjóra og annarra stjórnenda að vera til að bankar falli ekki ? Fimmföld það sem þau voru orðin 2007 ? Tífalt ? Fimmtánföld ? Tuttuguföld ? Hver er töfralaunatalan sem þarf til að tryggja að annað hrun verði ekki ? Það er jú búið að telja okkur trú um að aðeins ofurlaun tryggi það að hæft fólk stjórni bönkum...séu þau lág, fáist þangað aðeins ,,hratið" eins og einn núverandi Alþíngismanna hefur orðað það í ræðupúlti Alþingis.
mbl.is Laun í Arion banka hækkuðu um 9,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammist ykkar !

Borgarfulltrúar sem setjið ykkur á móti því að gömul og virt hjálparsamtök skuli vilja hjálpa okkar minnstu bræðrum og systrum ! Hvern hefði grunað að nokkrum dytti slíkt í hug. Held það væri nær að þakka hverjum þeim sem hefur áhuga og hjartalag til þess að vilja hjálpa þeim sem á þurfa að halda.

Mér brá svo við að lesa þessa frétt að ég þurfti að lesa hana tvisvar til að sannfærast um að ég hafi skilið hana rétt.

Hefur fólkið kvartað undan því að Hjálpræðisherrinn hjálpi þeim ? ER það óánægt ? Það held ég ekki.

 


mbl.is Vill ekki auka framlög til Hjálpræðishersins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband