Hvað þýðir sigur úti ?

Verði málið tekið fyrir og sigri fyrrverandi Forsætisráðherra, hvað mun það þá þýða fyrir íslenska ríkið/ okkur sem eigum allt það gull sem þar er finna ???

Þýðir sigur úti  að hann eigi  rétt á skaðabótum sem ríkið ( við)  þarf að greiða ? Eða þýðir sigur úti að ríkið/ við þurfum að greiða allan málskostnað úti ? Eða þýðir sigur úti að Íslandi verði gert skylt að breyta réttarkerfinu ?  Eða þýðir sigur úti bara rassskellur án refsingar fyrir réttarfarið á Íslandi ??? Hver er ávinningurinn af að fara með mál út til Strassborgar, þegar sigur næst þar ?

Og hvað kostar að fara með mál fyrir dóminn og hver borgar ?


mbl.is Stefna til Strassborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birta lista

Yfir þær verslanir sem sáu sér fært að virða frídag launamanna. Þá er hægt að sjá nákvæmlega hverjir stóðust græðgismátið og höfðu lokað. Orðið frídagur er ósköp skýrt og gott orð. Hvernig má það vera að svo margir verslunareigendur skilji ekki hvað þetta orð; frídagur,  þýðir ?

Og af hverju er tregða verlsunareigenda meiri en t.d. þeirra sem eru með skrifstofur, verksmiðjur, verkstæði  og banka sem sýna deginum þá virðingu sem hann á skilið og hafa lokað 1. maí ???

Svo skil ég ekki, oft er sagt að 1.maí sé lögbundinn frídagur. Af hverju má þá samt hafa fólk í vinnu þann dag án viðurlaga af nokkurri sort ? Af hverju mega þá verslunareigendur ákveða sjálfir hvort þeir gefi starfsfólki sínu frí eða ekki ?

Vilji eigendur verslana vinna, er sennilegast ekki hægt að segja neitt við því. Hversu margir eigendur stóðu einir vaktina í búðum sínum 1.maí ?  


mbl.is Segir hátt í 40 verslanir hafa verið lokaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. maí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband