Takk Reykjavík

Rétt hjartalag þarf að vera til staðar til þess að þetta gangi vel, sem og áhugi á að skilja og hjálpa s.k. utangarðsfólki okkar. Það er ósk mín að slíkt fólk verði ráðið til þessara þörfu starfa. Fleiri sveitarfélög ættu að sjálfsögðu að koma að þessu heldur en einungis Reykjavík.

Ég fagna þessu framtaki Höfuðborgar okkar og vona að það fólk sem á að hjálpa verði ánægt og að þetta sé komið til að vera. Lagt er upp með að þetta sé tilraun til 1 árs og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld að kostnaður sé áætlaður tæpar 30 milljónir, muni ég það rétt. Ég hjó þó eftir að fréttamaður spurði : ,, er þetta ekki nokkuð vel í lagt ? " og var því svarað játandi af borgarfulltrúa að ég held. Mér þótti gæta að eftirsjá fjármuna í verkefnið, en ég vona að ég hafi túlkað tóninn alrangt.

Þetta fólk sem hér um ræðir er það veikasta að mínu mati í samfélaginu og það er skömm hverrar þjóðar að fólk eigi ekki heimili og enn meiri á kaldri eyju og fámennu samfélagi. Ég óska þess að þess sé skammt að bíða að það tilheyri einungis sögubókum að fólk eigi ekki heimili, sér í lagi þeir sem veikastir eru og geta ekki bjargað sér af þeim sökum.

Megi þetta ganga sem allra best í alla staði.


mbl.is Borgarverðir taka til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Því miður er of mikið í þjóðfélaginu af þeirri hugsun sem endurspeglast í spurningu fréttamannsins. Mörgu sterkefnuðu fólki, sem á allt til alls, finnst þetta eflaust vera bruðl og að fénu væri betur varið í skattaafslátt því til handa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2012 kl. 10:03

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ég vona samt að ég hafi misskilið tóninn...heyrðir þú líka fréttina Axel ? Ef svol, hver var þín tilfinning fyrir spuriningunni ?

Það var mín tilfinning að þeim ágæta fréttamanni hafi næst svelgst á að eyða ætti tæpum 30 milljónum í þetta verkefni á 1 ári.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 20.3.2012 kl. 12:24

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já ég horfði á fréttina og hjó líka eftir undarlegri spurningunni og lyfti brún. Raunar finst mér 30 milljónir ekki há upphæð í þessu tilfelli.

Orðrétt spurði fréttamaðurinn (Lóa Pind): "Þetta er lítill hópur af fólki og við erum að tala um þrjá starfsmenn, er þetta ekki dálítið vel í lagt?"

Sjá hér (tími 12:12)

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2012 kl. 13:03

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Axel Jóhann, ég hef þá ekki alveg misheyrt, því miður ;( En auðvitað vitum við ekki hver hugsun fréttamanns var en við hjuggum bæði eftir þessu orðalagi og eflasut fleiri en við tvö. Persónulega hefði mér þótt mátt eyða mun meiri og það þarf að eyða mun meiru í þennan málaflokk. Vonum að verkefnið gangi vel og að betur verði    ,, í lagt"  á næsta ári ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 20.3.2012 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband