23.3.2012 | 19:40
Sameiningar Biskup
Ég vona að nýjum Biskup auðnist sú gæfa að efla kirkjuna okkar og verja fyrir árásum, sér í lagi þeim sem koma úr netheimum og með beittasta vopninu, tungunni, þólyklaborðið sé þar í milli. Bæði prestar og sóknarbörn. Þeir sem sjá allt á hornum sér þegar mál kirkjunnar ber á góma, endilega leyfið henni að amk að vera í friði. Þeir sem vilja hafa hana áfram, standið með henni og verjið þegar á hana eða þjóna hennar er ráðist. Mér hefur oft sviðið við að lesa það sem skrifað er í netheimum og enn meira við að sjá að því er oftast leyft að viðgangast óáreitt með öllu. Líka kirkjunni og þjónum hennar. Þögnin hefur verið æpandi hávær að mér hefur þótt. Það þykir almennt svo púkó að standa með kirkjunni og viðurkenna trú sína á Guð. En það þykir mér ekki. Ég er kannski svona púkó að mati einhvers, en þá so be it. Guð hefur ekki gert mér neitt slæmt né kirkjan, heldur þvert á móti.
Óskandi að sátt muni ríkja um nýjan Biskup sem og þessa kosningu og að það þurfi ekki kærumál og fleira að koma upp í kjölfar þessa milliriðils. Persónulega skiptir mig engu máli hvort nýr Biskup er kona eða karl. ég treysti þeim öllum sem buðu sig fram til að standa vörð um kirkjuna okkar. Ég held að það vilji fáir, ef á reyndi, sjá það gerast að kirkjan okkar deyji. En það mun hún gera hægt og rólega að óbreyttu. Mörg trúarbrögð verja trú sína með kjafti og klóm og skammast sín ekki neitt fyrir það. Það tökum við sem hér búum vonandi okkur til fyrirmyndar. Það er eitthvað að þegar fólk viðurkennir fúslega t.d. að horfa á klám , en það viðurkennir ekki trú sína á Guð, þó það eigi hana innst inni. Vinsælast er í neyð, að fólk kalli á Guð, hvort sem það gerist í hugsun eða upphátt.
Einstein sagði: ,, Það eru ekki illmenni sem skemma heiminn, heldur þeir sem horfa aðgerðarlausir á".
Agnes og Sigurður með flest atkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.