Konur sem hata karla

? Eða hefur jafnréttið sýnt á sér skuggamynd sem birtist í þessum glæpum sem nú beinast að körlum ? Konur stunda sem betur fer sárafá ofbeldiglæpi og það er vonandi að það haldist þannig áfram. Svo óvenjulegt er þetta og sem betur fer, að lögin í Zimbabwe ná ekki til kvenna sem nauðga, kemur m.a. fram í fréttinni. Ein tilgátan er að þetta eigi að koma í veg fyrir að það upplýsist um glæpi..virki þessi hugsanlegi svartagaldur þá munu þær sleppa með glæpi sína.

Hver hefði trúað að slíkt gæti gerst ? Vonandi að þetta verði stöðvað og að þetta breiðist ekki um heiminn. Nóg ofbeldi er fyrir og ekki þörf á að bæta neinu við það sem þegar er. Annars hélt ég að þetta væri heiti á skáldsögu þegar ég las þessa fyrirsögn, svo ótrúlegt er þetta.


mbl.is Konur nauðga körlum á hraðbrautum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú flykkjast allir karlmenn sem að vettlingi geta valdið til Zimbabwe. Þetta verður virkilegt aðfangadagskvöld að fara út á hraðbrautirnar. Svo er verið að tala um vændi kvenna-- Halló..

Jóhanna (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 23:51

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Skrítin þróun sem ég vona að sé ekki komin til að vera Jóhanna. Lygasögu líkast verð ég að segja.

Skil samt ekki alveg þetta með vændi kvenna...?? Sibbin kannski ..;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.3.2012 kl. 00:04

3 identicon

Held hann sé að meina að Feminsitar vilja meina að þeir karlmenn sem kaupa vændi eru litið á þá sem aumingja sem eru að styrkja mannsal..það er magnað að hlusta á feminista og heyra álit þeirra á karlmönnum,,,,en þessi frétt ætti að fá þær til að hugsa að nauðgarar eru oftast karlmenn en geta þó verið kvenmenn innan um....en nei eg væri ekki til i að látta nauðga mér i Zimbabwe mikil hæta á aids + eg held að þetta sé svo ljótar konur þarna...maður myndi aldrei ná sér eftir svoleiðis

jon fannar (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 01:51

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Karlar eiga í vök að verjast þar sem annarsstaðar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.3.2012 kl. 06:12

5 identicon

Það sem mér finnst mest shockerandi við þessa frétt er að 200 manns séu búnir að like-a hana. Man einmitt eftir: http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/-sneri-vorn-i-sokn-tok-raeningja-til-fanga-og-notadi-hann-sem-kynlifsthrael--at-bara-viagra þar sem 3300 manns fannst það bara gaman og fyndið að kona nauðgaði karli. (Í því dæmi var karlinn reyndar ekki blásaklaus). Finnst frekar sorglegt hve mikil hræsni er liðin í þessu samfélagi okkar.

Gunnar (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 07:46

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Æji Jón Fannar, held að þér myndi ekki líka það að verða fyrir ofbeldi af nokkur tagi, hvort sem konurnar væru fallegar eða ljótar að þínu mati. Svona ef þú hugsar það dýpra. En óþarfi að hafa áhyggjur af mögulegum sjúkdómum, þær nota verjur.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.3.2012 kl. 08:16

7 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Heimir,

Vonum að baráttan um jafnan rétt kynjanna til launa ofl ofl snúist ekki uppí það að karlmenn þurfi í framtíðinni að fara í sömu baráttu og konur hafa þurft að standa í og gera enn. Vonandi að okkur beri gæfa til að það halli ekki á nokkurn á leiðinni, það er ekki markmið kvenna svo ég viti til; að ná forréttindum.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.3.2012 kl. 08:20

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Var búin að gleyma þessu með konuna sem snéri vörn í sókn og viðurkenni að mér þótti það pínu skondið og sé það betur núna að það var nú ekki fallegt af mér Gunnar. En batnandi fólki er best að lifa, líka mér ;)

Kíkti á like-in á fréttina og þau eru 2 sýnist mér en ekki 200.

Annars hef ég tekið eftir því að þegar t.d. fréttir berast af því að konur skeri undan körlum að þá er því vægast sagt tekið léttvægt og það þykir mér sorglegt ;( Ofbeldi í hvaða mynd sem er ,á náttúrulega að taka alvarlega, hver sem fyrir því verður. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.3.2012 kl. 08:28

9 Smámynd: corvus corax

Hvar er þessi hraðbraut nákvæmlega? Svo maður geti forðast að eiga leið þar um.

corvus corax, 23.3.2012 kl. 09:28

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Simbabwe Corvus, Simbambwe. Taktu bara strætó ef þú ert að ferðast þar.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.3.2012 kl. 09:52

11 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Úps Gunnar, sé að það eru 278 like á fréttina...hef ekki tekið nógu vel eftir eða þá eihver villa á mbl þegar ég kíkti í morgun. Sorrý ;)

Held samt að like þýði meira að fólk hefur lesið fréttina og þykir hún eftirtektarverð, ekki að verið sé að leggja blessun sína yfir að karlmönnum sé nauðgað og þeir beittir ofbeldi.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.3.2012 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband