Fékk gæsahúð

Rosalega flott hjá ykkur, takk ;))

Sigrum svo á laugardagskvöld og verum dugleg að senda þeim sigurstrauma, það hvetur þau áfram og fyllir þau enn meira sjálfstrausti en þau hafa nú þegar.

Þau lesa bloggið án efa, eða þá vinir þeirra og segja þeim frá hvað bloggheimar segja. Allt telur, allt skiptir máli !!! 

 

Ísland í 1.sæti !!! kominn tími til og þetta ár er það besta til þess fallið !!!


mbl.is „Þetta var ólýsanleg tilfinning“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurstraumar til Bakú !

Tökum okkur nú til og sendum jákvæða sigurstrauma til okkar fólks ;))

Þau stóðu sig frábærlega, lagið er vel gert og flott í flutningi og hefur alla burði til að sigra. 

Við þurfum á því að halda sem þjóð að fá eitthvað fallegt, gott og jákvæð , eftir þá allra lengstu tuð-og nöldurlægð sem staðið hefur í næstum 4 ár, í sögu þjóðarinnar.  Komið fínt. Meira en fínt !

Leyfum okkur ávallt að vona það besta. Vonbrigðin verða ekki neitt minni. þó fólk hugsi neikvætt. En jákvæðir straumar, trúi ég amk, geta haft mjög mikið að segja. Secret aðferðin svínvirkar ! Trúum á okkar frábæra fólk og hugsum eins og sigurvegarar. Allir sem taka þátt í keppni , gera það í þeirri von að sigra. Líka þau. Við erum of feimin að öllu jöfnu að hugsa okkur sigur þegar við tökum þátt, sér í lagi í Eurovision. Breytum því, og látum ekki nægja kurteisislegt hjal um að mikilvægast sé að vera með. 

Harpan er tilbúin svo við höfum allt sem þarf. Sigur mun koma okkur áfram sem þjóð. Það er ég sannfærð um !!

Áfram Ísland og takk Greta Salóme fyrir að hafa samið svo vel heppnað lag og öll hin sem standið að þessu í ár. Takk og til hamingju og gangi ykkur rosalega vel á úrslitakvöldinu og hampið 1. sæti ;)

 

 


mbl.is Ísland komst áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. maí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband