18.3.2012 | 21:27
Skammist ykkar !
Borgarfulltrúar sem setjið ykkur á móti því að gömul og virt hjálparsamtök skuli vilja hjálpa okkar minnstu bræðrum og systrum ! Hvern hefði grunað að nokkrum dytti slíkt í hug. Held það væri nær að þakka hverjum þeim sem hefur áhuga og hjartalag til þess að vilja hjálpa þeim sem á þurfa að halda.
Mér brá svo við að lesa þessa frétt að ég þurfti að lesa hana tvisvar til að sannfærast um að ég hafi skilið hana rétt.
Hefur fólkið kvartað undan því að Hjálpræðisherrinn hjálpi þeim ? ER það óánægt ? Það held ég ekki.
Vill ekki auka framlög til Hjálpræðishersins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reyndar hefur fólk kvartað. Sérstaklega stúlkurnar á Bjargi.
Matthías Ásgeirsson, 18.3.2012 kl. 21:45
Leitt er það að sjáfsögðu en ætli það hafi verið fleiri kvartanir eða oftar en á t.d. LSH sem hefur hámenntað fagfólk í hverri stöðu ?
En Bjarg... man þetta ekki alveg ? Er það ekki löngu hætt og mannstu hver sá um það ? Var það á vegum Hjálpræðisherssins ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.3.2012 kl. 22:04
Mannskepnan er undarleg vera, samsett úr ýmsum kenndum og hvötum, eitt eigum við þó sameiginlegt með flestum öðrum spendýrum, og það er náungakærleikurinn, því nær í ætt og eða hjörð sem náunginn er því vænna þykir okkur um hann og reynum að vernda hann.
Það að næstum öll helstu trúarbrögð mannkyns hafa lagt áherslu á einmitt þennann þátt/gildi í eiginleikum mannskepnunnar, gerir gildin ekkert endilega kristin, íslömsk, búddísk né hvaða trúarstefnu sem er, þetta er bara siðfræði og áherslur sem gera að verkum að við erum ekki búin að útrýma okkur sjáfuml fyrir löngu (ekki ennþá allavega).
Svo þegar fólk sem ekki trúir á neitt nema sjálfann sig, tínir fram gallana í áherslunum hjá hinum ýmsu sem trúa, lýsir það ótta við eigin breyskleika, þegar þeir tína einnig fram það þegar mannlegur breyskleiki nær yfirhöndinni yfir gildunum góðu, er sama upp á teninginn.
Góð gildi eru ekki einkaeign trúarbragðanna, ef svo væri, værum við illa stödd, sem betur fer er hjá okkur flestum ríkjandi þessi samkennd sem gerir okkur í stand til að byggja samfélög (hjarðir) þar sem flest okkar vilja reyna eftir fremsta megni að vernda þá sem falla aftur úr á einn eða annan hátt, vissulega lentu þessi gildi í skuggannum á "glýju" og "gróðærisárum" eins og geysuðu á Íslandi fram að hruni, og geysa víða í dag, en þau hverfa aldrei alveg, ekki heldur vandamálin sem eru best leyst með því að taka þau fram í dagsljósið sem leiðarljós við uppbyggingu samfélags.
Á hvað hann trúði gamli indíáninn sem sagði við barnabarnið sitt "Í mér, þér og öllum manneskjum er mikið stríð háð, hræðilegt stríð milli tveggja úlfa, annar er illur, hann er reiði, öfund, sorg, græðgi, hroki, sjáflsmeðaumkvun, sektarkennd, lygar og eigingirni". Hann hélt áfram "Hinn er góður, Hann er gleði, friður, kærleikur, von, auðmýkt, góðmennska, samkennd, örlæti, sannleikur og trú (?) " "þetta stríð er háð inni þér barnið mitt" hélt hann áfram, "og mér og öllum manneskjum". Barnabarnið hugsaði sig um andartak, spurði svo "hvaða úlfur vinnur þetta stríð afi"? Afinn svaraði um hæl "sá sem þú matar barnið mitt".
Það er sama hvaðan gott kemur, samtök sem starfa á þann hátt sem Hjálpræðisherinn gerir, skila gjarnan meir af hverri krónu sem til ráðstöfunar er, til þeirra sem hjálpina fá. en t.d. opinberar stofnanir, sem gleypa mesta partinn í að reka sig sjálfar, svo það að styrkja Hjálpræðisherinn og aðrar álíka stofnanir, með einkaframlögum eða opinberum, er venjulega vel varið fé, að setja til hliðar slíka stofnum hvað varðar opinberann stuðning, einungis vegna þess að þeir tengja sig við ákveðna trú, er mér því óskiljanlegt.
Maður veltir fyrir sér hvort dæmið snerist við ef Íslandi væri stjórnað af kristinni prestaklíku, eins og Íran er stjórnað af Íslamskri prestaklíku, hvort kristinn samtök yrðu bara leyfð yfir höfuð, en það svar fáum vonandi aldrei.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 19.3.2012 kl. 12:12
"hvort EKKI kristinn samtök yrðu bara leyfð yfir höfuð, en það svar fáum vonandi aldrei." átti auðvitað að standa sorry "
KH
Kristján Hilmarsson, 19.3.2012 kl. 12:16
Hjálpræðisherinn á Bjarg. Þar var ástandið stundum ansi dapurt!
http://www.vantru.is/2010/08/26/12.30/
Matthías Ásgeirsson, 19.3.2012 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.