Verðlagsnefnd

Þarf ekki að koma henni á laggirnar á ný ? Amk tímabundið á meðan Ísland er að reyna að jafna sig á hruninu 2008.

Frjáls markaður, frjálst verðlag...en af hverju mega þá ekki bankarnir, líkt og önnur fyrirtæki, ákveða sjálf ,,verðið " á sinni vöru ? Eins og t.d. smálánafyrirtækin sem eru með 600% ársvexti. Seðlabankinn tilgreinir hér lið fyrir lið ,,verðskrá" bankanna.

Ekki að ég treysti bönkunum til þess að stilla ,,verðalagningu " sinni í hóf, en öðrum fyrirtækjum er því miður ekki heldur treystandi til þess. Verðhækkanir eru sönnun þess. Nýlega hefur t.d. komið fram að s.k. lágvöruverðs matvörubúðir hafa hækkað hjá sér langt umfram verðbólgu. Aukin viðskipti við búðirnar er launað með verðhækkunum langt umfram nauðsyn.

Best væri ef fyrirtækin í landinu að bönkum meðtöldum væri treystandi fyrir frelsi markaðarins.


mbl.is Seðlabankinn hækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vaxtahækkun er hemill á þenslu. Þensla er merki um velmegun. Íslendingar hljóta að lifa eins og blóm í eggi eða að vera í einhverkonar afneitun sem kemur þjóðinn til helvítis fyrir rest. Þetta er vitlausasta samfélag sem til er.

Sorry.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 11:29

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir innlitið V. Jóhannsson og athugasemd.

Afneitun;  má vera en ég er ekki sammála þér um að við endum öll í helvíti. Hjálpumst að við að laga samfélagið og vonum það besta ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.3.2012 kl. 11:41

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Íslendingar hafa alltaf vitað betur en önnur lönd hvernig á að reka fjármál.
Það sýnir sig núna þegar ekki nokkurt einasta land í heiminum lætur sér detta í hug að hækka stýrivexti nema auðvita við snillingarnir hérna á Íslandi.

Teitur Haraldsson, 21.3.2012 kl. 12:59

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

en af hverju mega þá ekki bankarnir, líkt og önnur fyrirtæki, ákveða sjálf ,,verðið " á sinni vöru ?

Bankar mega einmitt ákveða vexti á útlánum. Það er vaxtafrelsi á Íslandi og hefur verið um árabil.

Hefur þú séð vextina á þínu láni breytast þegar Seðlabankinn breytir stýrivöxtum? Nei, vegna þess að almenningur fær ekki lán á stýrivöxtum heldur bankavöxtum.

Hugmynd Seðlabanka Íslands um peningamálstefnu virðist því eins og að beina sjónvarpsfjarstýringu að bíl sem keyrir framhjá, og þykjast vera að ákveða stefnu hans.

Svínvirkar, ef þú trúir því að bílstjórinn sé að horfa á þig og fylgjast með merkjasendingum þínum og muni gera nákvæmlega þannig, jafnvel beygja út af veginum.

Raunveruleikinn er samt sá að bílstjórinn í þessum bíl er á leiðinni eitthvað allt annað en þú og er fyrst og fremst að hugsa um hvernig hann getur komist þangað hratt.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2012 kl. 14:10

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Já, Teitur, það eru alltaf einhver séríslensk lögmál sem gilda hér að virðist...merkilegt að þyngarlögmálið skuli virka hér en það er kannski það eina ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.3.2012 kl. 17:11

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Guðmundur, en til hvers eru þá þessir blessaðir stýrivextir ? Í fréttinni er tekið fram hvað innlánsvextir eigi að vera háir og mig minnir að bankinn minn ( læt eins og ég eigi banka, he he) fylgi því ,, verði".

Íbúðalánið mitt er með föstum vöxtum svo ég myndi ekki vita um það af eigin reynslu hvort lán mitt hækki eða lækki, þeas vaxta% , en þessi hækkun mun samt hækka það vegna verðtryggingarinnar.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.3.2012 kl. 17:15

7 identicon

Því hærri stýrivextir, því meiri kostnaður fyrir bankana og þar með hækkaðir viðskiptavextir, sem dregur úr þessari gígantísku þenslu í Íslenska samfélaginu sem er í dag, eða hvað?

Það er gott að vita að þessi þjóð er á hraðleið í velmegun, enda haft á orði, að hegðun landans sé að nálgat það sem hún var fyrir hrun.

Það er allt í lagi að gera mistök ef maður lærir af þeim, en hér er annað upp á teningnum og verður ekki breytt, því miður.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 17:21

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

V. Jóhannsson, takk fyrir komment þitt.

Bankarnir græða á verðtryggðum lánum, enda ef þeir töpuðu á stýrivaxtahækkun væru þeir búnir að láta heyra í sér fyrir lööööngu síðan og það með látum ! Svo mikið er víst.

Sagt er að þegar sömu mistök gerast í annað sinn, heiti það ekki lengur mistök heldur ákvörðun.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.3.2012 kl. 18:53

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Því hærri stýrivextir, því meiri kostnaður fyrir bankana... sem dregur úr þessari gígantísku þenslu

Kolrangt. Orsakasamhengið er í raun þveröfugt því tekjur banka koma fyrst og fremst í formi vaxta.

Þar af leiðir: hærri vextir => meiri tekjur => hærra eigið fé => meiri útlánageta => aukning peningamagns => verðbólga

Í næsta skrefi tekur verðtryggingin við, þegar verðbólgar hækkar lánin, en verðtryggð lán eru líklega nær helmingur eigna íslenskra banka:

verðbólga => hækkun skulda heimila (eigna og tekna fjármálafyrirtækja) vegna verðtryggingar => hærra eigið fé => meiri útlánageta => peningaþensla og verðbólga.

Eins og sést er þetta lokað hringferli. Sannkallaður vítahringur. Í óverðtryggðum löndum tapa bankar á því að framkalla verðbólgu og reyna því að forðast það.

Þess vegna er lausnin á verðbólguvanda Íslands afskaplega einföld: höfuðstólsleiðrétting stökkbreyttra lána og afnám verðtryggingar (endurræsing á kerfinu).

Blöndum ekki öðrum gjaldmiðlum í þá umræðu, það er bara til að flækja málið og gera viðfangsefnið erfiðara.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.3.2012 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband