13.4.2012 | 22:17
Þetta tikkar vonandi
Á hæstu mögulegu dráttarvöxtum, það sem fólk og fyrirtæki eiga inni.
Ef það gerir það ekki, þá gæti það skýrt seinagang bankanna að gera þetta upp strax og þó fyrr hefði verið.
Það vita allir hvernig dráttarvextir og vaxta-vaxtavextir ofan á það , myndu safnast upp ef þeir ættu inni hjá fólki.
Spurning hvort þeir sem eiga inni hjá bönkunum þurfi að senda þeim kröfu með eindaga og tilkynningu a la bankarnir um dráttarvextina sem tikka fram á greiðsludag.. ? Og senda þetta svo í lögfræðing, berist greiðslan ekki á tilsettum tíma. Ok að gefa þeim ca. 3 daga, þeir hafa haft meira en nægan tíma og væru búnir að gera þetta upp, væri það gróðavon fyrir þá. Sem það nefnilega virðist ekki vera.
![]() |
Fá 46,8 milljarða endurgreidda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.4.2012 | 21:07
Úrelt tímaskekkja
Eða er það ekki annars ? Að hengja málverk á fyrrverandi þjónum almennings ( þeim hærra launuðu ) upp um alla veggi. Þetta virðist fara eftir launum fólks á hverjum tíma. Eflaust ekki strigans virði að splæsa í striga undir lægri launaða þjóna ríkisins, þó mannauðurinn sé hátt lofaður. Allavega á tillidögum þegar okkur er sagt að við séum öll svo hnífjöfn og öll jafn mikilvæg og frábær...það kannast flestir við romsuna ... ;)
Og við þurfum að borga að auki. Auðvitað. Hver annar svosem ? Og stundum eru gerðar styttur, eins og í ráðhúsinu þó biðröðin í Borgarstjóarsyttyrnar sé löng.
Er þetta bruðl viðeigandi eftir hrunið og þegar fólk vill sjá Nýtt Ísland rísa úr ösku hrunsins 2008 ??? Er þetta ekki pínu eins og verið sé að gefa okkur puttann ??
Er viðeigandi að ramma inn þá sem voru í hópi þeirra sem sváfu á verðinum í aðdraganda hrunsins ?Þó allir hafi að sjálfsögðu verið með vængi og geislabaug. Er það kannski gert til að við gleymum ekki því sem gerðist ? Sem er kannski ágætt svosem...við gleymum nefnilega of fljótt og kjósum aftur sama fólkið áður en við vitum af hvort sem er. Það er venjan. Tryggð okkar í kjörklefanum er oft alveg óskiljanleg. Mikið væri gott ef tryggðin í hjónaböndum væri jafn mikil.
Ef það þarf endilega myndir...má þá ekki bara prenta þær út á 10x15 pappír og smella í ramma úr Rúmfatalagernum ? Eða bara raða þeim í albúm fyrir áhugasama sem langar að fletta uppá gamla mátann. Þetta er svo allt á netinu fyrir áhugasama. Og gaman væri að vita hvað Herra Google segir um áhuga á leitarorðinu : ,,Forsetar Alþingis " ??? Efast um að talan sé mjög há.Max 100 sinnum síðustu 5 árin eða svo væri hægt að giska á. Eða kannski minna.
![]() |
Afhjúpuðu málverk af Sólveigu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.4.2012 | 20:37
10% hærra er fínt
Skekkjumynd ,,sviðsmynda" FME er 10%, svo það er þá bara fínt ef fólk og fyrirtæki fær þá meira en minna til sín. Fín tilbreyting.
Mér þykja fréttir af þessu oft svo einkennilegar. Bönkunum er stillt upp sem blæðandi fórnarlömbum sem allir eru vondir við. Og það er eins og reynt sé að búa til vorkunn og svo mikla að það endi með að sagt verði við þá: ,,þetta er ok, við tökum þetta bara á okkur líka " . Enda Íslendingar í fínni þjálfun með brotin bök sín.
Ekki liggur þeim mikið á að klára að leiðrétta svik forfeðra sinna. Hvað græða þeir á biðinni ??? Þeir gera jú ekki neitt nema að græða á því.
Af hverju er fréttum um þessu ekki stillt upp sem hagnað / gróða fyrir lántakendur; sigur fyrir þá ??? Þar sem réttlætið sigraði og svindlið tapaði ??? Sem misheppnað nígerísvindl sem komst upp og tókst að rekja. Til tilbreytingar, því oftast tekst það alls ekki.
Og svo er óskandi að verðrtyggðu lánin verði endurstillt aftur til 2008 og séð verði til þess að áætlanir um endurgreiðslu sem fólk fékk og samþykkti, sé látnar gilda !!!
![]() |
Áhrif dómsins eru 165 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2012 | 20:18
Okkar íslensku
Það minnir á margt sem við höfum sjálf lent í hér heima. Með okkar eigin kappa. Evt hefði verið betra ef þeir hefðu verið útlendingar, þá hefðu við verið meira á varðbergi, því útlendingar eru svo oft ,,hættulegir" er okkur oft sagt. Líka þegar þeir reyna að fjárfesta hér. Flestir hraktir á brott. Hvort sem það eru menn sem vilja opna bensínsölubúllur eða reysa byggingavörueverlsun. Þá er þeim gert erfitt fyrir að fá lóð frekar en ekki neitt. Reyndar nægði þá til að Borgin náði að finna eitt laust frímerki að byggja á, að talsmaður kom fram í tv og sagði erfiðara að fá lóð hér en í Tyrklandi. Einhverjum sveið nógu mikið við þeim samanburði til að finna smá skika.
Það er rétt, við þurfum að fara varlega. Þeir leynast víða flibbarnir, í öllum litum og af öllum þjóðernum. Öllum tekst það sama, að sannfæra okkur um eigið ágæti og við bítum á.
Hef stundum velt fyrir mér hvernig námskeiðahald á vegum okkar eigin hvítflibba, kæmi út fyrir þá útlensku. Held þeir myndu roðna mikið þegar þeir kæmust að aðferðunum sem hér var beitt ( og er enn ??? er einhver að fylgjast með núinu???). Passa bara að hafa nógu marga á ,,réttum" stöðum með; nógu marga vitorðsmenn. Og í kaupbætir; allir sleppa þó upp kæmist ;)) Hver getur toppað slíkt ???Mikið eiga þeir útlensku mikið ólært...;))
Það væri kannski bara fínt ef nígerísku athafnamennirnir fengju þá hugmynd að kaupa hér banka. Þá væri vel fylgst með hverri einustu færslu og séð væri til þess að stórir lántakendur væri látnir fara í gegnum greiðslumat og leggja fram veð og engar kúlur leyfðar meir...
![]() |
Ótrúlegt hvað hægt er að plata fólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.4.2012 | 17:13
Viðurkenning mistaka
Bretar eru hugsanlega jafn sparsamir og hrokafullir og margir íslenskir ráða- og viðskiptamenn sem allt vita best og gera aldrei mistök. Það sást vel í vitnaleiðslum í Landsdómi hvað flestallir sem þar báru vitni voru með stórt og mikið vængjahaf og geislabauga. En flestallir gátu léttilega bent á hver væri ábyrgur.. ;/
Mikið væri gott ef Brown myndi fara að óskum ÓRG og þjóðarinnar að stærstum hluta amk. En því miður held ég að sú verði ekki raunin vegna þess að þá væri hann að viðurkenna mistök; láta í minni pokann.
Svo er spurning hvort við gætum sett það með í raforkusamning, verði það úr að við seljum þeim rafmagn, að við viljum afsökunarbeiðni....? Smá test í leiðinni hversu mikið þeim vantar orku í raun og veru.
![]() |
Brown skuldar þjóðinni afsökun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2012 | 16:50
Ekki birta nafnið
Kærur eru ekki opinber gögn af mörgum ástæðum og sem betur fer.dv.is hefur ekki birt það og ég vona að Mogginn láti það einnig ógert.
Í fyrsta lagi á að birta nöfn eftir sakfellingu í dómssal, sé það birt á dómstólavefnum.
Ástæðan er einföld. Menn og konur sem fá svo alvarlegar ásakanir/ kærur, munu að líkum aldrei ná að hreinsa nafn sitt, komi í ljós að kærur eiga ekki við nein rök að styðjast. Nafbirting er því ekki aftur tekin og í raun einungis til þess fallin að svala forvitni lesenda og / eða til að valda skaða.
