20 ár- alltof langur tími !

Í frjálsu lýðræðisríki eru 20 ár of langur tími í embætti, hvaða embætti sem er, alltof langur. Ég tel að engum sé hollt né gott að sitja svo lengi í sama sætinu. ÓRG hefur staðið sig vel og hann mun geta gert mikið gagn áfram fyrir okkur, þó það sé á öðrum vettvangi. Þetta er því ekki neitt persónulegt. Þetta snýst um Forsetaembættið ekki um persónuna sem embættinu gegnir á hverjum tíma.

Ég vona að það komi framboð sem verða raunhæfur valkostur. Þá er hægt að halda kosningar, annars verður sitjandi Forseti sjálfkjörinn. Úrslit þeirra þurfum við svö öll að sætta okkur við, hvort sem við kjósum eða ekki og hvern svo sem við kjósum. Forseti fyrir næsta kjörtímabil verður Forseti okkar allra, hver sem niðurstaðan verður.

Ég vona síðan að sett verði í nýja stjórnaskrá að hámarkstími séu 2 kjörtímabil; 8 ár, í þessu embætti sem og öðrum.

Verum óhrædd við breytingar, þær venjast furðufljótt ;)

 


mbl.is 66% vilja nýjan forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tortryggilegt

Þessi neitun Seðlabankans er til þess eins fallin að vekja tortryggni á málinu og þá má spyrja sig um hvervegna það er gert ? Er ætlunin að kasta rýrð á þá félaga sem upptakan er af ? Hvað með lög um upplýsingaskyldu opinberra aðila ?

Ég vil ekki trúa því að Seðlabankinn hafi verið notaður , líkt og aðrir bankar að því er virðist, eins og einkabanki. Á fólk nú að halda að þeir félagar hafi gert eitthvað rangt ? Óskandi að leitað verði álits hjá þeim og þeir beðnir um að liðka til að RÚV fái þessar upptökur. Svo þetta fari nú ekki á flakk í mörg ár í dómskerfinu okkar og endi svo með því að upptakan sé svo týnd....úps.


mbl.is Rúv fær ekki upptöku úr Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun

Til eigenda og/ eða þeirra sem stjórna og ráða hjá fyrirtækinu sem á gámabílinn sem olli því að Þorgeir Ingólfsson er nú örkumlaður til æviloka. Þetta er hörmulegt slys og ég finn líka til með bílstjóranum en Þorgeir á ekki sök á þessu, eftir því sem ég fæ séð. Þrátt fyrir vinnureglur ykkar eða venjur sem ekki voru auglýstar á sýnilegum skyltum svo fólk hefði séns á að vara sig. Þið eruð án efa miður ykkar vegna þessa slyss.

Ég hvet ykkur til þess að greiða Þorgeiri skaða-og miskabætur sem allra fyrst, þessvegna í dag nú eða á Mánudag. Það er ekki hægt að banna ykkur það. Né er hægt að banna ykkur að greiða mun hærra en hann ætti að fá m.v. þann útreikning sem farið er eftir samkvæmt lögum. Sýnið honum þá kurteisi að láta hann ekki þurfa að eiga við tryggingafélag ykkur í mörg ár og jafnvel með því að hann þurfi að draga ykkur eða tryggingafélag ykkar fyrir Hæstarétt, eins og alltof margir slasaðir þurfa að gera. Þið getið svo dúllast í því að fá bæturnar tilbaka frá ykkar tryggingafélagi. Ef tjónið fæst ekki að fullu bætt úr trygginfélagi ykkar, þá þurfið þið bara að taka það fjárhagstjón á ykkur. Það er það minnsta sem þið getið gert, því ekki getið þið bætt Þorgeiri heilsu sína eða fótlegg sem er farinn. Það má vel vera að lögin væru ykkar megin, hvað veit ég. En það eitt og sér á ekki að skipta máli. Það er líka til samkennd og brjóstvit sem er oft prýðis áttaviti.

Þið megið alveg vera það fyrirtæki sem verður öðrum til fyrirmyndar í framtíðinni og gera upp slysa-og miskabætur að eigin frumkvæði. Og biðjið hann svo afsökunar á að vinnureglur ykkar hafi rústað lífi hans og valdið honum þjáningum og örkuml. Það er meira en nóg að glíma við og það á enginn að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhag sínum í leiðinni ( sem ég gef mér að sé til staðar vegna þess að hann er ekki að vinna) .Takk ;)

Sé það svo að skaða-og miskabætur hafi þegar verið greiddar, biðst ég afsökunar á þessu innleggi mínu.

Ég óska ÞI alls hins besta þó ég þekki hann ekki neitt né hafi hitt hann. Veit bara um málið úr frá fjölmiðlum.  Þú átt alla mína samúð.


mbl.is Lít upp og þá er bíllinn að beygja fyrir mig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband