30.4.2012 | 18:26
Völd okkar
Stöndum sama til tilbreytingar. Mikið er búið að bölva græðginni sem olli hruninu. Sýnum sjálf í verki að við veljum og viljum að samfélagið breytist. Verslum ekki 1.maí og leyfum kaupmönnum að tapa á morgun með fólk á launum. Þeir muna það þá næsta ár að hafa lokað. Bónus er með lokað á morgun. Svo þetta er alveg hægt, sé vilji til þess að leyfa starfsfólki sínu og aukafólki að vera í fríi.
Áður en við vitum af mun fólk ekki komast í jólaboð vegna þess að það þarf að vinna eða versla á Aðfangadag.
Við höfum hellings völd. Notum þau !!
![]() |
Verslanir verði sniðgengnar 1. maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.4.2012 | 18:13
Óvænt
En um leið ánægjulegt. Það er fínt að fá marga í framboð og líka ,,venjulegt " fólk í bland.
Hún hefur púlsinn á líðan og ástandi þjóðarinnar að ég tel. Stendur með almenningi að því er virðist.
Gangi henni sem best ;))
![]() |
Andrea tilkynnir um forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.4.2012 | 17:40
Sekir um að funda ekki nóg ?
![]() |
Þungra dóma krafist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2012 | 17:32
Leigumarkaður með eignaupptöku
Ætli það sé planið ? Að búa til almennan leigumarkað með eignaupptöku, aka lyklafrumvarpið ?
Ef það er góður buisiness að eiga íbúðir til að leigja út, þá er gott að eiga íbúð.
Sveitarfélögum var talin trú um að selja skóla sína ofl til þess svo að leigja það aftur. Þá var nú ok að gera mjög langa leigusamninga, muni ég það rétt ( en svo ekki ok þegar Nubo vill gera langtímaleigusamning).
Það sem fólk sem kaupir hefur þó amk, þó munurinn á greiðslu lána og leigu sé ekki alltaf mikill, er að það á þá eina íbúð þegar það er orðið gamalt. Aðrir ekki neitt.
Menn mega mín vegna byggja upp leigumarkað, en þá á eigin áhættu og byggja sjálfir en ekki að nota íbúðir sem hafa verið hirtar af fólki til að fá á spottprís og leigja út. Þessvegna sama fólkinu.
Húsaleigubætur þegar þær fyrst komu....þær urðu til þess að leigan hækkaði. Sama með frístundastyrkinn sem Brogin setti á laggirnar, gjöldin hækkuðu.
Fram hefur komið á netinu að Sjóvá tryggir ekki leiguíðbúðir. Og að tjónið sé oftast eigandans. Gaman hefði verið að vita í hvaða fáu tilfellum þeir þó borga. En svo ef menn reka hótel og því er rústað...er þá slíkt tjón bætt ? Er bara hægt að gera eitthvað fyrir lögaðila ?
![]() |
Ræddu slæma stöðu leigjenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2012 | 10:26
Hagstofan
Sagði nýlega frá því að kaupmáttur væri sá sami nú og 2004.
Hverju er hægt að treysta og trúa ???
![]() |
Ráðstöfunartekjur rýrnuðu um 27% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2012 | 09:19
Álit HH á þessum tölum
Hagstofan er nýbúin að tilkynna að kaupmáttur nú sé sá sami og 2004. Erfitt að trúa því.
Líka þessu.
Ég vona að HH láti heyra í sér með þessar tölur. Það hafa fleiri en bankarnir lært að fiffa excel !
Þegar fólk greiðir 150 þúsund í leigu...og það er bara 18%, hvað eru laun þeirra þá há ? Auðvitað eru þetta meðaltöl en þá eru líka rosalega margir sem borga engan húsnæðiskostnað til að ná meðaltali svo lágu.
11% greiða meira en 40%. Það þarf að birta alveg sundurliðaða töflu yfir þetta. Hvað greiða margir yfir 50% og hvað er hæsta % talan sem fer í húsnæði ?
![]() |
18% af ráðstöfunartekjum í húsnæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.4.2012 | 00:28
Samkeppni við kjöt-og kornræktendur ?
Er það raunverulega ástæðan fyrir því að stórar þjóðir vilja banna okkur og refsa fyrir hvalveiðar ? Þetta er mikill matur sem þarf ekki að rækta neitt fyrir og því ekki hægt að selja fóður. Og ekki heldur land til að rækta fóður. Og þvi meira hvalkjöt sem borðað væri, því minna af kjöti sem ræktað er til manneldis.
Styrkja matvælarisar Animal Connection og fleiri samtök sem vinna gegn hvalveiðum ?
Bara smá pæling..
![]() |
Hvetja Bandaríkin og ESB til aðgerða gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)