Svo á auðvitað ekki að gera mannamun, eftir því hvert fórnarlambið er eða sá kærði. Alltof mörg dæmi eru um það.
![]() |
Kærði nauðgun á skemmtistað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2012 | 09:27
Framúrkeyrsla
Frábært að verið sé að skoða þetta gamla mál sem svo miklar deilur hafa oft staðið um.
En af hverju er það nánast með allt sem ríkið kemur að , að það tefst og verður dýrara en lagt var upp með ?
Er það vegna glataðra hæfileika í áætlangerð ? Skortur á menntun ? Kæruleysi og drollaraháttur ? Eða er það svo að þegar fólk kemst í þá aðstöðu að skammta laun sín sjálft að það finnur afsakanir til að verkin tefjist, hvort sem það eru skýrslur, byggingar eða annað; flest allt eða allt endar í meiri kostnaði. Eða er það svo að við erum plötuð í hvert sinn , með lágum kostnaðaráætlunum til þess að verkefni fáist samþykkt, sem aldrei stóð til að standa við eða / og vitað var frá byrjun að yrði mun dýrara þegar upp yrði staðið ???
Þetta hefur verið svona í áratugi hið minnsta. Ríkið ætlast til að almenningur geri áætlanir g lifi á því sem það hefur. Það verður að vera okkur fyrirmynd og sýna að það sé hægt að standa við áætlanir og budget.
![]() |
Frestur til að skila áfangaskýrslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2012 | 08:32
Inneign
Hann minnist m.a. á að þar sem 200 sjúkdóma megi rekja til áfengisneyslu, þurfi að grípa í taumana ( þá með því að fá fólk í meðferð ??? ), þar sem samfélagið greiðir kostnaðinn fyrir læknishjálp.
Á nú fólk að fá samviskubit yfir að verða veikt og upplifa sig sem kostnaðarbagga á samfélaginu ? Eru ekki flestir sjúkdómar og krankleikar af ýmsumtoga, okkur sjálfum um að kenna hvort sem er ? Veit ekki alveg hvaða hugsun er að baki.
En svo má lika líta svo á að þeir sem versla slatta í Vínbúðunum séu þar með búnir að greiða fyrir þá læknishjálp sem seinna er kannski þörf á ;)) Nógu mikið er lagt á sopann !
![]() |
Yfir 200 sjúkdóma má rekja til neyslu áfengis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2012 | 08:21
Fyrsta tapið
Sigri Þóra eða annar frambjóðandi , þá verður ÓRG fyrsti Forseti Íslands sem tapar kosningu.Og það fer í sögubækurnar ásamt öllum sigrum hans og góðu verkum.
Ég hef verið ánægð með hann og yrði áfram ef hann sigrar. Hitt er annað að ég tel engan eiga nokkurt embætti og að hámark ætti að setja með lögum á nokkurn stól, t.d. 8 ár. Hefði talið það betir kost fyrir ÓRG að hafa hætt á toppnum en að taka sénsinn á að tapa í sumar. Hann mun áfram geta unnið að hag þjóðarinnar og jafnvel enn betur og meira með fullt mál-og athafnafresli.
Tel best fyrir framtíð okkar að breyting verði á Bessastöðum. Gefur okkur nýja von um breytta tíma. Allt hefur áhrif til að koma frosnum hjólum samfélagsins af stað. Ég vona að Þóra muni gefa frá sér þann kraft og von sem þarf til að afþýða hjólin og halda áfram !
![]() |
Ólafur og Þóra með jafn mikið fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2012 | 00:35
Engum bönkum treystandi
Á landinu ? Hvað lá þeim svona mikið á ? Hann lést í síðasta mánuði. Mátti ekki leyfa henni að athuga með að nota þá sæðið í öðru landi ? Mig langar til að vita betur hvernig svona virkar þegar sæði er lagt inn. Hvort þetta hafi komið skýrt fram í samningi eða hvort mest sé hugsað um að rukka leiguna.
Svo er spurning hvort það þurfi þá ekki að breyta lögunum svo fleiri þurfi ekki að upplifa meiri sorg sem næg var fyrir. Að hver og einn fái leyfi til að ráðstafa sínu sæði að vild með skriflegum samning.
Það tekur í hjartað að lesa svona frétt ;( Votta Guðbjörgu samúð mína.
![]() |
Fékk reglugerð sem er ekki í gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)