Til hamingju !

Og ég vona að símaskráin sýni sóma sinn í því að biðjast opinberlega afsökunar á að hafa látið prenta límmiðana, sem er eitt það grimmasta einelti og mannvonska sem ég hef orðið vitni að. Og bjóði honum vænar miskabætur, sem er það minnsta sem þeir geta gert.  Svei þeim ævinlega að hafa látið sér detta í hug að gera þetta !! Svei þeim bara !!

Ekki var ég á staðnum og hef enga hugmynd um hvað gerðist í rauninni. En saksóknari hefur fellt málið niður og það er þá væntanlega einhver ástæða fyrir því. 

 


mbl.is Nauðgunarkæran felld niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlafrí

Væri ekki frábært ef það væri á einhvern hátt hægt að sameinast um það á Íslandi að láta frægt fólk algjörlega í friði, þegar það kemur hingað ? Að landið okkar, yrði þekkt og eftirsótt sem griðastaður fyrir þá sem aldrei fá frið fyrir fjölmiðlum ?

Segi ég sem las þessa frétt...;)  En ég hef oft hugsað þetta og ég vona að Íslendingar láti þetta fólk í friði á götu úti og þar sem það dvelur. Held það yrði fljótt að spyrjast út í Hollywood að á Íslandi geti stjórnurnar gengið niður Laugaveginn alveg óáreittir og lausir við myndavélar. Undanfarin ár hefur það aukist að fréttir eru birtar um svona frægt fólk hér á landi, og jafnvel frá ferðum þeirra. Tel það ekki vera góða þróun. Tel að við högnumst svo miklu meira á því að veita þeim algjöran frið og frí. Þá koma fleiri og þau gista á dýrum stöðum og eyða eflaust pínu meira en meðalferðamaðurinn. Og svo gæti það farið svo að Ísland yrði eina landið þar sem þeir fá frið. Það væri óskandi og það er vel hægt, sé vilji til þess. 

Sorglegt að Cruise hafi ekki verið upplýstur um það að það er algjör óþarfi að hafa lífverði með sér , eða hvort hann leigði þá hér. Og héðan í frá verður hann Íslandsvinur reikna ég með, sem er nú nokkuð krúttað þó það sé líka pínu púkó ;))


mbl.is Cruise og fjölskylda í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júní 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband