Óvænt

En um leið ánægjulegt. Það er fínt að fá marga í framboð og líka ,,venjulegt " fólk í bland.

Hún hefur púlsinn á líðan og ástandi þjóðarinnar að ég tel. Stendur með almenningi að því er virðist.

Gangi henni sem best ;))


mbl.is Andrea tilkynnir um forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já það er fínt fyrir þá sem vilja  Ólaf Ragnar áfram í embætti.

Þórir Kjartansson, 30.4.2012 kl. 18:45

2 identicon

Held reyndar að það skipti ekki lengur neinu máli hve margir bætast við á kjörseðilin, Óli á sín 30%, 50% vilja fella hann og 20% kjósa með hjartanu án tillits til niðurstöðu kosninganna. Þetta er búið áður en þetta er byrjað.

Agnar (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 19:17

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Þessi kona mun lítið annað gera en að hirða nokkur af þeim fáu atkvæðum sem Ástþór og löggimann fá.

hilmar jónsson, 30.4.2012 kl. 20:23

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sjáum til strákar hvernig hún mun kynna sig.

En af hverju er talað svo mikið um að margir frambjóðendur styrki stöðu ÓRG ?

Sjálf vil ég breytingu, max 8 ár í embætti, sama hver á í hlut og sama hvaða opinbera embætti um ræðir. Það er engum hollt að sitja svona lengi. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.4.2012 kl. 22:32

5 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Gleðilega hátíð Hjördís, fólk mun kjósa með hjartanu við vitum hvað við höfum á Bessastöðum en ekki hvað við fáum Andrea mun kinna sig vel.

Bernharð Hjaltalín, 1.5.2012 kl. 08:26

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sömuleiðis Bernharð ;)

Já, fólk má ekki óttast breytingar svo mikið að embætti Forseta endi með því að vera eins og Páfastóll í Róm ;að menn hætti ekki fyrr en á grafarbakkanum. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.5.2012 kl. 08:50

7 identicon

Hjördís því fleiri frambjóðendur því meiri dreyfing á atkvæðunum hjá þeim sem vilja sjá breytingar í stað þess að allir kæmu sér saman um einn og ÓRG er alltaf með stóran meirihluta enda sitjandi forseti svo að það verður líklegra með hverjum frambjóðanda sem býður sig fram að ÓRG sitji áfram..

Helga Finnsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 09:54

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það þarf nú að leyfa fólki að bjóða sig fram Helga mín. Við búum í lýðræðisríki. Hitt er svo annað hvort , það væri ráð að hafa tvær umferðir. Að í seinni umferð yrði kosið á milli tveggja efstu ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.5.2012 kl. 15:34

9 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er hárrétt Hjördís. Auðvitað ætuu að vera tvær umferðir í forsetakosningu a.m.k. ef atkvæðamunur er ekki alveg afgerandi.

Þórir Kjartansson, 1.5.2012 kl. 16:14

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Akkúrat Þórir, því það þarf að hafa Forseta sem hefur 50% eða meira, hann þarf að vera Forseti allra, bæði þeirra sem kjósa þann sem verður næst, þeir sem kjósa hann ekki og þeir sem sitja heima.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.5.2012 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband