Þjóðin öll

Þarf að fá að heyra þessa upptöku, ekki bara Þingmenn. Það erum jú við öll sem borgum þetta hrun með blóði, svita, tárum, reiði, sjálfsmorðum, hjónaskilnuðum, þrasi og ósætti, búsáhaldabyltingu, gjaldþrotum, landflótta ofl ofl.

Upptakan á fullt erindi til almennings að mínu mati vegna þess að þetta mál snertir okkur öll á einn eða annan hátt. Merkilegt að upptakan sé ekki löngu komin fram. Við þurfum að fá að leggja eigið mat á þessa upptöku og það er þá vonandi að hún útskýri þessa lánveitingu til fulls.

 


mbl.is Spyr hver sé óreiðumaðurinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorrý hvað ég er steiktur, en þykist Björgólfur hafa efni á þessum málflutningi. Þessir aðilar sem ætluðu? að koma með söluhagnað á fyrirtæki í Russlandi til Íslands og kaupa banka en fengu svo óvart lánaða 3 milljarða hjá Búnaðarbanka til kaupanna og voru ekki farnir að greiða 1. kr af því þegar þeir misstu bankann sinn. Í guðsbænum hlífðu okkur við þessu bölvaða kjafæði og gerðu skil mála þinna fyrirtækja. Gs.

Guðlaugur (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 21:26

2 identicon

Björgúlfur ætti nú að líta í eigin barm.

Kasta ekki hnullungum úr glerhýsinu nýja !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 21:32

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir að kíkja við á bloggið mitt Guðlaugur,

Þetta er frekar óvænt , verð ég að viðurkenna og það er forvitnilegt að fá að vita hvað er á þessari upptöku sem hann nefnir og vitað hefur verið af frá hruni. Í raun skritið að hún hafi ekki verið spiluð strax. Kannski að það hvili leynd á henni í 70 ára eða svo.

Smjörklípa hjá BÞB ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.3.2012 kl. 21:35

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Vissulega sjónarmið Birgir. En þó einn sé hugsanlega slæmur þýðir ekki að fleiri séu það ekki líka.

Vonandi að allt þetta hrun verði almennilega rannsakað og að öll kurl komist til grafar og þeir sem hafa brotið lög, verði dæmdir. Annað er ekki hægt að sætta sig við, enda afleiðingarnar af þessu gambli öllu saman skelfilegar og sem sér ekki fyrir endann á. Ég er langan veg frá því að vera refsiglöð manneskja, en þetta mál er það stórt og alvarlegt að það er ekki hjá því komist að dæma þurfi menn fyrir aðild sína að hruninu. Það þarf að senda skýr skilaboð til framtíðargamlara og ráðamanna þjóðarinnar að störfum þeirra fylgir ábyrgð og að athafnir þeirra eða athafnaleysi sé ekki hægt að loka augunum fyrir.

Efnahagsvandi hefur startað styrjöldum. Svo alvarleg eru s.k. hvítflibbabrot stundum. Þau bitna á heilu þjóðunum sem eitt eitt kjafsthögg eftir djamm gerir sem betur fer ekki eða þó einum og einum kjúkling eða Rolex klukkum sé stolið. Þjófnaðir eru að auki tryggðir í flestum tilfellum amk. Þar eru þó hörðustu dómarnir !

Það bara getur ekki verið að það hafi verið fullkomlega löglegt að tæma hér allar hirslur og skilja landið eftir í rúst. Ég vil ekki trúa því að lögin okkar séu svona gölluð.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.3.2012 kl. 21:46

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hjördís. Ég er sammála þér. Enginn verður víst óbarinn biskup, og það gildir um Björgólf Thor eins og aðra. Einhverra hluta vegna get ég ekki verið ósammála drengnum ofdekraða núna. En ég vil líka fá að heyra meira en bara þetta eina símtal, til að fá heildarmyndina. Það er ekkert gagn að einhverjum klipptum brotum á stangli, ef á að fá allt púsluspilið í samsettri raunveruleika-mynd.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.3.2012 kl. 21:54

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sammála Anna Sigríður, og ég vona að við fáum allar upplýsingar sem við þurfum.

En hvað ætli valdi því að BÞB sé svo keikur að skora á að upptakan sé spiluð fyrir Alþingismenn amk. ? Hvernig getur hann vitað hvað þar er að finna ??? Venjulega kasta menn ekki slíku fram, telji þeir það koma sjálfum sér illa eða ef þar væri svo ekki neitt að finna sem máli skipti. Eða hvað giskar þú á ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.3.2012 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband