16.5.2012 | 08:23
Hver kaupir ?
Verður áhugavert að sjá hvort Iceland verslanir opni þar í staðinn ? Ef svo er, þá er skiljanlegt að Forstjóri Haga hefur líst því yfir að hann ,,óttist ekki samkeppni" með til tilkomu Iceland á markaðinn, verði það að veruleika.
Talaði Jóhannes ekki annars um að opna 4 verslanir til að byrja með ? Man það ekki alveg reyndar, en mér þykir einkennilegt að menn séu ekki stressaðir að fá aukna samkeppni, þegar alvöru samkeppni er í gangi eins og okkur er sagt að sé málið hér á landi.
Er þessi tímasetning algjör tilviljun eða er hér um eitthvert samkomulag eða pöntun að ræða ? Kostur kvartaði undan því að erfitt væri að fá húsnæði og að fá afslætti á vörum. Áhugavert verður að fylgjast með hvernig Iceland muni ganga með þessa tvo þætti. Eins er 11-11 nýbúið að loka sínum tveimur síðustu verslunum og sem enn eru þó opnar undir merkjum þess. Og seldi 10-11 / Högum. Hefði nú verið gráupplagt að fá þar Krónuna í staðinn. það hefði aukið samkeppnina hefði ég haldið, með Bónus nálgægt þeim báðum. Mun Iceland opna þar i staðinn ?
Ætli eigendum Víðis verði boðið að kaupa af Högum ? Var þeim boðið að kaupa af 11-11 ?
Smá hálfkæringur í morgunsárið.. ;))
![]() |
Hagar selja smásöluverslanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2012 | 00:51
Hræðsluáróður
Eða sannleikur ?
Nú eru einhverjir bankanna nýlega búnir að auglýsa óvertryggð íbúðalán með vaxtabreytingaákvæði. Er það til að lokka fólk í gildru ? Eða er FME að hræða okkur til að vilja ólm halda í verðtrygginguna ?
Ef vextir munu sveiflast svona mikið, mun þá ekki koma hávær þrýstingur frá lántakendum, rétt eins og gerðist vegna gegnislánana þegar þau tóku stökkbreytingum eftir hrunið ?
Mun það kannski koma að sjálfu sér, svona næstum því, að þegar við fáum vaxtakjör eins og heimurinn, að Seðlabankinn nái að halda verðbólgumarkmiðum sínum ?
Er kannski best að sem flestir taki áhættuna og fái sér óverðtryggð lán og afnemi þannig verðtrygginguna, þar sem stjórnvöld í gegnum áratugi hafa aldrei séð sér fært að stíga það skref ? Og standi þá 100% saman ef vextir fara uppfyirr ákveðna eðlilega sveiflu, 2% stiga eða svo, og borgi ekki neitt á meðan. Ekki krónu.
![]() |
Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)