21.3.2012 | 09:15
Hver er raunveruleg ástæða ?
Er ástæðan sú hversu margir læknar hafa flutt frá landinu og fyrirséð að fleiri fari ? Eða er einfaldlega verið að spara peninga með því að veita ljósmæðrum og hjúkrunafræðingum leyfi til að skrifa Pilluna út ?
Snúast andmæli lækna um peninga sem þeir þá tapa þegar færri konur koma á stofur þeirra til þess að fá Pilluna ?
En ég vona að verði frumvarpið að lögum, að það verði ekki heimilað að ávísa Pillunni né öðrum hormónalyfjum til unglinga undir lögaldri án samþykkis eða vitneskju foreldra. Hvorki læknum, hjúkrunarfræðingum né ljósmæðrum. Hvað þá til barna niður í 11 ára.
Erfitt að sjá tilgang með frumvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjördís. Það er eitthvað meir en lítið óheilt við þetta frumvarp. Skýringuna vantar, því hún þolir ekki dagsljós og umfjöllun. Það er góð grein í fréttablaðinu í dag: Samráð heilbrigðisstarfsfólks við foreldra. Þar útskýrir Guðlaug M. Júlíusdóttir hvernig þetta frumvarp stangast á við lög.
Það er mikil brenglun að láta sér detta í hug að útvega stúlkubörnum niður í 11 ára aldur pilluna án samþykkis foreldra, og það ætti alfarið að vera á vegum heilbrigðisstarfsmanna og foreldra/forráðamanna. Allt annað er algjörlega bannað og siðlaust.
Þetta sýnir vel hvers konar hugarfar er í gangi í opinberum skólum, og kerfinu öllu, þar sem viðgengst hreinlega spillingarstarf milli foreldra og barna á siðlausan, mannskemmandi og kol-ólöglegan hátt. Það er þó gott, og löngu tímabært, að þessi staðreynd um skólavalda-hrokann komi upp á yfirborðið. Það má rekja marga fjölskylduharmleiki til illrar meðferðar og valdaofbeldis á börnum í sumum grunnskólum.
Skólar eiga að sjá um að kenna börnum, en ekki útbýta hættulegum lyfjum til barna, á bak við foreldra/forráðamenn. Skólastarfsfólk á að skila börnum læsum úr grunnskóla, en ekki skipta sér að því sem þeim kemur ekki við, og hafa ekki þekkingu, vit né menntun til. Forræði barna er ekki á vegum skóla, en það vefst fyrir mörgum skólastarfsmönnum/stjórnendum, en sem betur fer ekki öllum. Það er mikið til að góðum kennurum sem ekki njóta sín vegna skólakerfis-rugls og siðferðisbrenglunar. Það bitnar síðan á börnunum, og samskiptum þeirra við foreldra og skóla.
Foreldrar eiga ekki að þurfa að standa í stríði við skólastjórnendur og starfsfólk um svo sjálfsagða hluti sem forræði, og hver ræður yfir börnunum og þeirra heilbrigði.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.3.2012 kl. 10:28
Veistu hvað það er sem þolir ekki dagsljósið Anna Sigríður ?
Á Pillunni eða ekki, á svo erfitt með að skilja að það þyki ok að 11 ára börn stundi kynlíf. Og hver ætli aldur þeirra sé sem stunda kynlíf með þeim ? Mér þykir það alveg vanta í umræðuna. Hafa 11 ára stúlkubörn virkilega kynlífslöngun ? Og hvað með þroska til að vita hvað þau eru að gera ? Lögaldur hvað kynlíf varðar eru 15 ár, ætli það sé þá ætlunin að lækka hann niður í 11 ár ? Svo er skammast útí þá menningarheima sem heimila að börn séu gefin í hjónaband og með réttu að mínu mati. En hvað erum við að leggja blessun okkar yfir með því að samþykkja að börn stundi kynlíf og víst þau geri það sé best að setja þau bara á Pilluna !
Annars þykir mér í lagi að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái að skrifa út Pilluna, en aldrei án samþykkis foreldra þegar um yngri en 18 ára er að ræða. Þessir tveir hópar eru hluti af heilbrigðistarfsólki okkar með margra ára háskólanám að baki í sínu fagi.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.3.2012 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.