22.3.2012 | 23:30
Konur sem hata karla
? Eða hefur jafnréttið sýnt á sér skuggamynd sem birtist í þessum glæpum sem nú beinast að körlum ? Konur stunda sem betur fer sárafá ofbeldiglæpi og það er vonandi að það haldist þannig áfram. Svo óvenjulegt er þetta og sem betur fer, að lögin í Zimbabwe ná ekki til kvenna sem nauðga, kemur m.a. fram í fréttinni. Ein tilgátan er að þetta eigi að koma í veg fyrir að það upplýsist um glæpi..virki þessi hugsanlegi svartagaldur þá munu þær sleppa með glæpi sína.
Hver hefði trúað að slíkt gæti gerst ? Vonandi að þetta verði stöðvað og að þetta breiðist ekki um heiminn. Nóg ofbeldi er fyrir og ekki þörf á að bæta neinu við það sem þegar er. Annars hélt ég að þetta væri heiti á skáldsögu þegar ég las þessa fyrirsögn, svo ótrúlegt er þetta.
![]() |
Konur nauðga körlum á hraðbrautum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.3.2012 | 18:32
Ókeypis SMS úr sögunni
Af hverju má ekki neitt vera frítt á þessu blessaða landi ? Póst-og fjar bannar þetta, meö þeim rökum að móttakandinn hafi ekki samþykkt FYRIRFram að móttaka auglýsingar með sms í gegnum já.is.
Erum við yfirleitt að samþykkja að horfa á auglýsingar ? Samþykkjum við t.d. auglýsingar , hátt og snjalla og með upplýstu samþykki, þegar við borgum okkur inná bíó ?
Held að þetta muni koma sér illa fyrir marga. Eitt af fáu jákvæðu tekið frá neytendum ;(
![]() |
Nafnlaus sms úr sögunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.3.2012 | 16:03
Hættum bara
Að reyna að sigra fyrirtæki landssins, þeas þau stóru. Sem og aðra s.k. athafnamenn, þeas þá stóru.
Þetta mál hófst fyrir 15 árum síðan, árið 1997 !!! Tók svo langan tíma að finna flöt á sýknu ? Var það fókusinn ? Fór tíminn og orkan í það ?
Ef þetta fer á þennan veg með öll þau mál sem verið er að rannsaka vegna hrunsins, þá er alveg eins gott að viðurkenna ósigur strax og hætta að leyfa almenningi að vona að eitthvert réttlæti nái fram að ganga. Þau mál sem eru afgreidd hjá Sérstökum saksóknara fram til þessa, eru 66 mál felld niður og 3 sektir, það er alles!
Höldum okkur bara við þá sem játa brot sín skýlaust og geta ekki varið sig. Kerfið hefur mesta þjálfun í þeim brotum hvort sem er! Sigra þar nánast alltaf á skömmum tíma og fyrir lágar fjárhæðir samanborið vð t.d. þetta 15 ára gamla mál sem enn er ekki lokið!
Og svo kunna þeir sem stjórna þessum fyrirtækjum engan veginn að skammast sín. Það var ekki neitt sem bannaði þeim að una sektinni sem þeir fengu á sínum tíma en eiga nú að fá tilbaka með vöxtum frá ríkinu; OKKUR. VIÐ EIGUM AÐ ENDURGREIÐA ÞEIM og það voru þeir sem sviku OKKUR með samráði !
![]() |
Á þetta er ekki unnt að fallast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2012 | 10:15
Rússnesk rúlletta
Það þykir mér allavegana og vona að fólk falli ekki í freistni, enn og aftur. Endurskoða vexti á 5 ára fresti, enn ein rússneska rúllettan sem bankar landsins vona að við bítum á. Beinlínis hættulegt tilboð. Bankinn telur sig græða á þessu, enda 100% öruggt að bankinn býður aðeins það sem hann græðir á. Við þurfum ekki að halda neitt annað, amk er hann ekki að bjóða eitthvað sem hann sér fram á að tapa, held ég sé óhætt að slá á fast. Auðvitað verður fólki talin trú um að vextir geti líka lækkað...en við þurfum ekki annað en að líta nokkur ár tilbaka, hámark 10 ár, til að sjá og vita að líkurnar á því er nánast ENGAR. Staðreynd fortíðar segir okkur það. Að vísu hafa stýrivextir verið nokkuð lágir að undarnförnu en það var stutt og óvenjulegt ástand, þeir eru á uppleið og voru hækkaðir í vikunni um 0,25 prósentustig, eins og fram hefur komið.
Í fréttinni kemur eftirfarandi m.a. fram: ,, Lækkunin tekur til nýrra verðtryggðra húsnæðislána með föstum vöxtum með vaxtaendurskoðunarákvæði á 5 ára fresti. "
Þetta kom til tals eftir hrunið og á endanum féllu bankarnir frá endurskoðunar rétti sínum, hjá þeim sem höfðu tekið húsnæðislán með þessum skilmálum. Minnir að þá hafi verið að tala um 7% eða 8 % vexti plús verðtryggingu. Margir voru þá með hnút í maganum, eðlilega. Man ekki hvort þá hafi komið fram hversu margir það voru sem höfðu fallið fyrir sama tilboði þá, en þetta byrjaði 2004 þegar bankarnir komu inná húsnæðislánamarkaðinn og þetta var þá ein af nokkrum gullrótum þeirra til að lokka fólk til sín; hunang sem virkaði á of marga amk.
Látum ekki 2007 ruglið endurtaka sig. Ekki er allt gull sem glóir. Hrunið ætti að amk að hafa kennt okkur það. Föllum ekki fyrir gylliboðum sem þessum, sama hvaðan þau koma. Hvaða skoðun hefur spara.is á svona tilboði ? Ég efast um að þeir mæli með slíkri áhættu, yrði satt að segja mjög hissa ef þeir gerðu það.
![]() |
Íslandsbanki lækkar húsnæðisvexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2012 | 09:12
Norðurljósin seld
Kannski að Einar Ben hafi verið að meina þetta með þessum hætti , þegar hann talaði á sínum tíma um að selja Norðurljósin ? Hann var kannski bara misskilinn, hvað veit ég.
Þetta þykir mér frábært og afar jákvætt. Norðurljósin okkar eru töfralistaverk okkar sem taka stöðugum breytingum og eru sveipuð magnaðri dulúð á ævintýralegan hátt. Í hvert sinn sem ég sé þau, á ég erfitt með að trúa augum mínum. Ég er einlægur aðdáandi þeirra og elska þau! Svo ég á afar létt með að skilja ferðamenn sem kaupa sér ferðir hingað til að sjá þau. Hvað við megum vera heppin að við þurfum þess ekki, að eitthvað sé frítt fyrir okkur að njóta ótakmarkað og um alla eilífð. Svo sannanlega endurnýjanleg auðlind.
![]() |
22.000 farþegar skoðuðu norðurljósin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2012 | 08:55
Bravó
Enn eitt dæmið um hvað við eigum frábært listafólk á hinum ýmsu sviðum. Skapandi greinar færa alvöru verðmæti , ekki neinar loftbólur sem springa. Engin Excel trikk á ferðinni.
Verum stolt af listafólki okkar og jákvæð í garð þeirra. Það er góð fjárfesting að greiða þeim laun sem sækja um og fá, það skilar sér á endanum, bæði beint og óbeint.
![]() |
Kvikmyndagerð í stórsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)