10.3.2012 | 17:44
Tilraunum á fólki er ólokið og hvaðan koma 500 milljónir ?
Vona að þetta gangi allt upp hjá þeim en hvaða fólk er það sem býður sig fram í að prófa nýja lyfið ? Er það allt hér á landi og veit það af því , eða hvernig virkar þetta ? Og hvað ef tilraunir á fólki ganga ekki að óskum ? Hvað verður þá lyfið ?
500 milljónir, sem þeir segja að búið sé að tryggja í aukið hlutafé...hvaðan kemur það ? Eru bankarnir farnir að lána á ný ? Ef svo, þá hvaða bankar ? Og ef svo, verða þau þá sannanlega endurgreidd eða verða þau afskrifuð , gangi þetta ekki upp ? Hvaða tryggingar og veð eru til staðar, sé þetta lánsfé ?
Ég vona að fjölmiðlar spyrji um svona atriði eins og fjármögnun, það var ekki nógu mikið spurt fyrir hrun, eins og ef það væri aukatriði hvernig fyrirtæki fengu fjármuni. Og eins ef um ..erlenda aðila" er að ræða...hverjir væru það þá ?
Lyfjaverksmiðja á Siglufirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það fara allir sjálfviljur í svona tilraunir og eiga það sameiginlegt að vera leita af lausn vegna heilsufarsvandamála. Lyf sem þessi gefa fólki von, fólk eins og Róbert og félagar eru drifnir áfram af hugsjón, dugnaði og metnaði. Allt snýst þetta um að hafa ástríðu til að framkvæma hlutina og ættu allir Íslendingar að taka frumkvæði sem þessu fagnandi en ekki fullir af efasemdum. Frábært að búið sé að tryggja aukið hlutafé!
Margret (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 20:04
Hjördís.
Lyfjamafía heimsins stjórnar Íslandi og heimspólitíkinni, og þá er ekki á góðu von.
Náttúrulækningar og grasalækningar eru eina raunhæfa leiðin að heilbrigði.
Það eru til ó-hættuleg lyf við öllum kvillum sem hrjá veraldar-búa.
Lyfjamafían svikula stendur í vegi fyrir að sannleikurinn komist upp á yfirborðið, og stjórnar stóru fjölmiðlum heimsins, ásamt ríkisstjórnum þjóða, með hörmulegum afleiðingum.
Hvenær mun almenningur í heiminum þora að standa saman gegn lyfjamafíunni?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.3.2012 kl. 20:06
@Margret (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 20:04
Róbert er án efa fínn maður með hugsjón, dugnað og metnað. Þetta snýst ekki um hann sem persónu. Skortur á efasemdum kom landinu á hliðina 2008 og við erum enn ekki risin upp.
Fjölmiðlar þurfa að veita aðhald og spyrja spurninga. Flóknara er það ekki.
Óska þessu fyrirtæki góðs gengis og því að fjárfestar og bankar fari varlega. Okkur kemur það öllum við svo sannanlega, það erum við að súpa seyðið af enn og munum gera áfram.
Veistu hvort það eru Íslendingar sem sjálfviljugir gerast tilraunadýr með ný lyf ? Svona af forvitni...
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.3.2012 kl. 22:58
@Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.3.2012 kl. 20:06
Held að best sé að hafa val.
Það er ekki neitt alsæmt né algott að mínu mati. Vona að þetta gangi vel hjá þeim en það þarf að veita aðhald og það getum við gert sem einstaklingar og það eiga fjölmiðlar svo sannanlega að gera.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.3.2012 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.