21.3.2012 | 21:43
Draugar fortíðar
Uppgjör er forsenda þess að hægt sé að halda áfram. Annars fylgja draugar fortiðar inní ókomna framtíð og munu valda þrætum í tíma og ótíma. Passa þarf að persónugera ekki neitt í þessu uppgjörsferli sem hér um ræðir. Hvað þá draga menn í dilka eftir flokkslínum. Þetta snýst um embættin í þessu tilfelli. Hef enga trú á að menn hafi eitthvað að fela með þetta lán og því engin ástæða til að óttast hvað kemur út úr nánari athugun á svo hárri lánveitingu án skriflegra samninga, skilji ég fréttina rétt.
Allavega vil ég ekki trúa því að Seðlabankinn hafi verið notaður eins og einkabanki.
Og svo þarf að ná sáttum við það liðna og move on inní framtíðina. Því fyrr sem fortíðaruppgjöri verður lokið, því fyrr kemst þjóðin áfram. Flóknara er það ekki. Hafi lög verið brotin höfum við kerfi sem tekur á því og sem allir þurfa að una niðurstöðum frá.
![]() |
Vilja svar um lán til Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.3.2012 | 18:36
Fyrirmyndir
Hagar gera nú svipað og Karen Millen. Almenningur þarf að gera það sama.
Kæru Alþingismenn : Drífið að klára lög um hópmálsókn til þess að fólk geti farið í mál við bankana og fleiri sem allra fyrst. Vinsamleg ,,tilmæli" eru alveg bitlaus, það er fullreynt. Almenningi skortir sárlega slíka ,, Grýlu" sem lög um hópmálsókn geta svo léttilega orðið og þurfa að vera. Annað er fullreynt.
![]() |
Hagar höfða mál gegn Arion banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2012 | 17:51
Óskandi
Að kortafyrirtækin séu til í að loka á þessi netpóker. Punktur is eða Punktur com, breytir litlu. Jafn slæmt eftir sem áður fyrir þá sem ánetjast þessu. Það eru nægir djöflar að eltast við sem er erfiðara að ná í skottið á og stoppa. Látum þá ekki þennan halda áfram óáreittan þegar það er vel hægt að stoppa han af með því að loka á kreditkortin.
En af forvitni, ætli það skili sér eitthvað tilbaka, ef menn vinna ? Ekki að ég telji slíkar gjaldeyristekjur spennandi en það væri fínt að upplýsa um það svo þeir sem eru háðir þessu viti þá stöðuna. Mér skylst nefnilega að eitt af því sem einkenni þetta netpóker gambl, sé sú trú að sá sem gamblar nái að koma út í plús.
Og svo er eitt pínu skondið um leið....á tímum gjaldeyrishafta, að hægt sé að eyða milljarð á einu ári í gjaldeyri sitjandi heima hjá sér á Íslandi í tölvunni sinni að gambla.
Á sama tíma þurfa aðrir að sætta sig við að fá aðeins að kaupa gjaldeyri fyrir kr. 300.000.- gegn framvísun flugmiða... ;)
![]() |
Rætt við kortafyrirtækin um samstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2012 | 17:29
Bílskúrsfyrirtæki
Er það kallað þar á bæ þegar hagsmunir viðskiptavinar eru ekki hafðir að leiðarljósi. Vá hvað það væru þá margir bankar og önnur fyrirtæki sem myndu flokkast sem bílskúrsfyrirtæki á Íslandi...vá !
En það er óskandi að Ísland bíði ekki boðanna með að herða reglur með smálánafyrirtæki hér á landi, líkt og Finnar og nú Svíar eru að vinna að. Við þurfum ekki að bíða með það eða finna hjólið upp sjálf. Getum vel nýtt þeirra reynslu, það er ólíklegt að reynslan hér verði svo ólík þeirra.
![]() |
Svíar herða kröfur um smálán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2012 | 14:24
Svipting fjárræðis ?
Ég skil ekki alveg hvað verið er að tala um né hvað maðurinn vill ? Vill hann að heimilin fái aðgang að beingreiðslu á bankareikninga hvers og eins ? Það væri vissulega draumur allra annarra að þurfa ekki að vesenast við að senda fólki reikninga. Er ástæða til að óttast vanskil svo mikil að það megi ekki sýna fólki sem er með fullt fjárræði og hefur ekki verið svipt þvi, þá lágmarkskurteisi að senda þeim reikninga eins og almennt er gert í samfélaginu ?
Vona að ég sé að misskilja þetta og ef svo, þá biðst ég afsökunar. En ég óttast að skilningur minn á þessari frétt sé réttur.
![]() |
Orð og efndir fylgdust ekki að |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2012 | 11:56
Dr.Money
Má eflaust segja að Seðlabankastjórar og starfsmenn hans séu. Að hluta til amk. ,,Lyfin" sem skrifuð eru út eru vaxtahækkanir. En hvað gera ,,læknarnir" til að LÆKNA ástandið ? Horfa þeir bara á og vona að meinið læknist af sjálfu sér ? Og halda svo bara blaðamannfundi til að tilkynna okkur hvert ástandið er hverju sinni ?
,,Ef verðbólguhorfur bötnuðu ekki umtalsvert á næstunni gæti komið til frekari vaxtahækkana."
Án gríns, hvað gerir Seðlabankinn til að virkilega draga úr verðbólgunnni og sjá til þess að verðbólgumarkmið standist, sem þau hafa sjaldnast gert , svo ég muni. Má bankinn endalaust mistakast að ná markmiðum sínum ? Eru engin viðurlög við að ná ekki árangri ? Er markmið bankans einungis uppá punt ?
![]() |
Vextir gætu hækkað meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2012 | 11:36
3 sektir
Er allt of sumt sem komið hefur út úr þessu fram til þessa. Og hver ætli upphæð þeirra sé og hafa þær verið greiddar ? Eða verða þær á endanum sendar þangað sem flestar skuldir enda, á herðum almennings í formi niðurfellinga, afskrifta eða hvað þetta nú annars heitir allt saman.
,,60 málum lokið án frekari aðgerða og 3 málum lokið með stjórnvaldssekt", segir m.a. í fréttinni.
Er þetta það sem búast má við með þau mál sem enn bíða afgreiðslu ? Er það ásættanlegur árangur og þess vert að halda áfram á sömu braut ? Var hrunið þá í raun alveg lögum samkvæmt frá A til Ö ? Ef svo, er þá í lagi með lögin ?
![]() |
Á níunda tug mála til ákæruvalds |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2012 | 09:31
Verðlagsnefnd
Þarf ekki að koma henni á laggirnar á ný ? Amk tímabundið á meðan Ísland er að reyna að jafna sig á hruninu 2008.
Frjáls markaður, frjálst verðlag...en af hverju mega þá ekki bankarnir, líkt og önnur fyrirtæki, ákveða sjálf ,,verðið " á sinni vöru ? Eins og t.d. smálánafyrirtækin sem eru með 600% ársvexti. Seðlabankinn tilgreinir hér lið fyrir lið ,,verðskrá" bankanna.
Ekki að ég treysti bönkunum til þess að stilla ,,verðalagningu " sinni í hóf, en öðrum fyrirtækjum er því miður ekki heldur treystandi til þess. Verðhækkanir eru sönnun þess. Nýlega hefur t.d. komið fram að s.k. lágvöruverðs matvörubúðir hafa hækkað hjá sér langt umfram verðbólgu. Aukin viðskipti við búðirnar er launað með verðhækkunum langt umfram nauðsyn.
Best væri ef fyrirtækin í landinu að bönkum meðtöldum væri treystandi fyrir frelsi markaðarins.
![]() |
Seðlabankinn hækkar vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.3.2012 | 09:15
Hver er raunveruleg ástæða ?
Er ástæðan sú hversu margir læknar hafa flutt frá landinu og fyrirséð að fleiri fari ? Eða er einfaldlega verið að spara peninga með því að veita ljósmæðrum og hjúkrunafræðingum leyfi til að skrifa Pilluna út ?
Snúast andmæli lækna um peninga sem þeir þá tapa þegar færri konur koma á stofur þeirra til þess að fá Pilluna ?
En ég vona að verði frumvarpið að lögum, að það verði ekki heimilað að ávísa Pillunni né öðrum hormónalyfjum til unglinga undir lögaldri án samþykkis eða vitneskju foreldra. Hvorki læknum, hjúkrunarfræðingum né ljósmæðrum. Hvað þá til barna niður í 11 ára.
![]() |
Erfitt að sjá tilgang með frumvarpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)