Fyrsta tapið

Sigri Þóra eða annar frambjóðandi , þá verður ÓRG fyrsti Forseti Íslands sem tapar kosningu.Og það fer í sögubækurnar ásamt öllum sigrum hans og góðu verkum.

Ég hef verið ánægð með hann og yrði áfram ef hann sigrar. Hitt er annað að ég tel engan eiga nokkurt embætti og að hámark ætti að setja með lögum á nokkurn stól, t.d. 8 ár. Hefði talið það betir kost fyrir ÓRG að hafa hætt á toppnum en að taka sénsinn á að tapa í sumar. Hann mun áfram geta unnið að hag þjóðarinnar og jafnvel enn betur og meira með fullt mál-og athafnafresli.

Tel best fyrir framtíð okkar að breyting verði á Bessastöðum. Gefur okkur nýja von um breytta tíma. Allt hefur áhrif til að koma frosnum hjólum samfélagsins af stað.  Ég vona að Þóra muni gefa frá sér þann kraft og von sem þarf til að afþýða hjólin og halda áfram !

 


mbl.is Ólafur og Þóra með jafn mikið fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég kaus og hef stutt Ólaf og er alveg sáttur við að hann verði áfram, þó tel ég að 12 ár sé meira en nóg hverjum manni í þessu embætti. Ólafur er búinn að vera 16 og stefnir á 20. Kannski þarf að setja hámark í lög til að taka af allan vafa.

Best hefði verið fyrir Ólaf, sjálfs sín vegna, að hætta núna. Sagt er að egóið þvælist fyrir honum og hann hafi sjálfur staðið að baki stuðningsmönnum sínum sem hrintu af stað undirskrifasöfnuninni, hvar skorað var á hann að gefa kost á sér. Ekki veit ég um sannleiksgildi þess, en hitt er víst að hafi Ólafur verið ákveðin í að hætta hefði honum verið í lófa lagið að stöðva söfnunina og taka af allan vafa um að hann ætlaði að hætta. Hann gerði hvorugt.

Ég held líka að Þóra yrði góður forseti. Ekkert er sjáanlegt í spilunum í dag sem ætti að geta hindrað að sæmileg sátt ætti að nást um hana sem forseta. Akkilesarhæll núverandi forseta er einmitt sú staðreynd að ekki ríkir sátt um hann í þjóðfélaginu. Þeir sem elskuðu hann áður hata hann núna og þeir sem hötuðu hann áður elska hann núna. Svona getur pólitíkin verið skrítin tík.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.4.2012 kl. 08:57

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Já Axel, það þarf að setja lög um hámarkstíma í embætti og í öll embætti. Við erum lýðræðisríki og eigum að sjálfsögðu að skipta fólki út. Eitthvað segðum við ef við byggjum við einræði !

Ég tel ákvörðun ÓRG að bjóða sig aftur fram bæði vera þá sem hefur vakið mesta undrun mína á honum, sem og að það verði hans allra stærstu mistök, hvernig sem fer. Það er engum létt að vera á toppnum í 20 ár og ÓRG verður þar engin undantekning.

En hvernig sem fer, sá Forseti sem verður kosinn verður Forseti okkar allra. Sátt þarf að ríkja um Forseta og þeir sem ekki kjósa þann sem sigrar, þurfa að halda sér á mottunni með úthrópanir og stæla, amk næstu 4 árin. Það gagnast lítið og er orkutæmandi að ergja sig þó fólk fái ekki það sem það vill. Það geta aldrei allir sigrað og það gengur ekki að vera of sour looser !

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.4.2012 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband