Þvílíkar móttökur

Þegar vitað er að aðildarumsóknarferli er í gangi. Er verið að senda okkur tóninn að ef við nú værum í ESB þá væri þetta ekki gert ? Eða eru verið að fæla okkur frá ? Ekki beint sú gestrisni sem við erum vön. Okkur er gefinn puttinn áður en við höfum ákveðið hvort við verðum með eða ekki. Lofar ekki góðu.
mbl.is Refsiaðgerðum gegn Íslandi verði flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæl Hjördís.

Össur er búinn að ljúga því svo oft að Elítunni í Brussel að öll íslenska þjóðin sé einhuga á bæn til þess að koma okkur inn í þetta fallandi veldi skrifræðisins.

Ef við værum komin þarna inn þá hefðum við ekkert um þetta að segja. Við fengum ekki að ráða því hvað við veiddum af makríl innan eigin 200 mílna lögsögu. Við fengum kannski skammtað úr hnefa einhverju sportveiðikvóta af makríl, svona til málamynda.

Gunnlaugur I., 20.3.2012 kl. 12:48

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir innlitið Gunnlaugur,

Á endanum þarf þjóðin að fá að kjósa um aðildina. Fram að því eru þetta endalausar getgátur,þó skoðanakannanir sýni að meirihlutinn vilji ekki vera með. Þeir í Brussel fylgast án efa með könnunum um málið hér. Eðlilega talar ráðherra með aðild, annað væri óeðlilegt að mínu mati þar sem samþykkt var að fara í viðræður á Alþingi...eða var það ekki annars gert þannig ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 20.3.2012 kl. 13:04

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hjördís það er langur vegur frá umsókn þar til kosning verður vegna þess að kosning verður ekki fyrr en að allt er orðið eins og reglur ESB segja og það þýðir meðal annars að fiskinn okkar verða þeir farnir að veiða innan okkar Landhelgi þegar í enda er komið á ferlinu og það finnst mér ekki vera hægt ef satt skal segja vegna þess að samningar eru ekki til hjá ESB og ef að Ríki eða Þjóðir innan ESB samþykkja ekki sæta þau refsingum...

Þetta er einræði örfárra manna sem ráða þarna för fram yfir velferð heildar-almennings.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.3.2012 kl. 13:19

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Þetta er allt svo ruglingslegt eitthvað, kannski að eigi að vera þannig..? Allavega, eigum við ekki að fá að kjósa hvort við viljumhalda viðræðum áfram, help Ingibjörg !

Við eigum að fá að halda landhelgi okkar í friði, með eða ekki með í ESB. Rétt eins og landinu okkar. Ef við förum inn, megum við þá bara sækja náttúrauðlindir annarra ríkja eins lengi og mikið og við nennum ?

En hvað sem öðru líður, þessar refsiaðgerðir eru ekki til þess fallnar að auka á huga íslandinga á ESB að ég tel næsta víst. Hvar svo sem við erum stödd í því ferli.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 20.3.2012 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband