Birta lista

Yfir þær verslanir sem sáu sér fært að virða frídag launamanna. Þá er hægt að sjá nákvæmlega hverjir stóðust græðgismátið og höfðu lokað. Orðið frídagur er ósköp skýrt og gott orð. Hvernig má það vera að svo margir verslunareigendur skilji ekki hvað þetta orð; frídagur,  þýðir ?

Og af hverju er tregða verlsunareigenda meiri en t.d. þeirra sem eru með skrifstofur, verksmiðjur, verkstæði  og banka sem sýna deginum þá virðingu sem hann á skilið og hafa lokað 1. maí ???

Svo skil ég ekki, oft er sagt að 1.maí sé lögbundinn frídagur. Af hverju má þá samt hafa fólk í vinnu þann dag án viðurlaga af nokkurri sort ? Af hverju mega þá verslunareigendur ákveða sjálfir hvort þeir gefi starfsfólki sínu frí eða ekki ?

Vilji eigendur verslana vinna, er sennilegast ekki hægt að segja neitt við því. Hversu margir eigendur stóðu einir vaktina í búðum sínum 1.maí ?  


mbl.is Segir hátt í 40 verslanir hafa verið lokaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anepo

Ekki veit ég hversu margir búðareigendur hafa staðið vaktina einir en þeir fá nú hrós frá mér fyrir að sýna duglegheit fyrir að gera það og ég sé ekkert að því svo framar sem starfsmenn tapi ekki tekjum þennan eina dag.

Er bara gott fordæmi fyrir aðra búðareigendur sem ákváðu að láta starfsfólkið vinna 1 maí.

Er svona "Ég er sanngjarn við starfsfólkið og er alveg nógu góður til að vinna einn í dag og veita áfram þá þjónustu sem við erum þekkt fyrir"

Heldur en "Nei þið fáið ekkert frí þessi dagur er bara bull svo farið að vinna"

Ef búðareigendur vilja hafa opið finnst mér það bara lofsvert EF þeir eru EINIR að vinna annars geta þeir alveg eins sleppt því að hafa opið því að mér finnst það vera frekar móðgandi á frídegi verslunarmanna.

Anepo, 2.5.2012 kl. 10:00

2 Smámynd: Anepo

Afsakið mismælti mig :$ Ég meinti degi verkalýðsins (var að vakna)

Anepo, 2.5.2012 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband