22.3.2012 | 16:03
Hættum bara
Að reyna að sigra fyrirtæki landssins, þeas þau stóru. Sem og aðra s.k. athafnamenn, þeas þá stóru.
Þetta mál hófst fyrir 15 árum síðan, árið 1997 !!! Tók svo langan tíma að finna flöt á sýknu ? Var það fókusinn ? Fór tíminn og orkan í það ?
Ef þetta fer á þennan veg með öll þau mál sem verið er að rannsaka vegna hrunsins, þá er alveg eins gott að viðurkenna ósigur strax og hætta að leyfa almenningi að vona að eitthvert réttlæti nái fram að ganga. Þau mál sem eru afgreidd hjá Sérstökum saksóknara fram til þessa, eru 66 mál felld niður og 3 sektir, það er alles!
Höldum okkur bara við þá sem játa brot sín skýlaust og geta ekki varið sig. Kerfið hefur mesta þjálfun í þeim brotum hvort sem er! Sigra þar nánast alltaf á skömmum tíma og fyrir lágar fjárhæðir samanborið vð t.d. þetta 15 ára gamla mál sem enn er ekki lokið!
Og svo kunna þeir sem stjórna þessum fyrirtækjum engan veginn að skammast sín. Það var ekki neitt sem bannaði þeim að una sektinni sem þeir fengu á sínum tíma en eiga nú að fá tilbaka með vöxtum frá ríkinu; OKKUR. VIÐ EIGUM AÐ ENDURGREIÐA ÞEIM og það voru þeir sem sviku OKKUR með samráði !
Á þetta er ekki unnt að fallast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrir hvað ættu stjórnendur þessara fyrirtækja svo að skammast sín? Það liggur fyrir dómur þar sem segir að stjórnendur olíufélagana beri ekki ábyrgð á því sem kennitala fyrirtækjanna gerir í skjóli nætur.
Í skattalögum er það alveg kristaltært að svindli fyrirtæki á virðisaukaskatti eða öðrum sköttum og gjöldum til ríkisins, þá beri stjórnendur fyrirtækjanna fulla ábyrgð á brotunum. En ef sama fyrirtæki svindlar á almenningi þá ber kennitala fyrirtækjanna ein alla og óskipta ábyrgð á glæpnum, ef marka má sýknu forstjóra og annarra yfirmanna olíufélagana sem skipulögðu og frömdu samráðssvindlið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2012 kl. 18:14
Alveg rétt Axel, hverig læt ég ;) Rifjast upp fyrir mér um leið og þú nefnir það. Þeir hljóta þá að vera með robot sem fer í mál með úrskurð Samkeppniseftirlitsins vegna sektanna.
Merkilegt að þessi þrjú mannlausu félög, máttu sameinast í málsókn sinni. Það má almenningur ekki vegna þess að lög um hópmálsókn eru enn í vinnslu, einhversstaðar og eru vonandi ekki sofnuð þó þau gætu svosem verið það. Eða afskrifuð.
Skil ekki þennan dóm. Fram hefur komið að það sé ekki neitt sem banni að Samkeppniseftilitið og lögregla hafi rannsakað félögin á sama tíma. Enn einn ósigur almennings ;( ;(
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 22.3.2012 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.