Hræðsluáróður

Eða sannleikur ?

Nú eru einhverjir bankanna nýlega búnir að auglýsa óvertryggð íbúðalán með vaxtabreytingaákvæði.  Er það til að lokka fólk í gildru ? Eða er FME að hræða okkur til að vilja ólm halda í verðtrygginguna ?

Ef vextir munu sveiflast svona mikið, mun þá ekki koma hávær þrýstingur frá lántakendum, rétt eins og gerðist vegna gegnislánana þegar þau tóku stökkbreytingum eftir hrunið ?

Mun það kannski koma að sjálfu sér, svona næstum því, að þegar við fáum vaxtakjör eins og heimurinn, að Seðlabankinn nái að halda verðbólgumarkmiðum sínum ? 

Er kannski best að sem flestir taki áhættuna og fái sér óverðtryggð lán og afnemi þannig verðtrygginguna, þar sem stjórnvöld í gegnum áratugi hafa aldrei séð sér fært að stíga það skref ? Og standi þá 100% saman ef vextir fara uppfyirr ákveðna eðlilega sveiflu, 2% stiga eða svo, og borgi ekki neitt á meðan. Ekki krónu. 

 


mbl.is Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að nú er tækifæri fyrir fólk til að afnema verðtrygginguna sjálft með því að sniðganga verðtryggð lán. Verðtryggingin er einn mesti verðbólguvaldurinn á Íslandi og jafnframt einn helsti liðurinn í því að lækka stöðugt gengi krónunnar þar sem fjármálastofnanir græða beinlínis á því að krónan lækki.

Gulli (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband